Skip to main content

Lyfjavísindi

Lyfjavísindi

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjavísindi

MS gráða – 120 einingar

Í MS námi í lyfjavísindum er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Nemendur fá góða þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. 

Skipulag náms

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

Málstofa í lyfjafræði (LYF111F)

Málstofan er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra. Málstofan er þannig almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í lyfjafræðideild. Hver málstofa fer venjulega þannig fram að flutt er u.þ.b. 30 mín. erindi og síðan taka við umræður í 15 mín. Málstofan er metin til alls 6 eininga en er skráð sem tvö námskeið, 3 einingar á misseri. Til að fá metnar einingar fyrir málstofuna þarf rannsóknanámsnemi að sækja alls 16 málstofur yfir veturinn. Skipulagið er þannig að rannsóknanámsneminn er spyrill annað misserið en fyrirlesari hitt. Þar sem málstofa í lyfjafræði mun væntanlega ekki bjóða upp á nema 8 fyrirlestra á vetri þarf neminn að sækja málstofur annað hvort í læknadeild, efnafræðiskor eða annarri deild/skor sem hæfir fræðasviði nemans (svo framarlega sem það er samþykkt af leiðbeinanda hans). Nemar verða að skila inn stuttri skýrslu um fyrirlesturinn. Fyrir hvern fyrirlestur nemanda er valinn fyrirfram "spyrill" úr hópi rannsóknanema. Spyrillinn fær frá fyrirlesara viku fyrir málstofu eitthvert lesefni svo að hann geti kynnt sér efnið nægilega. Spyrillinn hefur umræðurnar en í kjölfarið eru almennar umræður. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum:

1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna.

2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu.

3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður.

4. Að taka almennan þátt í umræðum.

Nemendur fá metnar 6 námseiningar alls fyrir fulla þátttöku í málstofunni, þ.e. flutning á fyrirlestri, spyrilshlutverk einu sinni og mætingu á fyrirlestra. Góð mæting nemenda er því tilskilin. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa.

X

Meistaraverkefni í lyfjavísindum (LYF442L)

30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

X

Tilraunadýranámskeið FELASA A/B/D (LÆK0AHF)

Námskeiðið er á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands og er haldið úti af Kaupmannahafnarháskóla en það er rekið í samstarfi Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum, Lífvísindaseturs, Matvæla­stofnunar og ArcticLAS.

Aðrar upplýsingar:

Grunnkröfur eru framhaldsnám til MSc eða PhD prófs í lífvísindum og grunnmenntun sem felur í sér lífeðlisfræði og líffærafræði. Einnig er æskilegt að nemendur hafi þekkingu á atferlisfræði og/eða lyfjafræði.

 

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem vinna með tilraunadýr í sínum rannsóknum. Samkvæmt viðurkenndum hugmyndum og kröfum um dýravelferð er þess krafist að aðilar sem taka þátt í verklegum æfingum á tilraunadýrum muni nýta sér þá þjálfun í vinnu með tilraunadýr.

 

Fjöldatakmarkanir eru vegna verklegra æfinga en þátttakendur eru teknir inn í 5 manna hópum, að hámarki 15 manns.

 

Námskeiðinu lýkur með munnlegu prófi sem fer fram á fjarfundi gegnum netið milli hvers þátttakanda og kennara námskeiðsins við Kaupmannahafnarháskóla.

 

Til að öðlast FELASA A/B/D réttindi þarf bæði að standast prófið og verklega hluta námskeiðsins. Réttindin eru samkvæmt ESB tilskipun 2010/63/EU, grein 23.2. og fela í sér að viðkomandi geti skipulagt, borið ábyrgð á og framkvæmt leyfisskyldar tilraunir á dýrum.

 

Fræðilegur hluti námskeiðsins felst aðallega í rafrænum aðgangi að kennsluefni Kaupmannahafnarháskóla þar sem eru fyrirlestrar, myndbönd og sjálfspróf í efni námskeiðsins. Einnig er gefinn kostur á reglulegum málstofum á netinu þar sem nemendur geta átt samræður við kennara. Fyrirlestrar um íslenska löggjöf um notkun dýra í vísindaskyni eru haldnir á vegum Matvælastofnunar í kennslustofu HÍ.

