Skip to main content

Innsetningarathöfn - Þóroddur Bjarnason

Innsetningarathöfn - Þóroddur Bjarnason - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. mars 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Lögberg

stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þóroddur Bjarnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild.

Í tilefni af því verður haldin innsetningarathöfn þann 23. mars undir yfirskriftinni Aftur til framtíðar.

Þóroddur Bjarnason er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk bakkalárprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands (1991), meistaraprófi í gagnagreiningu félagsvísinda frá University of Essex (1995) og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame í Bandaríkjunum (2000).

Hann var ráðinn í stöðu lektors við State University of New York í Albany 2000 og stöðu prófessors við Háskólann á Akureyri 2004. Hann fékk framgang í stöðu prófessors við Háskóla Íslands við ráðningu í janúar 2022.

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

Prófessor Þóroddur Bjarnason

Innsetningarathöfn - Þóroddur Bjarnason