Skip to main content

Klínísk lyfjafræði

Klínísk lyfjafræði

90 einingar - MS gráða

. . .

Markmið MS-náms í klínískri lyfjafræði er að þjálfa og þróa hæfni nemenda í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði og sjúkrahúslyfjafræði. Náminu er ætlað að stuðla að þeirri hæfni sem þarf til að tryggja örugga og árangursríka notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu sem er lykilhlutverk klínískra lyfjafræðinga.

Um námið

MS-nám í klínískri lyfjafræði er 90 eininga starfstengt nám á Landspítala. Námið er kennt í 50% hlutfalli í þrjú ár, 30 einingar á hverju námsári.

Aðeins tveir nemendur eru teknir inn á ári hverju.

Nám í klínískri lyfjafræði veitir aðgang að doktorsnámi í lyfjafræði og skyldum greinum á Íslandi, að því tilskyldu að nemandi útskrifist með fyrstu einkunn.

Sjá nánari upplýsingar um samsetningu náms í klínískri lyfjafræði til MS-prófs í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Aðgang að námi í klínískri lyfjafræði til MS-prófs hafa þeir sem lokið hafa MS-prófi í lyfjafræði við Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi í lyfjafræði frá öðrum viðurkenndum háskóla. Til þess að hefja MS-nám í klínískri lyfjafræði þarf að lágmarki meðaleinkunnina 6,5 í fyrrnefndu lyfjafræðinámi. Aðgangur að náminu er auk þess háður sérstökum reglum um fjöldatakmörkun sem háskólaráð samþykkir. Fjöldi nemenda á 1. námsári takmarkast við töluna 2.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir lyfjafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Lyfjafræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi í lyfjaiðnaði, í apótekum, við markaðsmál eða á sjúkrahúsum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Framleiðsla og hönnun lyfja
  • Gæðaeftirlit og skráning
  • Inn- og útflutningur lyfja og markaðsmál
  • Ráðgjöf, eftirlit, stjórnun og afgreiðsla lyfja í apótekum
  • Ráðgjöf til annarra heilbrigðisstarfsmanna
  • Skipulag og eftirlit með lyfjameðferð
  • Framleiðsla lyfja- og næringablanda

Félagslíf

Félag lyfjafræðinema Tinktúra heldur uppi félagslífi og stendur vörð um hagsmuni lyfjafræðinema. Tinktúra er aðili að alþjóðlegum samtökum lyfjafræðinema, IPSF og EPSA sem sjá um að miðla upplýsingum milli nemenda um þróun og nýjungar í náminu og störfum lyfjafræðinga. Tinktúra er aðili að IAESTE, alþjóðlegum samtökum nema í raun- og heilbrigðisvísindum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15