Skip to main content

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar I

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar I - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. apríl 2023 14:00 til 15:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa H-202

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar I

> Að koma kenningum í framkvæmd <

Dagana 17., 18. and 24. apríl 2023. Sérfræðingarnar Tomás Aylward og Erwin Borremans koma í heimsókn til Íslands og halda nokkra fyrirlestra og vera með smiðjur um útivist án aðgreiningar.

Um ræðir samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Ísland – Miðstöðvar útivistar og útináms og Samtaka áhugafólks um útinám. 

Fyrsti dagur í fyrirlestrarröðinni fer fram mánudaginn 17. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð // Stofa H-202

Vinsamlegast skráðu þig hér 

Dagskrá:

14.00-14.30 Fyrirlestur: Að gera útivist aðgengilega: „Hugarástand“ en ekki bara fullt af sérstökum búnaði

Fjallað um útivistar- og ævintýramenntun út frá sjónarhóli fagfólks sem leitast við að gera starf sitt meira inngildandi fyrir fólk með fötlun. Þó svo að áhersla á inngildandi útivist fyrir alla felist í notkun sérhæfðs eða aðlagaðs búnaðar, er áhersla í þessum fyrirlestri á aðlögunar hugsun og getu-líkanið. Aðlöguð ævintýramenntu beinir sjónum að getu fatlaðs fólks frekar en fötlun þeirra.

14.45-15.30 Vinnustofa: Aðlagað ævintýri fyrir einstaklinga með þroskahömlun

Í vinnustofunni mun Tomas og Erwin sýna nokkrar einfaldar aðferðir við að aðlaga kennslu- og starfsaðferðir til að auðvelda þátttöku einstaklinga með þroskahömlun í ævintýramenntun og útivist. Tomás og Erwin munu deila sameiginlegri hugmyndafræði sinni í vinnu með fólki með þroskahömlun og kynna „verkfærakistu“ sem byggir á verkefnum sem eru aðlöguð að ævintýramenntun úti. Áhersla er lögð á að byggja á getu fólks frekar en að einblína á fötlun þess. Kennslufræðileg nálgun miðar að því að byggja upp athafnamátt og sjálfræði meðal þátttakend með því að nýta þá nýbreytni og óvissu sem útivistin býr yfir til að vekja áhuga fólks og styðja það við að  þróa með sér einfalda færni og nýja hæfni.

Um fyrirlesara:

Tomás Aylward - MSc og doktorsnemi

Tomás er lektor við School of Health and Social Sciences við Munster Technological University á Atlantshafsströnd Írlands. Hann hefur kennt útinámi og aðlagaða hreyfingu í 22 ár. Kennsla og rannsóknir Tomásar  beinst að því að þróa sérhæfðar þjálfunaráætlanir fyrir þá sem leiða ævintýranám og útivist fyrir fólk með fötlun. Hann er námsstjóri BA í útinámi við MTU. tomas.aylward@mtu.ie

Erwin Borremans, PhD

Fyrirlesari í aðlagaðri íþróttakennslu og forstöðumaður fyrir LIVE Vocational College á 10 háskólasvæðum sem dreifast um Suður-Finnland. Starf Erwins felur í sér að samþætta útimenntun og hreyfingu utandyra í sérstakar áætlanir sem unnið er eftir. Erwin er menntaður sjúkraþjálfari með meistaragráðu í aðlagaðri íþróttakennslu og doktorsgráðu í Adapted Physical Education. Greinar eftir Erwin hefa birst í fjölda fræðitímarita á sviði APA og APE, tók þátt í skipulagningu heimsráðstefnu ISAPA um APA í Finnlandi árið 2021 og er kennari við tvo háskóla á sínu sérsviði erwin.borremans@inlive.fi

.

Ævintýramenntun og útivist án aðgreiningar I