Gagnkvæmni eða samfélag: Ólíkar leiðir að samstarfi og velferð.

Oddi
312
Viðburðurinn er á vegum Hagfræðistofnunar og fer fram á ensku.
Fyrirlesari er Anna Heide Gunnþórsdóttir gestadósent í hagfræði í Háskóla Íslands.
Samvinna er lykilatriði í öllum samfélögum. En liggja alltaf sömu hvatir að baki samstarfs manna í svipuðum löndum? Við berum saman Ísland og Bandaríkin, tvö álíka auðug lönd. Með nýjum hagrannsóknaaðferðum leggjum við mat á ómeðvitaðar hvatir, sem hafa áhrif á hegðun fólks. Við komumst að því að Bandaríkjamenn setja ýmis skilyrði fyrir því að vinna með öðrum og fylgjast vel með framlagi annarra til samstarfsins. Íslendingar virðast aftur á móti iðulega starfa með öðrum án skilyrða, eins og af siðferðilegri skyldu til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Niðurstöður okkar vekja efasemdir um að gagnkvæmni í samskiptum sé alls staðar jafnmikilvæg og áður hefur verið talið. Við veltum fyrir okkur sögulegum og landfræðilegum ástæðum fyrir þessum menningarmun.