Skip to main content
5. ágúst 2015

Átta fengu framgang í starfi á Heilbrigðisvísindasviði

Átta akademískir starfsmenn á Heilbrigðisvísindasviði fengu framgang í starfi þann 1. júlí síðastliðinn að undangengnu ítarlegu faglegu mati.

Akademískir starfsmenn háskólans geta samkvæmt reglum skólans sótt um framgang í starfi og er það í höndum sérstakrar framgangsnefndar, sem skipuð er aðstoðarrektor vísinda og kennslu og fulltrúum allra fræðasviða, að leggja mat á umsóknirnar að fengnu áliti dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra.

Eftirtaldir starfsmenn Heilbrigðisvísindasviðs fengu framgang:

Árni Kristjánsson í starf prófessors við Sálfræðideild

Hjalti Már Þórisson í starf dósents við Læknadeild

Kristín Briem í starf prófessors við Læknadeild

Ragnar Pétur Ólafsson í starf dósents við Sálfræðideild

Reynir Arngrímsson í starf prófessors við Læknadeild

Steinunn Gestsdóttir í starf prófessors við Sálfræðideild

Thor Aspelund í starf prófessors við Læknadeild

Þorvarður Jón Löve í starf dósents við Læknadeild

Árlega er auglýst eftir umsóknum um framgang við Háskóla Íslands og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs.
Árlega er auglýst eftir umsóknum um framgang við Háskóla Íslands og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs.