Skip to main content
3. mars 2023

Yfir þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um hús íslenskunnar

Yfir þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um hús íslenskunnar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Mikil þátttaka var í samkeppni um nafn á hús íslenskunnar sem verður opnað formlega í næsta mánuði. Byggingu innviða hússins er lokið og frágangur innan dyra er á lokametrunum.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efndu til nafnasamkeppni meðal almennings um nafn á húsið. Frestur til að taka þátt rann út 1. mars og höfðu þá borist tillögur frá hátt í 3.400 þátttakendum svo nærri lætur að eitt prósent landsmanna hafi tekið þátt í samkeppninni.

Dómnefnd á vegum ráðuneytisins og stofnananna tveggja mun fara yfir allar tillögurnar sem bárust og verður niðurstaða tilkynnt á vígsludegi hússins, 19. apríl næstkomandi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra heimsótti hús íslenskunnar ásamt starfsfólki ráðuneytisins og Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í gær og það sama gerði háskólaráð og hluti af yfirstjórn Háskólans. 

Sigurvegari nafnasamkeppninnar mun hljóta viðurkenningu við formlega opnun hússins þann 19. apríl.

Hús íslenskunnar
Fulltrúar úr háskólaráði við hús íslenskunnar í gær.