Skip to main content
14. desember 2020

Minnisblöð Maltes Laurids Brigge í íslenskri þýðingu

Minnisblöð Maltes Laurids Brigge í íslenskri þýðingu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Minnisblöð Maltes Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke í íslenskri þýðingu Benedikts Hjartarsonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Benedikt ritar einnig inngang bókarinnar og skýringar. Bókin er sú 100. sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út í flokki Lærdómsrita.

Minnisblöð Maltes Laurids Brigge er eina skáldsaga Rilkes, en hann er einn af meisturum evrópskrar nútímaljóðlistar. Bókin var fyrst gefin út árið 1910 og hún hefur að geyma ljóðrænar lýsingar á glímu söguhetjunnar við stórborgina og glundroða nútímans, grimmilegar æskuminningar og brot úr evrópskri menningarsögu.

Jón Ólafsson, prófessor og ritstjóri Lærdómsritanna, ræddi við Benedikt Hjartarson og Svanhildi Óskarsdóttur um bókina í nýju hlaðvarpi Lærdómsritanna. Hægt er að hlýða á samtalið í spilaranum hér að neðan.

"Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Minnisblöð Maltes Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke í íslenskri þýðingu Benedikts Hjartarsonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands"