Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti: Fuglaskoðunarferð í Grafarvogi

Með fróðleik í fararnesti: Fuglaskoðunarferð í Grafarvogi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. maí 2023 12:00 til 14:00
Hvar 

Grafarvogur – Við kirkjuna

Nánar 
Taka með kíki og klæða sig eftir veðri - Ekki verra að hafa með fuglakver

Þegar farfuglarnir flykkjast heim að fögru landi ísa er vorið komið og sumarið á næsta leiti með sínum fagra fuglasöng. Sölvi Rúnar Vignisson, doktorsnemi og kennari við HÍ, mun leiða fuglaskoðunarferð ásamt fleiri fuglafræðingum og Jóni Erni Guðbjartssyni vísindamiðlara HÍ. Farið verður um fjöruna í Grafarvogi mánudaginn 1. maí. Farfuglar safnast gjarnan saman í stórum hópum í Grafarvogi á vorin og því verður vafalítið margt að sjá. Gott er að koma með sjónauka og gjarnan fuglabækur. Gangan tekur 2 klst.  Fuglafræðingarnir mæta líka með magnaða sjónauka.  

Sölvi Rúnar hefur leitt þetta verkefni í ófá skipti ásamt fuglafræðingunum Gunnari Þór Hallgrímssyni og Tómasi Grétari Gunnarssyni úr HÍ en sá síðartaldi er einmitt einn leiðbeinenda Sölva í doktorsverkefninu. Doktorsrannsókn Sölva Rúnars er helguð tjaldinum – þeim fagra fugli og vafalítið ber hann fyrir augu í Grafarvogi en hluti af stofninum heldur til hér allt árið.

Fuglagangan er hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna: Með fróðleik í fararnesti sem hefur staðið yfir frá aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011.

Ókeypis er í gönguna eins og allar aðrar í röðinni um Fróðleik með fararnesti. Ekkert að panta, bara mæta!  

Mæting er kl. 12 við Grafarvogskirkju – hægt er að leggja bílum við kirkjuna.

Þegar farfuglarnir flykkjast heim að fögru landi ísa er vorið komið og sumarið á næsta leiti með sínum fagra fuglasöng. Sölvi Rúnar Vignisson, doktorsnemi og kennari við HÍ, mun leiða fuglaskoðunarferð ásamt fleiri fuglafræðingum og Jóni Erni Guðbjartssyni vísindamiðlara HÍ. Farið verður um fjöruna í Grafarvogi mánudaginn 1. maí.

Með fróðleik í fararnesti: Fuglaskoðunarferð í Grafarvogi