Verklegi hluti námskeiðsins er haldinn hjá ArcticLAS, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.

X

Málstofa í lyfjafræði (LYF212F)

Málstofan er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra. Málstofan er þannig almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í lyfjafræðideild. Hver málstofa fer venjulega þannig fram að flutt er u.þ.b. 30 mín. erindi og síðan taka við umræður í 15 mín. Málstofan er metin til alls 6 eininga en er skráð sem tvö námskeið, 3 eining á misseri. Til að fá metnar einingar fyrir málstofuna þarf rannsóknanámsnemi að sækja alls 16 málstofur yfir veturinn. Skipulagið er þannig að rannsóknanámsneminn er spyrill annað misserið en fyrirlesari hitt. Þar sem málstofa í lyfjafræði mun væntanlega ekki bjóða upp á nema 8 fyrirlestra á vetri þarf neminn að sækja málstofur annað hvort í læknadeild, efnafræðiskor eða annarri deild/skor sem hæfir fræðasviði nemans (svo framarlega sem það er samþykkt af leiðbeinanda hans). Nemar verða að skila inn stuttri skýrslu um fyrirlesturinn. Fyrir hvern fyrirlestur nemanda er valinn fyrirfram "spyrill" úr hópi rannsóknanema. Spyrillinn fær frá fyrirlesara viku fyrir málstofu eitthvert lesefni svo að hann geti kynnt sér efnið nægilega. Spyrillinn hefur umræðurnar en í kjölfarið eru almennar umræður. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum:

1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna.
2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu.
3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður.
4. Að taka almennan þátt í umræðum. 

Nemendur fá metnar 6 námseiningar alls fyrir fulla þátttöku í málstofunni, þ.e. flutning á fyrirlestri, spyrilshlutverk einu sinni og mætingu á fyrirlestra. Góð mæting nemenda er því tilskilin. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa.

X

Meistaraverkefni í lyfjavísindum (LYF442L)

30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

X

Meistaraverkefni í lyfjavísindum (LYF442L)

30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

X

Málstofa í lyfjafræði (LYF311F)

Málstofan er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra. Málstofan er þannig almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í lyfjafræðideild. Hver málstofa fer venjulega þannig fram að flutt er u.þ.b. 30 mín. erindi og síðan taka við umræður í 15 mín. Málstofan er metin til alls 6 eininga en er skráð sem tvö námskeið, 3 eining á misseri. Til að fá metnar einingar fyrir málstofuna þarf rannsóknanámsnemi að sækja alls 16 málstofur yfir veturinn. Skipulagið er þannig að rannsóknanámsneminn er spyrill annað misserið en fyrirlesari hitt. Þar sem málstofa í lyfjafræði mun væntanlega ekki bjóða upp á nema 8 fyrirlestra á vetri þarf neminn að sækja málstofur annað hvort í læknadeild, efnafræðiskor eða annarri deild/skor sem hæfir fræðasviði nemans (svo framarlega sem það er samþykkt af leiðbeinanda hans). Nemar verða að skila inn stuttri skýrslu um fyrirlesturinn. Fyrir hvern fyrirlestur nemanda er valinn fyrirfram "spyrill" úr hópi rannsóknanema. Spyrillinn fær frá fyrirlesara viku fyrir málstofu eitthvert lesefni svo að hann geti kynnt sér efnið nægilega. Spyrillinn hefur umræðurnar en í kjölfarið eru almennar umræður. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum:

1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna.
2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu.
3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður.
4. Að taka almennan þátt í umræðum.

Nemendur fá metnar 6 námseiningar alls fyrir fulla þátttöku í málstofunni, þ.e. flutning á fyrirlestri, spyrilshlutverk einu sinni og mætingu á fyrirlestra. Góð mæting nemenda er því tilskilin. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa.

X

Meistaraverkefni í lyfjavísindum (LYF442L)

30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

X

Tilraunadýranámskeið FELASA A/B/D (LÆK0AHF)

Námskeiðið er á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands og er haldið úti af Kaupmannahafnarháskóla en það er rekið í samstarfi Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum, Lífvísindaseturs, Matvæla­stofnunar og ArcticLAS.

