Skip to main content
14. janúar 2015

Iceland Innovation UnConference í þriðja sinn í HÍ

Nýsköpunarviðburðurinn Iceland Innovation UnConference (IIU) verður haldinn í þriðja sinn á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, laugardaginn 24. janúar. Landsbankinn stendur fyrir IIU í samstarfi við Háskóla Íslands og MassTLC (Massachusetts Technology Leadership Council).

Um 200 manns taka jafnan þátt í IIU, frumkvöðlar, fulltrúar sprotafyrirtækja, fjárfesta, háskólanna, samtaka úr atvinnulífi og fjölda einstaklinga með yfirgripsmikla þekkingu á fyrirtækjarekstri og uppbyggingu fyrirtækja. Í upphafi er dagskrá IIU jafnan autt blað og þátttakendur móta hana í sameiningu.

Síðast þegar viðburðurinn var haldinn fóru fram skipulegar umræður um 24 mismunandi viðfangsefni og jafnframt gátu þátttakendur pantað einkaviðtöl hjá um 100 leiðbeinendum og fengið verðmæta ráðgjöf og hugmyndir. Í hópi leiðbeinanda voru sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólum, reyndir frumkvöðlar, forstjórar, hönnuðir og fjárfestar.

Markmiðið með IIU er að leiða saman fólk sem ekki á þess kost öllu jafna að ræða saman um nýsköpun og nýsköpunarverkefni, stofna til nýrra tengsla og styrkja þannig umhverfi nýrra fyrirtækja á Íslandi.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráning er á vef Landsbankans.

Á Iceland Innovation UnConference gefst þátttakendum færi á að panta einkaviðtöl hjá sérfræðingum úr atvinnulífi og háskólum, reyndum frumkvöðlum, forstjórum, hönnuðum og fjárfestum.
Á Iceland Innovation UnConference gefst þátttakendum færi á að panta einkaviðtöl hjá sérfræðingum úr atvinnulífi og háskólum, reyndum frumkvöðlum, forstjórum, hönnuðum og fjárfestum.