Nýnemar við Heilbrigðisvísindasvið eru boðnir á kynningarfundi hjá sinni deild eða námsbraut. Þar eru veittar mikilvægar upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum. Kynningarfundi fyrir nýnema haustið 2021 eftir námsleiðum: Geislafræði og lífeindafræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í lífeindafræði haustið 2021 fer fram mánudaginn 30. ágúst kl. 9:00, í HB-2 í Háskólabíói. Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í geislafræði haustið 2021 fer fram þriðjudaginn 31. ágúst kl. 9:00 í Stapa, stofu 107. Heilbrigðisgagnafræði Nýnemakynning verður samhliða staðlotu í námskeiðinu HGF102G Stjórnun upplýsinga og skjala. Nemendur fá nánari upplýsingar um staðlotuna þegar kennsla hefst. Kennsla í Heilbrigðisgagnafræði á haustmisseri 2021 hefst mánudaginn 6. september nk. Hjúkrunarfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í hjúkrunarfræði haustið 2021 fer fram fimmtudaginn 19. ágúst kl. 11 í Skriðu í Stakkahlíð. Nemendur eru hvattir til að mæta og kynna sér umgjörð og efni námsins. Lyfjafræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í lyfjafræði haustið 2021 fer fram mánudaginn 23. ágúst kl. 12:30 í stofu 201 í Árnagarði. Bréf til nýnema við Lyfjafræðideild LýðheilsuvísindiLæknisfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í Læknisfræði fer fram í HB-1 í Háskólabíói mánudaginn 16. ágúst kl. 8:20. Sjá einnig stundatöflu 1. árs í Læknisfræði. Matvælafræði og næringarfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í matvælafræði og næringarfræði haustið 2021 fer fram miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13:00 í Veröld húsi Vigdísar í stofu VHV023. Nemendur eru hvattir til að mæta og fá frekari upplýsingar um umgjörð og efni námsins. Sálfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í sálfræði verður haldinn föstudaginn 27. ágúst kl. 16:00 í sal HB2 í Háskólabíó. Þar mun deildarforseti fara yfir ýmsar gagnlegar upplýsingar og Anima, félag sálfræðinema, mun kynna starfsemi sína. Kennsla hefst mánudaginn 30. ágúst samkvæmt stundaskrá. Sjúkraþjálfunarfræði Kynningarfundur fyrir nýnema í BS-námi í sjúkraþjálfunarfræði haustið 2021 fer fram þriðjudaginn 24. ágúst kl. 12:30 í Stapa. Talmeinafræði Næst verður tekið inn í Talmeinafræði, MS haustið 2022. Tannlæknisfræði og tannsmíði Kynningarfundur fyrir nýnema í tannlæknisfræði og tannsmíði haustið 2021 fer fram föstudaginn 20. ágúst kl. 15:00 í stofu 201 í Læknagarði. Vinsamlega kynnið ykkur einnig bréf til nýnema við Tannlæknadeild. facebooklinkedintwitter