Skip to main content
20. apríl 2015

Jón Atli kjörinn rektor Háskóla Íslands

""

Mánudaginn 20. apríl 2015 fór fram seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands. Í framboði voru Guðrún Nordal prófessor og Jón Atli Benediktsson prófessor. Kjörfundur stóð frá kl. 9.00 til kl. 18.00 og fór kosning fram með rafrænum hætti.

Tala kjósenda á kjörskrá og kjörsókn 

Á kjörskrá voru 14.345, þar af 1.486 starfsmenn og 12.859 stúdentar. Við kosningar greiddu atkvæði alls 1.284 starfsmenn eða 86,4% á kjörskrá og 6.271 stúdent eða 48,8% á kjörskrá. Alls greiddu 7.555 atkvæði og var því kosningaþátttaka í heild 52,7%. Atkvæði utan kjörfundar voru 44 og auðir seðlar voru 326 eða 4,3% af greiddum atkvæðum. Gild atkvæði voru því 7.229. Greidd atkvæði skiptust þannig:

1. Kjósendur á kjörskrá, greidd atkvæði og kjörsókn

Greidd atkvæði

Úrslit rektorskjörs

Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta giltu sem 30% greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra giltu sem 10% greiddra atkvæða. Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda sem hér segir:

Skipting atkævða

Greidd atkvæði í rektorskjörinu voru 7.555. Skiptust þau eftir kjósendahópum á frambjóðendur sem hér segir:

3. Úrslit eftir kjósendahópum – atkvæðatölur

Jón Atli Benediktsson

Samkvæmt 7. tl. 6. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands telst sá umsækjandi hafa hlotið tilnefningu í embætti rektors sem hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í almennri kosningu. Jón Atli Benediktsson fékk 54,8% greiddra atkvæða (56,2% gildra atkvæða) og hefur því hlotið tilnefningu í embætti rektors Háskóla Íslands.

20. apríl 2015

Kjörstjórn vegna rektorskjörs 2015

Jón Atli Benediktsson