Skip to main content
22. mars 2023

Kallað eftir hugmyndum fyrir Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ

Kallað eftir hugmyndum fyrir Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands leitar nú að nýstárlegum og hagnýtanlegum hugmyndum fyrir samfélag eða atvinnulíf meðal nemenda og starfsfólks skólans fyrir hin árlegu Vísinda- og nýsköpunarverðlaun skólans. Fólk  af öllum fræðasviðum er hvatt til að taka þátt í samkeppninni en verðlaun fyrir fyrsta sætið nema allt að 2,5 milljónum króna. 

Frestur til að skila inn tillögum í samkeppnina hefur verið framlengdur til 19. apríl.

Umsóknareyðublað

Samkeppnin hefur verið haldin innan skólans í aldarfjórðung en markmið hennar er að laða fram nýsköpunarhugmyndir sem kunna að stuðla að samfélagslegum eða viðskiptalegum ávinningi án tillits til þess hvort hugmyndin hafi fjárhagslegan hagnað að markmiði. 

Líkt og undanfarin á verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í fjórum flokkum: 

  • Heilsa og heilbrigði - Verðlaunafé 1,5 m.kr.
  • Tækni og framfarir - Verðlaunafé 1,5 m.kr.
  • Samfélag - Verðlaunafé 1,5 m.kr.
  • Hvatningarverðlaun – 500 þúsund kr.

Sigurvegari samkeppninnar, sem kemur úr hópi verðlaunahafa í flokkunum fjórum, hlýtur til viðbótar 1 m.kr. í verðlaunafé.

Við mat á hugmyndum skoðar dómnefndin einkum nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagsleg áhrif, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og hvort verkefnið sé í samræmi við stefnu skólans og styðji við starfsemi hans.

Frekari upplýsingar um samkeppnina má finna á vefsíðu samkeppninnar

Samkeppnin um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Árnason|Faktor og Auðnu-tæknitorgs.
 

""