Skip to main content

Fyrirlestur - Robert Ballotti kynnir vinnu sína í tengslum við sortuæxli

Fyrirlestur - Robert Ballotti kynnir vinnu sína í tengslum við sortuæxli - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. júní 2023 9:00 til 10:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Robert Ballotti, Ph.D. í sameindalíffræði, Côte d'Azur University í Frakklandi en þar leiðir hann rannsóknarstofu við nýja “Mediterranean research center for molecular medicine”. Robert Ballotti mun halda fyrirlestur í Öskju þar sem hann ætlar að kynna fyrir okkur vinnu sína í tengslum við sortuæxli (e. melanoma). 

Robert Ballotti er þekktur sameindalíffræðingur sem sérhæfir sig í frumu boðleiðum (e. cell signaling pathways) og líffræði sortuæxla (e. melanoma biology). Dr. Ballotti hefur frá árinu 1993 einbeit sér að sortufrumum og hefur hann rannsakað sameindakerfin sem stjórna sérhæfingu þeirra og hvernig þetta ferli tengist þróun sortuæxla. Nýlega uppgötvuðu hann og teymi hans kímlínu-stökkbreytingu í MITF sem tengist aukinni tilhneigingu á þróun sortuæxla. Verið er að skipuleggja sérstakt rannsóknarverkefni til þess að kanna hvernig þessi stökkbreyting ýtir undir þróun sortuæxla. Þar að auki er rannsóknarstofan að rannsaka stjórnunarferli sem stýra því hvernig frumur sem mynda sortuæxli breytast yfir í þroskaðar sérhæfðar frumur. Í samstarfi við húðsjúkdómadeild Nice-sjúkrahússins, hefur Ballotti rannsóknarstofan þróað árangursríkt for-klínískt bekkpróf. Þessi fjölbreytugreining notar arfgerðargreiningu, staðbundna boðleiðagreiningu og einangrun sortuæxlisfrumna frá sjúklingum til þess að meta áhrif lyfja á boðkerfi og lífvænleika. Skref í átt að raunverulegri persónulegri meðferð.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Dr. Robert Ballotti

Fyrirlestur - Robert Ballotti kynnir vinnu sína í tengslum við sortuæxli