Skip to main content

Náms- og starfsráðgjöf, doktorsnám

Náms- og starfsráðgjöf

210 einingar - Doktorspróf

. . .

Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Mikil uppbygging á sviði náms- og starfsráðgjafar í skólakerfinu og atvinnulífinu síðastliðna tvo áratugi hefur aukið þörf fyrir menntaða náms- og starfsráðgjafa til að stunda íslenskar rannsóknir og þróunarstarf á þessu sviði.

Um námið

Doktorsnám í náms- og starfsráðgjöf samanstendur af 180 eininga ritgerð og 30 einingum í námskeiðum á fræðasviði doktorsverkefnis. Námsbrautin getur, þar að auki, gert kröfu um að doktorsnemandi taki allt að 60 einingar í námskeiðum, í samráði við leiðbeinanda. Nemendur í doktorsnámi er skylt að taka þátt í málstofum doktorsnámsins í samráði við leiðbeinanda.

Að námi loknu

Við útskrift býr nemandi yfir sérfræðiþekkingu innan fræðigreinar, hann getur beitt sérhæfðum aðferðum og verklagi og hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.