Nám í Viðskiptafræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Nám í Viðskiptafræðideild

Nám í Viðskiptafræðideild

Viðskiptafræðideild býður upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám. Flettu niður til að sjá yfirlit.

Í meistaranámi eru 11 námsleiðir í boði. Hægt er að hefja nám í þeim öllum um áramót, nema í reikningsskilum og endurskoðun. Umsóknarfrestur fyrir nám á vormisseri er 15. október.

Í viðskiptafræði, reikningsskilum og endurskoðun, skattarétti og reikningsskilum og fjármálalínum er gerð forkrafa um fyrra nám í viðskiptafræði. Í hinum 6 meistaranámsleiðum Viðskiptafræðideildar er forkrafan BS/BA gráða með fyrstu einkunn (7,25).

Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Þverfaglegt
Framhaldsnám 90 ein. M.Fin.
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. M.Acc.
Félagsvísindi
Framhaldsnám 90 ein. M.Acc.
Þverfaglegt
Framhaldsnám 90 ein. MA
Þverfaglegt
Framhaldsnám 120 ein. MA
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS
Félagsvísindi
Framhaldsnám 180 ein. Doktorspróf
Félagsvísindi
Framhaldsnám 120 ein. MS

Hvað segja nemendur?

Arnar Jónsson
Sveinn Óskar Hafliðason
María Jóna Samúelsdóttir
Katla Hrund Karlsdóttir, Viðskiptastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum
Auður Elísabet Guðrúnardóttir
Arnar Jónsson
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Ég hafði skoðað marga möguleika á meistaranámi en þegar ég sá Nýsköpun og viðskiptaþróun ákvað ég að sækja um. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á að skapa, fara nýjar leiðir og prófa eitthvað nýtt og námið smellpassaði við það. Kostir námsins fyrir mitt leyti voru haldgóðar aðferðir við að nálgast nýjar hugmyndir og verkefni, að læra hvaða þættir skipta máli í þeirri vegferð að ná árangri með þær og ná tengingu við nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Toppurinn var svo allir frábæru kennararnir og samnemendurnir sem ég kynntist og lærði mikið af.

Sveinn Óskar Hafliðason
M.Fin. í fjármálum

Ég kláraði hagfræði í Háskóla Íslands en hafði ekki fundið meistaranám sem hentaði mér enda hafði ég verið á vinnumarkaði lengi og mig langaði að læra eitthvað alveg hagnýtt. M.Fin. námið höfðaði strax til mín enda gríðarlega hagnýtt og ekki verra að hægt var að blanda nýsköpun við námið sem ég hafði komið mikið að. Kostir M.Fin. námsins voru fyrst og fremst hversu hagnýtir áfangarnir voru, framúrskarandi kennarar og tiltölulega auðvelt að sinna náminu með fjölskyldu og vinnu. Mikill sveigjanleiki. Námið nýtist mér á öllum sviðum lífsins, sem stjórnandi hjá fyrirtækinu sem ég starfa hjá og sem eigandi fyrirtækis. Einnig kynntist ég mikið af fólki sem ég er enn í sambandi við í dag. 

María Jóna Samúelsdóttir
MS í þjónustustjórnun

Ég valdi Háskóla Íslands því námið er mikils metið á vinnumarkaði, góðir kennarar og fræðimenn starfa við skólann. Námið er skemmtilegt og fjölbreytt og mikið er unnið með raundæmi úr atvinnulífinu. Námsleiðirnar eru spennandi og ný námsleið, meistaranám í Þjónustustjórnun vakti sérstakan áhuga minn. Ég er viðskiptafræðingur í grunninn og hef allan minn starfsferil starfað við sölu, markaðsmál og vörumerkjastjórnun. Mikilvægi þjónustu vegur sífellt þyngra í starfsemi fyrirtækja og því finnst mér þessi námsleið góður valkostur fyrir mig, þar sem grunnur minn og starfsreynsla nýtast gríðarlega vel sem undirstaða fyrir þetta nám. Með náminu mun ég útvíkka sérhæfni mína og mögulegur starfsvettvangur mun stækka verulega.

Katla Hrund Karlsdóttir, Viðskiptastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum
MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum

Ég kláraði BS gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2016. Mig langaði að nota þann grunn sem ég hafði í bland við markaðsfræði og fannst því tilvalið að taka meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Háskóli Íslands varð aftur fyrir valinu, vegna þess að einstaklingar í mínu nærumhverfi voru flestir í þeim skóla og ég hafði góða reynslu af honum. Mér fannst mikill kostur við námið að fá reglulegar heimsóknir frá stjórnendum fyrirtækja og fá innsýn í hvernig hægt væri að nýta fræðin í ólíku vinnuumhverfi. Í náminu fékk ég góðan fræðilegan grunn sem nýtist vel í starfi mínu sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofu. Starfið er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna stefnumótun, markaðsráðgjöf og útfærslu á heildrænum, samhæfðum markaðsherferðum. Eftir námið er ég öruggari og betur í stakk búin til að takast á við fjölbreytt krefjandi verkefni, halda fyrirlestra og margt fleira.

Auður Elísabet Guðrúnardóttir
BS í viðskiptafræði

Ég mætti á Háskóladaginn óviss um hvað ég vildi læra. Það sem heillaði mig mest við viðskiptafræðina var hversu fjölbreytt námið er og að gráðan myndi nýtast mér í starfi bæði á Íslandi og erlendis. Námið var virkilega skemmtilegt en á sama tíma krefjandi og lærdómsríkt. Það kom mér á óvart hversu samheldinn hópurinn var í gegnum námið og aðgengi nemenda að kennurum er til fyrirmyndar. Vísindaferðir á vegum Mágusar gáfu mér tækifæri til að kynnast fjölmörgum fyrirtækjum sem hjálpaði til við að móta þá stefnu sem ég vildi taka að loknu námi. Ég var kjörin forseti viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum sem leiddi mig í skiptinám til Finnlands en ég mæli eindregið með að nemendur við deildina nýti sér þau einstöku tækifæri til skiptináms sem þeim bjóðast. Viðskiptafræðin er grunnþekking fyrir lífið og er ég viss um að námið komi til með að nýtast mér bæði í starfi og fjölskyldulífi.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á Þjónustutorginu í Gimli. Hlutverk hennar er að aðstoða nemendur og kennara, þar er m.a. tekið við verkefnum og ritgerðum nemenda.

Opið: Mánudag til föstudags kl. 09.00 til 15.00
Sími: 525-4500
Netfang: nemFVS@hi.is