Skip to main content
28. febrúar 2023

Bók um námsefni í tungumálakennslu á Norðurlöndum

Bók um námsefni í tungumálakennslu á Norðurlöndum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum rit um tungumála- og menningarlegan fjölbreytileika í tungumálakennsluefni á Norðurlöndunum. Bókin byggir á niðurstöðum rannsóknarverkefnisins SPRoK sem unnið var með þátttakendum frá Íslandi, Færeyjum, Finnlandi og Danmörku með stuðniningi Nordplus á tímabilinu 2018 – 2021. Kemur hún út á dönsku undir nafninu Sproglig og kulturel mangfoldighed i læremidler til sprogundervisning i Norden. Dansk og svensk som fremmedsprog, andetsprog, førstesprog, nabosprog og transitsprog. Höfundar efnis eru Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Bergþóra Kristjánsdóttir, Eeva-Liisa Nyqvist, Páll Isholm, Olly Óladóttir Poulsen, Þórhildur Oddsdóttir og Karen Risager sem er ritstjóri bókarinnar og skrifar fræðilegan inngangskafla.

Í rannsókninni var fjöldi kennslubóka sem notaður er á Íslandi, Finnlandi, Færeyjum og Danmörku skoðaður til að komast að hvað börn og ungmenni á Norðurlöndunum læra um tungumál og menningu hinna Norðurlandanna, en niðurstöðurnar sýna fram á að ólíkar nálganir og sjónarmið ráða þar ferðinni. Einkum var horft til menningarmiðlunar, orðaforða og málnotkunar en einnig var samræmi milli námsefnis og gildandi námskrár kannað. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vinnubrögð samræmast hvergi nærri viðteknum kröfum um gæði og tilgang námsefnis.

Rafræna útgáfu bókarinnar er hægt að sækja á vefsíðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Þórhildur Oddsdóttir með bókina Sproglig og kulturel mangfoldighed i læremidler til sprogundervisning i Norden. Dansk og svensk som fremmedsprog, andetsprog, førstesprog, nabosprog og transitsprog