Enska | Háskóli Íslands Skip to main content

Enska

Enska

Hugvísindasvið

Enska

BA gráða – 180 ECTS einingar

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Skipulag náms

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að svara spurningum eins og: hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. akademísku læsi og ritun (framsetningu texta, ritgerðasmíð), heimildaleit, framsögum og fleiru. 

ATHUGIÐ! Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað BA-nemendum í ensku og nemendum í akademískri ensku, þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og þeim sem stunda fjarnám.

Nemendur í erlendum tungumálum öðrum en ensku og hafa íslensku sem móðurmál eiga að skrá sig í MOM101G.

X

Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð (ENS101G)

Þetta er hið fyrra af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum, og fjallar um málhljóð og hvernig þau mynda orð. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Mál og maður (ENS102G)

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir helstu viðfangsefni málvísinda. Sérstaklega verður fjallað um þær greinar málvísinda sem leggja áherslu á tengslin á milli tungumáls og málnotanda í víðara samhengi: félagsmálvísindi, tilbrigði í máli, máltöku barna og tileinkun erlendra mála, samband tungumáls og heilastarfsemi, söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði og samskipti dýra. Megináhersla er á enskt mál en markmiðið er að kynna nemendum í ensku ólík svið málvísinda sem þeir geta kannað nánar á síðari stigum námsins.

X

Bresk og evrópsk menningarsaga (ENS103G)

Yfirlit yfir sögu og menningu Bretlands. Farið er yfir helstu þætti bresks þjóðlífs svo sem trúmál, menntamál, heilbrigðismál, lög og stjórnmál, utanríkismál, kynþáttamál osfrv.  Í námskeiðinu er mest áhersla lögð á að kynna nemendum þróun þessara málaflokka frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til dagsins í dag. Námskeiðinu lýkur með tveggja tíma skriflegu prófi.

X

Breskar bókmenntir 1789-1954 (ENS110G)

Sögulegt yfirlit yfir breskar bókmenntir á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, bæði ljóð, smásögur, leikrit og skáldsögur. Nemendur lesa og greina verk rómantísku skáldanna (m.a. Wordsworth, Byron, Shelley og Keats), helstu verk Viktoríutímabilsins (m.a. Tennyson, Browning, Gaskell, Wilde) og nýrri höfunda (Yeats, Joyce). Helstu hugtök varðandi greiningu bókmennta eru kynnt. Öll kennsla fer fram á ensku.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Ensk málsaga (ENS201G)

Yfirlit yfir sögu og þróun enskrar tungu.

X

Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða (ENS202G)

Þetta er annað af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum og fjallar um hvernig orð eru sett saman til að mynda setningar. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Ensk ritþjálfun (ENS203G)

Hæfnin að skrifa góða ensku er forkrafa allra annarra námskeiða í Enskudeild Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðvelda nemendum að tjá sig á skrifuðu máli í gegnum kennslu og þjálfun, og byggja upp sjálfstraust í fræðilegri ritun. Verkefnin námskeiðsins samanstanda af ritunaræfingum og ritgerðum byggðum bæði á frum-  og  eftirheimildum. Rík áhersla er lögð á skipulega framsetningu á efnisþáttum, auk góðs ritstíls. Meginmarkmiðið er að nemendur skilji ritunarferlið og þrói með sér sinn eigin stíl.

X

Bandarísk menningarsaga (ENS204G)

 • Markmið þessa námskeiðs er að taka til athugunar merkustu tímamótin í sögu Bandaríkjanna, allt frá því að innflytjendur tóku að streyma þangað og fram til okkar tíma.
 • Sérstök áhersla verður lögð á borgarastyrjöldina og uppbyggingartímann sem fylgdi í kjölfarið, auk þess sem fæst yfirsýn á 20. og 21. öldina.
 • Jafnframt verður lögð áhersla á reynsluheim jaðarhópa (frumbyggja, og bandaríkjamenn af afrískum, suður/miðamerískum, og asískum uppruna, hinsegin hópa, ásamt réttindi kvenna) í sögu BNA, frá upphafi til okkar daga.
X

Bandarískar bókmenntir (ENS205G)

Menningarsögulegt yfirlit yfir bandarískar bókmenntir.

X

Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603 (ENS346G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá upphafi miðalda þar til valdatími Elísabetar I var á enda.

MIKILVÆGT: Námskeiðið er fyrri hluti námskeiðsins ENS303G Breskar bókmenntir II (því hefur nú verið skipt upp í tvö námskeið sem kennd eru sitthvort misserið). Nemendur sem hafa lokið ENS303G geta ekki tekið þetta námskeið.

X

Bókmenntir og ritun (ENS315G, ENS328G)

Þetta námskeið fjallar sérstaklega um ritun í bókmenntum. Nemendur fá tækifæri til að auka skilning og færni í ritun um bókmenntir. Fjallað verður um ritunarhefðir og þær skoðaðir í ljósi enskra bókmennta frá sögulegu sjónarhorni en einnig þvert á textategundir (ljóð, skáldsögur og leikrit). Áhersla verður lögð á gagnrýni, skoðun og umræður sem tæki til að skilja og greina bókmenntatexta og auka færni nemenda í að rannsaka, skipuleggja, skrifa og endurrita texta um bókmenntir.

