Skip to main content
19. september 2019

Stofnun Leifs Eiríkssonar styrkir nemendur til náms í Bandaríkjunum

Nemendur við Háskóla Íslands geta sótt um styrki til framhaldsnáms eða rannsókna við bandaríska háskóla skólaárið 2020-2021. Þetta er fimmtánda árið sem Stofnun Leifs Eiríkssonar veitir styrkina.

Námsstyrkirnir eru ekki bundnir við ákveðnar námsgreinar og á undanförnum árum hafa nemendur stundað nám í lögfræði, læknisfræði, kvikmyndafræði, stærðfræði, sálfræði og vélaverkfræði. Nemendur hafa stundað nám eða rannsóknir við Yale, Columbia, Julliard, MIT, University of Pennsylvania o.fl. háskóla.

Upphæð styrkja er allt að 25.000 bandarískum dollurum sem talið er nægja almennt fyrir skólagjöldum og framfærslukostnaði í eitt ár í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að stofnunin úthluti a.m.k. tíu námsstyrkjum fyrir næsta skólaár.

Umsóknarfrestur er 18. nóvember 2019.

Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á vef The Leifur Eiriksson Foundation

Leifur Eiríksson