Skip to main content
22. október 2020

Saga norrænna manna í Austurvegi endurmetin

The Varangians: In God´s Holy Fire er ný bók eftir Sverri Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Palgrave Macmillan gefur út. Í verkinu er fjallað um sögu norrænna manna í Austurvegi, allt frá því að þeir voru fyrst nefndir í ritheimildum á 9. öld og þangað til þeir urðu staðalmyndir í rómönsum síðmiðalda.

Stuðst er við frumheimildir frá ýmsum menningarsamfélögum, s.s. Rómarveldi, kalífaríkinu, Garðaríki og Norðurlöndum. Sérstaklega er hugað að því hvernig væringjar voru hluti af sköpun sjálfsmyndar í ólíkum samfélögum og á mismunandi tímum.

Útgáfa bókarinnar tengist rannsóknarverkefninu Norrænir menn í Austurvegi, en í því er unnið að endurmati á ritheimildum um ferðir norrænna manna í Austurvegi, allt frá því að getið er um þá í frönskum annálum 838 og fram að fjórðu krossferðinni árið 1204. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarráði Íslands.  

Nánar um The  Varangians: In God´s Holy Fire á vefsíðu Palgrave Macmillan

The Varangians: In God´s Holy Fire er ný bók eftir Sverri Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.