Lagabókasafn í Lögbergi | Háskóli Íslands Skip to main content

Lagabókasafn í Lögbergi

Netspjall

Bókasafn Lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi, húsi Lagadeildar, sími 525-4372.

Afgreiðslutími yfir jól og áramót 2018/2019

Safnið verður lokað nema þessa daga:

17. desember 14:00 - 16:00
18. desember 14:00 - 16:00
19. desember 14:00 - 16:00
20. desember 14:00 - 16:00
3. janúar 14:00 - 16:00

Safnkostur og útlán 

Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins. Í safninu eru um 10 þúsund bækur, nýjustu árgangar rúmlega 30 tímarita í prentaðri útgáfu og ýmis uppsláttarrit. Upplýsingar um safnkostinn er að finna á leitir.is      Endurgjaldslaus aðgangur að skanna er á safninu.

Safngögn eru einungis lánuð út til starfsmanna og nemenda Lagadeildar HÍ. Allir nemendur Lagadeildar eiga kost á því að fá bækur safnsins að láni í allt að 3 daga. Kennarar deildarinnar, meistara og grunnnemar sem eru að vinna að lokaritgerð í lögfræði við HÍ geta fengið bækur að láni í 30 daga.

Nemendur í ritgerðavinnu, geta farið á Landsbókasafn – Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðu  þegar bókasafnið í Lögbergi er lokað og fengið bækur af Lögbergssafninu í gegnum aðalsafnið. Þar má jafnframt skila bókum.

Aðstoð í laganáminu

Starfsmaður bókasafnsins er Guðmundur Ingi Guðmundsson bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hann býður nemendum sem eru að skrifa lokaritgerðir persónulega aðstoð við að finna heimildir. Bóka þarf tíma, vinsamlegast sendið beiðni á gig@landsbokasafn.is

Áttavitinn er gagnasafn leiðarvísa um heimildir og hagnýtar leiðbeiningar  sem nýtast nemendum vel í laganáminu. Sérstaklega er mælt með eftirtöldum leiðarvísum: Lögfræði, Alþingistíðindi, Lagasafn og Norrænar réttarheimildir. Leiðarvísar í lögfræði opna aðgang að helstu heimildasöfnum sem nýtast við skrif ritgerða og annarra verkefna.

Landsbókasafn-Háskólabókasafn kaupir áskrift að ýmsum gagnagrunnum sem nýtast þeim sem leggja stund á lögfræði en Lagadeild kaupir þar til viðbótar áskrift að  gagnasöfnum sem finna má í Áttavitinn - Lögfræði - Gagnasöfn

Þessi gagnasöfn eru:

HeinOnline er gagnasafn á sviði lögfræði, sérstaklega bandarískrar. Lagadeildin er áskrifandi að tveimur gagnagrunnum Law journal library og English reports. Í Law journal library eru  2.000  tímarit á sviði lögfræði. Þar má finna bæði  heildartexta tímaritsgreina og tilvísanir í tímaritsgreinar án heildartexta. Í gegnum English reports er aðgangur að yfir 100.000 enskum dómsmálunum frá árinu 1220  til 1867.

Karnov  er gagnasafn með dönskum réttarheimildum. Í áskrift lagadeildar er, auk danska lagasafnsins, meðal annars innifalinn aðgangur að EU-Karnov, reglugerðum, greinargerðum og athugasemdum með lögum og hæstaréttardómum. Aðgangur að Karnov er í tölvu á bókasafninu.

Lovdata Pro er gagnasafn með norskum réttarheimildum. Áskrift lagadeildar er að öllu gagnasafninu. Þar er meðal annars að finna norsk lög og reglugerðir, greinargerðir með lögum, hæstaréttardómar og undirréttardóma auk meira en 6500 greina um lögfræði. Þá er þar að finna réttarheimildir á sviði EES og ESB auk fleiri alþjóðlegra réttarheimilda.

University Press Scholarship Online  er rafbókasafn á sviði lögfræði frá Oxford University Press. Þar er að finna heildartexta um 2.000  rafbóka.  Áskriftin takmarkast við þrjá notendur í einu.

Westlaw  er gagnasafn á sviði breskrar löggjafar  ásamt Evrópurétti. Í safninu er Bresk löggjöf frá 1220 auk dóma og löggjöf Evrópusambandsins frá 1954. Þar má finna heildartexta yfir hundrað tímarita auk tilvísana í greinar án heildartexta.  Áskriftin gildir ekki að alþjóðlegum hluta safnsins, Westlaw International.

Gagnasöfnin eru opin öllum nemendum og starfsfólki HÍ frá tölvum í netaðgangi á háskólasvæðinu.

Lestraraðstaða
Um 96 lesborð eru í Lögbergi og annast Orator úthlutun á þeim.

Upplýsingaþjónusta 
Aðsetur upplýsingaþjónustu Landsbókasafns er á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu og er hún opin kl. 09:00 -16:00 virka daga.  Einfaldar fyrirspurnir eru afgreiddar innan sólarhrings og eru án endurgjalds. Ítarlegar heimildaleitir eru gerðar gegn gjaldi. Einnig er hægt að fá kennslu og leiðbeiningar við notkun rafrænna gagnasafna.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.