Skip to main content
9. ágúst 2021

Jarðvísindi í forgrunni á málþingi á Breiðdalsvík

Jarðvísindi í forgrunni á málþingi á Breiðdalsvík - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík og Breiðdalssetur ses bjóða til hefðbundins árlegs málþings laugardaginn 21. ágúst næstkomandi í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík.Tobias Björn Weisenberger, forstöðumaður rannsóknasetursins, mun opna málþingið kl. 14.00.

Fyrsti hluti málþingsins verður helgaður jarðfræðilegri þrenningu Breiðdalsvíkur - Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafni Íslands og Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík - sem munu kynna starfsemi sína og framtíðarsýn.

Í kjölfarið verður röð erinda um jarðfræðileg málefni. Kristján Leósson og Ágúst Guðmundsson munu fjalla um þætti í jarðfræði Austurlands.

Amel Barich, jarðfræðingur og verkefnisstjóri hjá GEORG - Geothermal Research Cluster, og Tobias Weisenberger munu veita innsýn í tvö nýleg alþjóðleg rannsóknarverkefni á Íslandi.

Nýjar rannsóknir í hugvísindum verða til umfjöllunar hjá Unni Birnu Karlsdóttur og Soffíu Auði Birgisdóttur, sem starfa við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Egilsstöðum og Hornafirði. 

Aðalfyrirlesarinn verður Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við Háskóla Íslands, og ber erindi hans titilinn „Gosið í Geldingadölum 2021, framvinda og áhrif“.

Öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar verða á boðstólum í hléum.

Eldgos í Geldingadölum