Skip to main content

Meistarafyrirlestur í tölfræði - Þórarinn Jónmundsson

Meistarafyrirlestur í tölfræði - Þórarinn Jónmundsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/61937941662

Meistaranemi: Þórarinn Jónmundsson

Heiti verkefnis: Líkön og aðferðir til að meta lærdóm: greining árangur nemenda í stærðfræðigreiningu

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild

Leiðbeinandi: Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Anna Helga Jónsdóttir, dósent við Raunvísindadeild

Prófdómari: Jenný Brynjarsdóttir, dósent við Case Western Reserve University

Ágrip

Markmið þessarar ritgerðar var að þróa líkön og aðferðir til að meta lærdóm. Til þess að vinna að því markmiði var stuðst við gagnasett frá tutor-web.net, gagnabanki á netinu sem inniheldur fyrirlestra, sýnidæmi og fjölvalspurningar fyrir ýmis viðfangsefni í stærðfræði. Gögnin voru sköpuð af nemendum við Háskóla Íslands sem voru skráðir í áfangann Hagnýtt stærðfræðigreining árin 2018 og 2019. Til að byrja með voru tölfræðileg líkön hönnuð til að ákvarða hvaða þættir hefðu áhrif á frammistöðu nema á fjölvalsspurningunum. Síðan voru ýmis tilgátupróf sem áttu að meta lærdóm skoðuð og samsvarandi stikar sem höfnuðu viðeigandi núlltilgátum með sem sem mestu afli leiddir út og bornir saman með hermunum. Niðurstaðan var sú að spurningar á tutor-web eru of auðveldar, að nemar fá að kljást við einfaldar spurningar í of langan tíma eða hvort tveggja. Engu að síður er ljóst að það þarf að gera breytingar á innviðum tutor-web sem taka tillit til þeirra niðurstaða sem fengust í þessari ritgerð.