Skip to main content
16. janúar 2022

Hraðprófsstöðin á Háskólatorgi opnuð á ný

Hraðprófsstöðin á Háskólatorgi opnuð á ný - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hraðprófsstöðin á Háskólatorgi verður opnuð á ný mánudaginn 17. janúar og verður opin sex daga vikunnar. Nemendum og starfsfólki Háskólans, og raunar hverjum sem er, býðst að fara þar í hraðpróf.

Hraðprófsstöðin, sem er á vegum fyrirtækisins Arctic Therapeutics, var opnuð í byrjun desember en var lokað yfir hátíðarnar. Líf er hins vegar að færast aftur yfir háskólasvæðið og nágrenni og verður stöðin nú opin kl. 10-14 mánudaga til laugardaga en mögulega verður opnunartími lengdur síðar, gerist þess þörf. Þjónustan er ókeypis.

Bóka þarf hraðpróf fyrir fram á netinu, á vefsíðunum covidtest.is eða hradprof.is, en það tekur einungis 15 sekúndur að taka sýni. Niðurstaða prófsins er svo send á rafrænu formi innan við klukkustund frá sýnatöku. Nemendur í ýmsum heilustengdum greinum við Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem taka sýni en þau hafa fengið þjálfun til starfsins.

Með hraðprófsstöð á Háskólatorgi vill Háskóli Íslands stuðla að enn betri sóttvörnum og auknu öryggi starfsfólks og stúdenta á háskólasvæðinu á meðan kórónufaraldurinn gengur yfir og um leið leggja sitt af mörkum til baráttu samfélagsins við faraldurinn. 

Hraðprófsstöðin á Háskólatorgi