Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti: Sveppaferð í Heiðmörk

Með fróðleik í fararnesti: Sveppaferð í Heiðmörk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. ágúst 2024 17:00 til 19:00
Hvar 

Bílastæði við Rauðhóla

Nánar 
Brottför frá Rauðhólum kl. 17:00

Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus og Ólafur Patrick Ólafsson háskólakennari í HÍ kenna okkur fjölmargt um matsveppi ásamt fleiri sveppasérfræðingum frá HÍ.

Í þessari fjörugu sveppaferð verða einnig kenndar aðferðir við að geyma sveppina og matreiða þá. Öll hvött til að taka með sér sveppabækur og ílát. Ekið í halarófu frá bílastæðinu við Rauðhóla lengra inn í Heiðmörkina.

Hluti af verðlaunaverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Brottför bílastæði við Rauðhóla kl. 17:00

Með fróðleik í fararnesti: Sveppaferð í Heiðmörk