Aðrar upplýsingar:

Grunnkröfur eru framhaldsnám til MSc eða PhD prófs í lífvísindum og grunnmenntun sem felur í sér lífeðlisfræði og líffærafræði. Einnig er æskilegt að nemendur hafi þekkingu á atferlisfræði og/eða lyfjafræði.

 

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem vinna með tilraunadýr í sínum rannsóknum. Samkvæmt viðurkenndum hugmyndum og kröfum um dýravelferð er þess krafist að aðilar sem taka þátt í verklegum æfingum á tilraunadýrum muni nýta sér þá þjálfun í vinnu með tilraunadýr.

 

Fjöldatakmarkanir eru vegna verklegra æfinga en þátttakendur eru teknir inn í 5 manna hópum, að hámarki 15 manns.

 

Námskeiðinu lýkur með munnlegu prófi sem fer fram á fjarfundi gegnum netið milli hvers þátttakanda og kennara námskeiðsins við Kaupmannahafnarháskóla.

 

Til að öðlast FELASA A/B/D réttindi þarf bæði að standast prófið og verklega hluta námskeiðsins. Réttindin eru samkvæmt ESB tilskipun 2010/63/EU, grein 23.2. og fela í sér að viðkomandi geti skipulagt, borið ábyrgð á og framkvæmt leyfisskyldar tilraunir á dýrum.

 

Fræðilegur hluti námskeiðsins felst aðallega í rafrænum aðgangi að kennsluefni Kaupmannahafnarháskóla þar sem eru fyrirlestrar, myndbönd og sjálfspróf í efni námskeiðsins. Einnig er gefinn kostur á reglulegum málstofum á netinu þar sem nemendur geta átt samræður við kennara. Fyrirlestrar um íslenska löggjöf um notkun dýra í vísindaskyni eru haldnir á vegum Matvælastofnunar í kennslustofu HÍ.

Verklegi hluti námskeiðsins er haldinn hjá ArcticLAS, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.

X

Málstofa í lyfjafræði (LYF404F)

Málstofan er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra. Málstofan er þannig almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í lyfjafræðideild. Hver málstofa fer venjulega þannig fram að flutt er u.þ.b. 30 mín. erindi og síðan taka við umræður í 15 mín. Málstofan er metin til alls 6 eininga en er skráð sem tvö námskeið, 3 eining á misseri. Til að fá metnar einingar fyrir málstofuna þarf rannsóknanámsnemi að sækja alls 16 málstofur yfir veturinn. Skipulagið er þannig að rannsóknanámsneminn er spyrill annað misserið en fyrirlesari hitt. Þar sem málstofa í lyfjafræði mun væntanlega ekki bjóða upp á nema 8 fyrirlestra á vetri þarf neminn að sækja málstofur annað hvort í læknadeild, efnafræðiskor eða annarri deild/skor sem hæfir fræðasviði nemans (svo framarlega sem það er samþykkt af leiðbeinanda hans). Nemar verða að skila inn stuttri skýrslu um fyrirlesturinn. Fyrir hvern fyrirlestur nemanda er valinn fyrirfram "spyrill" úr hópi rannsóknanema. Spyrillinn fær frá fyrirlesara viku fyrir málstofu eitthvert lesefni svo að hann geti kynnt sér efnið nægilega. Spyrillinn hefur umræðurnar en í kjölfarið eru almennar umræður. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum:

1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna.
2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu.
3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður.
4. Að taka almennan þátt í umræðum. 

Nemendur fá metnar 6 námseiningar alls fyrir fulla þátttöku í málstofunni, þ.e. flutning á fyrirlestri, spyrilshlutverk einu sinni og mætingu á fyrirlestra. Góð mæting nemenda er því tilskilin. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa.

X

Meistaraverkefni í lyfjavísindum (LYF442L)

30, 60 eða 90 eininga rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar. Verkefnið er valið í samráði við fastráðinn kennara lyfjafræðideildar sem jafnframt er umsjónarkennari.

