Skip to main content
2. október 2015

Ingunn ráðin innri endurskoðandi Háskóla Íslands

""

Ingunn Ólafsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu innri endurskoðanda Háskóla Íslands.

Ingunn lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2001, MPA-prófi í stjórnsýslufræði frá KU Leuven árið 2002 og MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Kent árið 2003. Þá hlaut Ingunn faggildingu (CIA) sem innri endurskoðandi árið 2013. Ingunn hefur víðtæka starfsreynslu, þ.á m. sem sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun frá 2006 til 2013 og sem verkefnisstjóri í áhættuþjónustu Deloitte frá 2013. Þá starfaði Ingunn sem almannatengill í Brussel á árunum 2003 til 2004 og hlaut starfsþjálfun hjá Evrópuþinginu 2004 til 2005.

Hlutverk innri endurskoðanda Háskóla Íslands er að stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna og skilvirkni í rekstri í þágu stefnu og markmiða háskólans. Innri endurskoðandi aðstoðar háskólaráð, rektor og aðra stjórnendur skólans við að ná settum rekstrarmarkmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu og styrkja innra eftirlit.

Ingunn Ólafsdóttir
Ingunn Ólafsdóttir