Skip to main content

Áfangamat Óskar Dagsdóttur

Áfangamat Óskar Dagsdóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2020 13:00 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K 205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat Óskar Dagsdóttur við Menntavísindasvi

15. maí nk. mun fara fram mat á doktorsverkefni Óskar Dagsdóttur doktorsnema við Menntavísindasvið.

Heiti verkefnisins er:

Creative Mathematics

Professional Development in an Icelandic Compulsory School

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Ósk rannsóknarskýrslu sína í stofu K 205 kl. 13:00 – 14:00 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Háskóla Íslands. Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrslu Óskar. Fundurinn er öðrum lokaður. Kynningin og fundurinn fara fram á ensku.

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Matsnefndin samanstendur af leiðbeinendum Óskar Dagsdóttur, þeim: Dr. Bharath Sriraman, prófessor við University of Montana, meðleiðbeinanda Freyju Hreinsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, utanaðkomandi prófdómurum, dr. Kristínu Bjarnadóttur prófessor emerítus við Háskóla Íslands og dr. Ólöfu Steinþórsdóttur, dósent við University of Northern Iowa. Atli V. Harðarsson er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sólrún B. Kristinsdóttir er ritari.