X

Líftæknilyf (LYF122F)

Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji grundvallaratriði í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Farið verður í framleiðsluferli líftæknilyfja byggða á frumuræktunum ásamt greiningaraðferðum sem fara fram bæði við þróun lyfsins og þegar lyfið er komið á markað. Fjallað verður um eftirfarandi tegundir líftæknilyfja: Mótefni (hefðbundin og einstofna), bólefni og peptíð- og próteinlyfja. Útskýrt verður hvernig “Quality by design”(QbD) er notað í gegnum allt framleiðsuferlið ásamt þeim kröfum sem eru gerðar til líftæknilyfja samkvæmt góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (Annex 2 í EU GMP). Öryggi og eiturvirkni líftæknilyfja verða einnig rædd. Auk þess verður farið í nýjar aðferðir tengdar líftæknilyfjum eins og genameðferðir og notkun kirna (nucleotides). Í þessu námskeiði verður leitast við að hafa víðtækt samstarf við sérfræðinga úr líftækniiðnaðinum á Íslandi

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

X

Náttúrulyf /Náttúruvörur (LYF310F)

Algeng náttúrulyf/náttúruvörur sem seld eru hér á landi; ­ Jónsmessurunni, valeriana, ginseng, ginkgó, freyspálmi, engifer, hvítlaukur, sólhattur, mjólkurþistill, o.fl. Rætt er um notkun, innihaldsefni, vísindarannsóknir á virkni, aukaverkanir, milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf, frábendingar. Mikilvægi ábyrgrar upplýsingamiðlunar til neytenda og fagfólks heilbrigðisstétta. Gæðaeftirlit. Lög og reglugerðir er varða náttúrulyf/náttúruvörur.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 1 (LÆK106F)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Verkefnastjórnun (IÐN503G)

Í námskeiðinu eru kennd grunnatriði í verkefnastjórnun. Farið verður yfir grunnhugtök, umhverfi og val verkefna, áætlunargerð, eftifylgni, stjórnun verkefnateyma og lok verkefna. Nemendur fá þjálfun í gerð verkefnaáætlana og að takast á við áskoranir við framkvæmd og lok verkefna. Sérstök áhersla er á notkun verkefnastjórnunar við tækninýsköpun í skipuheildum.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Lífræn efnafræði 3 (EFN515M)

Í fyrirlestrum verður fjallað um myndun og hvörf enólatanjóna, þ.m.t. alkýlun ketóna og 1,3-díkarbónýlefna, C- og O-alkýlun, aldól-þéttingu og asýlun kolefna. Einnig verður farið yfir afkarboxýlun, myndun tvítengja og fjallað um málmlífræna efnafræði. Þá verður einnig fjallað um notkun litrófsaðferða í við greiningu á lífrænum efnasamböndum og fjallað um notkun gagnagrunna (Scifinder). Skila ber 75% af þeim verkefnum (heimadæmum) sem lögð verða fyrir svo próftökuréttur fáist.

X

Lyfjaefnafræði /Lyfjahönnun (LYF302F)

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis grunnhugtök lyfjaefnafræðinnar og þær aðferðir sem eru notaðar við hönnun og efnafræðilega þróun á nýjum lyfjum. Í fyrirlestrum verður fjallað um eðli og einkenni lyfjaviðtaka, virknimælingar, uppruna lyfjaefna, hendni lyfja, lyfjakjarna, aðferðir til að hámarka virkni, sameindahermun í tölvum, hönnun og skilgreining efnasafna, frásogs-umbrots-dreifingar-útskilnaðar-eiturefnafræðilegir (ADMET) eiginleikar og nokkur dæmi um lyfjaþróun. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og verkefni.

Verkefnið er að gera Wikipedia síðu um efni sem tengist lyfjahönnun.

X

Lyfjagerðarfræði (LYF514G)

Markmið námskeiðisins er að fjalla um helstu gerðir lyfjaforma og mismunandi lyfjaleiðir. Farið verður í hönnun lyfjaforma (preformulation) og þætti sem liggja til grundvallar lyfjagerð eins og dreifð kerfi, flæði vökva, hreinsun vökva, síun og hjálparefni við lyfjagerð (rotvarnarefni, andoxunarefni, bragðefni, litarefni). Munu nemendur kynnast lausnum, fleytum, dreifum, stílum, lyfjum í öndunarfæri, lyfjaformum á húð, augnlyfjaformum, samsetningu þeirra og þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni (Ph.Eur). Jafnframt verður farið í mismunandi aðferðir til að dauðhreinsa lyf og lyfjaumbúðir ætlaðar til gjafar fram hjá meltingarkerfinu (parenteral lyfjaform) ásamt því að farið verður ítarlega í töfluslátt en einnig komið inn á framleiðslu hylkja. Farið verður í með nemendum hvernig framleiðsla taflna fer fram. Atriði eins og kornastærð og eiginleikar agna, áhrif blöndunar á töfluslátt , val á hjálparefnum og húðun taflna verða kennd. Einnig verður farið sérstaklega í gæðaeftirlit með töfluframleiðslu og kröfur sem eru settar fram af Ph.Eur til töfluframleiðslu. Tekið verður fyrir einkaleyfi á lyfjum og lyfjaformum.

