Skip to main content
8. maí 2023

Sex tannsmiðir útskrifast

Sex tannsmiðir útskrifast  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sex nýir tannsmiðir kynntu lokaverkefni sín fyrir nemendum og kennurum námsbrautar í tannsmíði í byrjun maí. Tannsmíði er krefjandi fræðilegt og verklegt þriggja ára nám þar sem nemendur læra hönnun og framleiðslu tann- og munngerva með hefðbundnum aðferðum og tölvutækni (CAD/CAM). Að námi loknu er hægt að sækja um starfsleyfi sem tannsmiður og starfa sjálfstætt við fagið eða hjá öðrum.

Er hinum nýútskrifuðu tannsmiðum óskað til hamingju með áfangann. 

Bryndís Hong Dao Ingvadóttir
Fanndís Hjálmarsdóttir
Helena Rós Sigurðardóttir
Jana Dröfn Sævarsdóttir
Ólöf Ylfa Loftsdóttir
Signý Eir Guðmundsdóttir

Lokaverkefnin:
Bryndís og Signý Eir tóku púslinn á starfsánægju tannheilsuteymisins á Íslandi.
Fanndís Hjálmarsdóttir tók saman og skrásetti fræðigreinar um þrívíddarprentun í tannlæknavísindum.
Helena Rós Sigurðardóttir fræddi okkur um víxlmengun í starfi tannsmiða á Íslandi.
Jana Dröfn Sævarsdóttir kannaði hvaða aðferðir eru notaðar við litatöku við smíði á tanngervum í dag.
Ólöf Ylfa Loftsdóttir rannsakaði tengsl gnísturs og streitu nemenda Háskóla Íslands.

Sex tannsmiðir útskrifaðir frá námsbraut í tannsmíði