Skip to main content
20. apríl 2022

Broddflugan - samfélagsverkefnasjóður nemenda við Menntavísindasvið

Broddflugan - samfélagsverkefnasjóður nemenda við Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Viltu láta gott af þér leiða og nýta um leið þekkingu þína úr náminu?

Broddflugan er samfélagsverkefnasjóður sem nemendur á Menntavísindasviði geta sótt um í fyrir samfélagsverkefni.

Í stefnu Háskóla Íslands H26 er að finna markmið um að fjölbreyttar raddir nemenda stuðli að réttlátu samfélagið og treysta gæði þekkingarsköpunar. Við úthlutun úr Broddflugunni verður horft til þess hvernig umsækjendur virkja reynslu sína úr námi við Menntavísindasvið til að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Sjóðurinn er ætlaður nemendum í bakkalár- og/eða meistaranámi.

Markmið verkefna þurfa að lúta að umbótum á sviðum menntunar, tómstunda- og frístundastarfs, íþrótta- og heilsufræða, uppeldis og foreldrafræðslu eða samfélags án aðgreiningar. Skilyrði er að umsækjendur vinni í teymum, að lágmarki fjórir nemendur saman. Úthlutað verður tveimur milljónum króna á þriggja ára fresti og við val á verkefnum verður horft til þess að verkefni geti náð yfir allt að þriggja ára tímabil.

Umsóknarfrestur er 12. maí. Skila má umsóknum á íslensku jafnt sem ensku.

Auk hefðbundinna formsatriða í umsóknareyðublaði (Nöfn, námsleið, aldur, kennitala, sími og netföng) verði óskað eftir hnitmiðaðri lýsingu á verkefninu í 150 orðum þar sem fram komi heiti, markmið og samfélagslegt gildi verkefnisins. Í ítarlegri lýsingu komi fram nánari lýsing á markmiðum, framkvæmd og mati á mögulegum ávinningi verkefnisins fyrir samfélagið. Einnig komi fram hugmyndir umsækjenda um kynningu verkefnisins. Tíma- og fjárhagsáætlun fylgi einnig með sem fylgiskjal.

Nánari upplýsingar um Broddfluguna

Umsóknareyðublað (Íslenska)

Application form (English)

Nemendur við Menntavísindasvið