X

Gæðakröfur og regluverk í lyfjaframleiðslu (LYF406G)

Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji þær kröfur sem gerðar eru til lyfjaframleiðslu í dag og mikilvægi þess að þessum kröfum sé fylgt til hins ítrasta. Farið verður í uppbyggingu Evrópsku lyfjaskráarinnar (Ph.Eur) og þær gæðakröfur sem hún inniheldur. Kröfur um góða framleiðsluhætti (good manufacturing practice, GMP) í lyfjagerð innan Evrópu verða teknar vel fyrir. Mismunandi skráningarferla og uppbyggingu skráningarganga sem liggja til grundvallar markaðsleyfis innan EU verða kynntir. Mikilvægi lyfjagátar verður kynnt nemendum. Jafnframt verður farið stuttlega í ISO staðla, góða dreifingarhætti (GDP) og lækningatæki. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum sem og minni verkefnum í tímum byggð á teymisnámi til að nemendur fái dýpri skilning á námsefninu auk fyrirtækjaheimsóknar í lyfjafyrirtæki

X

Lyfjagreining (LYF403G)

Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Farið er í helstu efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Efni fyrirlestra: Litrófsgreining með útfjólubláu og sýnilegu ljósi, atómgleypni, flúrljómun, innrauð litrófsgreining (IR), kjarnarófsmælingar (NMR), lyfjaskrátítranir, úrhlutun (extraction), blettagreining á þynnu (TLC), gasgreining (GC), vökvagreining (HPLC), capillary electrophoresis (CE), massagreining (MS) og massagreinir samtengdur GC og LC. Gæðaeftirlit og gilding mæliaðferða.

X

Verkleg lyfjagreining og eðlislyfjafræði (LYF408G)

Sérhæfðar efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við lyfjamælingar verða kynntar. Efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru við einangrun og auðkenningu lyfja ásamt aðferðum sem notaðar eru við magngreiningu lyfja. Rafeindaróf í sýnilegu og útfjólubláu ljósi, ljósmæling og vökvagreining (LC).

Núlltastigs, fyrstastigs, annarsstigs og þriðjastigs efnahvörf. Áhrif hitastigs og sýrustigs á efnahvörf. Áhrif salta, lausnarefnis og yfirborðsvirkra efna á efnahvörf. Vatnssækni og fitusækni. Flæði lyfja í gegnum lífrænar himnur.

Verklegar æfingar: Aðgreining og magngreiningar með HPLC, ákvörðun á pKa-gildum, hýdrólýsa, fasadreifing og frásog í gegnum himnu.

Skýrslur: Hver nemandi/hópur skilar skýrslum úr hverri æfingu.

Kröfur:  Nemandi á að kunna að reikna bestu beinu línu (linear regression) og framkvæma einfalda tölfræðileg úrvinnslu gagna með hugbúnaði (td. excel).

X

Efnagreining líftæknilyfja (LYF223F)

Líftæknilyf eru ólík hefðbundum lyfjum að því leiti að virka efnið er stórsameind með próteingrunn, mynduð í ákveðnum frumum eða bakteríum í gegnum genaendurröðun. Námskeiðið mun því fjalla um þær efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru í þróun líftæknilyfja og áður en líftæknilyfið fer á markað

X

Efnagreiningartækni (EFN414G)

Námskeiðið er verklegt námskeið með vikulegum tveggja tíma stoðfyrirlestrum.  Þar verða undirstöðuatriði efnagreiningaraðferðanna kynnt svo og uppbygging, efnisval og notkun tækjabúnaðar.  Stoðfyrirlestrar eru hluti af verklegum æfingum og því er mætingaskylda í þá.

