Skip to main content
21. júní 2022

Þórdís og Rannveig taka sæti í stjórn Menntavísindasviðs

Þórdís og Rannveig taka sæti í stjórn Menntavísindasviðs - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á stjórnarfundi Menntavísindasviðs þann 13. júní síðastliðinn tók ný stjórn sviðsins til starfa.

Þær breytingar urðu á stjórn að Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við sem forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor. Einnig tekur Rannveig Björk Þorkelsdóttir við sem forseti Deildar faggreinakennslu af Freyju Hreinsdóttur.

Eftirfarandi skipa stjórn Menntavísindasviðs: Þórdís Lilja Gísladóttir, forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Rannveig Björk Þorkelsdóttir, forseti Deildar faggreinakennslu, Auður Eir Sigurðardóttir, forseti Sviðsráðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti sviðsins, Kristín Jónsdóttir, forseti Deildar kennslu- og menntunarfræði og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, forseti Deildar menntunar og margbreytileika.

Ársæli Má Arnarsyni og Freyju Hreinsdóttur er þakkað innilega fyrir vel unnin störf í stjórn og óskað velfarnaðar. 

Myndir: Kristinn Ingvarsson.

Ársæll Már Arnarsson, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Freyja Hreinsdóttir.