Skip to main content

Málstofa um tengsl tungumáls og vísindalegra mælinga

Málstofa um tengsl tungumáls og vísindalegra mælinga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. maí 2023 10:00 til 11:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í málstofunni mun William velta upp álitamálum sem tengjast rökfræði hinnar vísindalegu aðferðar og þeim áskorunum sem vísindafólk mætir í sínum daglegu störfum. Hlutverk tungumálsins og táknmynda þess verða tekin til umræðu sem og þau tækifæri sem felast í þróun kenninga og aðferða á sviði vísindalegra mælinga. Þessi málstofa er fyrir allt fólk sem hefur áhuga vísindarannsóknum óháð aðferðafræðilegum nálgunum. Málstofan ætti einnig að höfða sérstaklega til vísindafólks sem hefur áhuga á réttmæti vísindalegra mælinga og framþróun á sviði vísindalegra mælinga.

William P. Fisher, Jr. er viðkenndur fræðimaður fyrir framlag sitt til mælingafræði og er einn af ritstjórum nýútkominnar bóka á sviði mælingarfræði (sjá https://link.springer.com/book/10.1007/978-3-031-07465-3). Framlag William spannar vítt svið og nær til grundvallarspurninga sem tengjast eigindlegum og megindlegum mælingum en einnig til hagnýtingar á sértækum aðferðum við mælingar (t.d. við notkun Rasch líkana). Í doktorsnámi sínu við Háskólann í Chicago naut William leiðsagnar Dr. Benjamin D. Wright (1926-2015) sem telja má brautryðjanda í útbreiðslu kenninga danska tölfræðingsins Georg William Rasch (1901-1980).

Í málstofunni mun William velta upp álitamálum sem tengjast rökfræði hinnar vísindalegu aðferðar og þeim áskorunum sem vísindafólk mætir í sínum daglegu störfum. Hlutverk tungumálsins og táknmynda þess verða tekin til umræðu sem og þau tækifæri sem felast í þróunkenninga og aðferða á sviði vísindalegra mælinga.

Málstofa um tengsl tungumáls og vísindalegra mælinga