Skip to main content
27. apríl 2023

Kynning á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála við HÍ 2016-2021

Kynning á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála við HÍ 2016-2021 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á fimm ára fresti lætur Háskólinn útbúa skýrslu, þar sem farið er yfir hvernig mál hafa þróast og hver staða jafnréttismála er.

Fyrsta skýrslan var gerð árið 2004 og fjallaði um tímabilið 1997-2002. Síðan þá hefur staða málaflokksins verið gerð upp með jöfnu millibili, og er nú komin út fimmta skýrslan.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur umsjón með gerð skýrslunnar, að beiðni rektors og jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og er skýrsluhöfundur dr. Guðný Gústafsdóttir.

Rektor mun opna viðburðinn með ávarpi og Jón Ingvar Kjaran formaður jafnréttisnefndar HÍ mun stjórna umræðum.

Viðburðurinn verður í streymi

Guðný Gústafsdóttir