Kynntar verða almennar aðferðir í efnagreiningum sem byggja á hagnýtingu efna- og eðliseiginleika efna og víxlverkun eðliseiginleika efna við rafsegulsviðið.  Einnig verða kynntar skiljuaðferðir (chromatographic methods) til að greina efnablöndur í sundur, svo hægt sé að einangra hrein efni og bera kennsl á þau.  Námskeiðið tekur aðallega mið af  greiningu á lífrænum efnasamböndum.

Mæliaðferðirnar sem verða kynntar eru: litrófsmælingar á útfjólubláa og sýnilega sviðinu, atómgleypni, flúrljómun og titringsróf á innrauða sviðinu.  Kjarnarófsmælingar (NMR), massagreiningar og hagnýting röntgengeisla til byggingargreiningar.  Skiljuaðferðir (chromatographic methods): s.s. gasskilja og háþrýstivökvaskilja til þáttbundinna og magnbundinna greininga. Samtengd notkun mismunandi tækja/aðferða til greininga á óþekktum efnablöndum (GC, FT-IR, NMR og GC-MS).  

Nemendur vinna vinnubók og skila skýrslu úr einni æfingu ásamt vinnubókinni.

Stoðfyrirlestar: 2 tímar í viku.
10 verklegar æfingar: vinnubók og skýrsla.
Þriggja tíma skriflegt próf úr verklegu:

X

Frumulíffræði II (LÍF614M)

Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.

Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.

Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.

X

Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.

Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).

X

Líffræði krabbameina (LÆK092F)

Í námskeiðinu verður fjallað um hvaða líffræðilegar breytingar leiða til myndunar krabbameina og einkenna þau. Fyrirlesarar gefa yfirlitserindi um valið efni innan þess efnisflokks sem nefndur er og velja síðan eina nýlega vísindagrein um skylt efni sem nemandi er fenginn til að kynna og gagnrýna. Greinum um efnið verður dreift til nemenda í upphafi námskeiðs svo allir geti komið undirbúnir og tekið þátt í umræðum.

Efni fyrirlestra: Inngangur, krabbameinsvaldar, æxlisgen og æxlisbæligen, TP53, atburðarás krabbameinsmyndunar, forstig krabbameina, krabbameinsstofnfrumur, dýralíkön, litningaóstöðugleiki, genaóstöðugleiki, þróun krabbameina, sviperfðir/epigenetics.

Kennslutímar: Námskeiðið mun verða haldið sem 12 tveggja stunda tímar, fyrirlestur í fyrri tímanum og kynning nemanda á viðeigandi tímaritsgrein í þeim seinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Lyfjavísindi - MS og PhD

Ég fór í meistaranám í lyfjavísindum eftir útskrift úr BS-námi í matvælafræði. Meistaranámið í lyfjavísindum fannst mér einstaklega skemmtilegt og mikil verkleg reynsla sem ég öðlaðist þar. Verkefnið var bæði fjölbreytt og krefjandi. Hluta verkefnisins var gert í Finnlandi við Háskólann í Kuopio sem einstaklega skemmtileg reynsla. Meistaraverkefnið þróaðist síðan í doktorsverkefni sem var ögrandi og skemmtilegt. Öll þessi reynsla og vinátta sem ég öðlaðist á þessum tíma hefur nýttist mér vel við vinnu mína sem postdoc og vísindamaður við Háskólann í Lundi og Gautaborg og við mitt núverandi starf sem deildarstjóri lyfjamælinga hjá Alvotech. Enn í dag koma upp aðstæður þar sem ég hef þurft að nýta mér þá kunnáttu og færni sem ég öðlaðist í meistara- og doktorsnámi mínu við Lyfjafræðideildina.

Sigríður Ólafsdóttir
Lyfjavísindi - MS

Ég ákvað að taka meistaranám í lyfjavísindum eftir að ég kláraði grunnnám í lífeindafræði til að prófa eitthvað nýtt, afla mér þekkingar á öðru sviði og auka starfsmöguleikana að námi loknu. Námið hefur gefið mér tækifæri til að vinna að verkefni sem er samblanda af mínum áhugasviðum frá báðum greinum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Netfang: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi- bygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.