Skip to main content

Velkomin

""

Í hverju þarf að pæla þegar þú ætlar að velja háskólanám? Skref fyrir skref hjálpum við þér að finna rétta námið fyrir þig.

Ertu að velta fyrir þér hvað þig langar til að læra en ert ekki alveg viss? Kíktu þá á námsvalshjólið og kannaðu hvaða háskólanám tengist áhugasviði þínu? 

Það vakna auðvitað alls konar spurningar þegar þú sækir um háskólanám. Hér finnurðu svör við mörgum þeirra.

Þarftu hjálp við námsval og skráningu?

Nemendaráðgjöf

Hjá Háskóla Íslands starfa náms- og starfsráðgjafar sem þekkja skólann út og inn og hjálpa þér að finna háskólanám sem hentar þínum áhuga og styrkleikum. 

""

Ertu með fyrirspurn um umsóknina þína? Nemendaskrá Háskólans svarar öllum slíkum fyrirspurnum.

""

Vantar þig yfirlit yfir námsferil þinn innan HÍ, stúdentakort eða nýtt lykilorð fyrir Uglu? Þú færð það allt og ýmislegt fleira á Þjónustuborðinu Háskólatorgi.

""

Á háskólasvæðinu er alls staðar þráðlaust net og í námi geturðu fengið aðgang að alls konar hugbúnaði.

Út í heim með HÍ

Með því að hefja nám í Háskóla Íslands opnast þér leið í skiptinám við hundruð háskóla um allan heim. Kína, Kanada eða Króatía? Kíktu á möguleikana.

Þú getur farið í starfsþjálfun eða rannsóknarvinnu í fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu á vegum Háskóla Íslands og fengið styrk.

""

Viltu verja sumrinu í útlöndum? Í gegnum Háskóla Íslands getur þú farið í sumarnám við suma af bestu háskólum heims.

Fjörugt félagslíf

""

Stúdentaráð er þinn stuðningsmaður ef þú þarft aðstoð í málum sem varða til dæmis einkunnaskil og námsmat. Ráðið gefur líka út Stúdentablaðið og Stúdentakortið sem veitir alls kyns afslætti.

""

Háskólanám snýst ekki bara um að læra heldur að kynnast nýju fólki. Hjá nemenda- og hagsmunafélögum stúdenta er alltaf eitthvað um að vera.

""

Skemmtistaður stúdenta á Háskólatorgi býður ekki bara upp á lifandi dagskrá mörgum sinnum í viku heldur fantagóðan mat á frábæru verði.

Framúrskarandi þjónusta og fjölbreytt aðstaða

Rými til að læra

Á háskólasvæðinu finnurðu 18 tölvuver þar sem þú getur unnið að þínu verkefnum. Í byggingum skólans finnurðu líka hundruð sæta í lesrýmum og stofur til hópavinnu.  

Stuð á stúdentagörðum

Á Stúdentagörðum búa yfir 2.000 manns á ýmsum stöðum í borginni. Í boði eru bæði herbergi og íbúðir fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og nú fólk með gæludýr. 

Hámaðu í þig mat á kostakjörum

Háma á Háskólatorgi og aðrar matsölur á svæðinu bjóða upp á fjölbreytta næringu fyrir önnum kafna nemendur. 

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Íþróttahús Háskólans er eins og félagsheimilið í Með allt á hreinu, lætur lítið yfir sér en með fantafína aðstöðu. 

Stuðningur við skrifin

Þarftu aðstoð við ritgerða- og verkefnaskrif? Ritver Háskóla Íslands er opið öllum nemendum Háskólans. 

Segir tölvan nei?

Ertu í vandræðum með innskráningu, uppsetningu á þráðlausu neti eða forritum? Talaðu þá við tölvuþjónustuna eða skoðaðu sjálfshjálparvefinn þeirra. 

Aðstoð þegar á reynir

Sálfræðiráðgjöf háskólanema og sálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar veita háskólanemum sálfræðiþjónustu, bæði með einstaklingsmeðferð og hópmeðferð. 

Í sátt við hvert annað 

Í Háskóla Íslands á nemendum og starfsfólki að líða vel. Skólinn er með skýrar reglur og leiðir til þess að takast á við hvers kyns ofbeldi og kynferðislega áreitni.