X

Málvísindi og ritun (ENS315G, ENS328G)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur þjálfist í að lesa, skilja og skrifa efni sem tengist málvísindum. Áhersla verður lögð á að auka færni nemenda í akademískri ferlisritun, efnistökum, prófarkalestri og endurritun, og að þróa persónulegan stíl. Auk ritunarverkefna og ritgerða verður fjölbreytilegt lesefni skoðað og greint. Nemendur fá tækifæri til að styrkja færni sína í rannsóknaraðferðum og í notkun APA heimildakerfisins.

X

Bókmenntafræði (enska) (ENS329G)

Inngangur að helstu kenningum nútíma bókmenntafræði, greiningu og gagnrýni á bókmenntatextum. Helstu fræðigreinar eru skoðaðar, m.a. formalismi, strúktúralismi, femínismi, hinsegin fræði, póstmódernismi, marxismi, nýlendustefna og "græn" gagnrýni.

Tveir fyrirlestrar á viku. Tvö heimapróf (20% hvort) og lokapróf (40%) ásamt heimaverkefni (ritgerð, 20%). Nemendur í fjarnámi velkomnir - öll próf tekin í rafrænu formi.

X

Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS505G)

Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Tudor tímabilið og Tudor fjölskylduna í nútíma (aðallega 21. aldar) skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu, en aðrar persónur tengdar þeim einnig skoðaðar eftir föngum. Nemendur lesa valin verk sem fjalla á einn eða annan hátt um Hinrik áttunda og Elísabetu fyrstu og valdatíð þeirra, ásamt því að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem byggð eru á lífi og valdatíð þeirra. Áhersla er einnig lögð á greiningu á þeim mikla áhuga á Tudor tímabilinu sem birtist meðal annars í dægurmenningu og umræðu á samfélagsmiðlum. Að auki verður eftir efnum farið yfir sögulegar, bókmenntalegar og menningarlegar túlkanir á hlutverki Tudor fjölskyldunnar í samhengi við menningar- og samfélagslegar áherslur samtímans. 

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Markmið:
Að kennaranemar

 • kunni skil á helstu hugmyndum og kenningum um tungumálanám og tungumálakennslu
 • skilji eðli mismunandi kennsluaðferða
 • átti sig á mismunandi námsaðferðum (learner strategies) einstaklinga
 • þekki helstu hugtök sem tengjast kennslufræði erlendra mála
 • kunni skil á markmiðum Aðalnámskrár og geti tengt þau námsefni, ítarefni og kennslu
 • kunni skil á námsefni og ítarefni og geti lagt mat á það
 • viti hvar þeir geti leitað fanga til að efla fagmennsku sína og þróast í starfi.

Viðfangsefni:
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu. Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind og námsefni skoðað og metið. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)

This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS348G)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Breskar bókmenntir 1603-1789 (ENS455G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá 17. og 18. öld í bundnu og óbundnu máli.

X

Samtímafantasíubókmenntir (ENS616G)

Þetta námskeið mun kynna fyrir nemendum fræðilegar nálganir eftir Brian Attebery, Stefan Ekman og Föruh Mendlesohn og notast við þær til þess að rýna í fantasíubókmenntir samtímans sem ögra skilning okkar á hvað fantasíur eru og innihalda. Margir lesendur tengja fantasíubókmenntir við langar ferðir í gegnum sveitaleg landslög, ónáttúrulegar mannverur eða galdrahluti, en þetta námskeið beinir sjónum sínum að nýlegri textum sem gefnir hafa verið út s.l. tvo áratugi þar sem talsverða samfélagslega gagnrýni er að finna frekar en þessar svokölluðu stöðluðu útfærslur af fantasíum sem hafa mótað skilning á fantasíubókmenntum hingað til.

Hver eining innan námskeiðsins mun beina sjónum sínum að mismunandi undirflokkum innan fantasíubókmennta ásamt sérstökum fræðilegum aðferðafræðum.

Lesefni þessa námskeiðs er: The Fifth Season (2015) eftir N. K. Jemisin, Vicious (2013) eftir V. E. Schwab, Ninth House (2018) eftir Leigh Bardugo, Three Parts Dead (2012) eftir Max Gladstone og The Lies of Locke Lamora (2006) eftir Scott Lynch, ásamt fræðilegum greinum og textum. Kennari námskeiðsins úthlutar fræðilegum greinum og textum til nemenda.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er nýtt samstarfs- og tilraunaverkefni deildarinnar.

Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn (3 vikur) er í umsjón bókmenntafræðings sem leiðir nemendur í gegnum lestur og skilning á verkinu.

Nemendur vinna með verkið á sínu tungumáli en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Seinni hlutinn (9 vikur) er í höndum umsjónarmanns námskeiðsins (Ásta Ingibjartsóttir) með aðstoð kennara í þeim tungumálum sem eru skráð í námskeiðið.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt, koma inn í seinni hlutann og aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Það er mikilvægt að nemendur vinni vel í fyrri hluta námskeiðsins; lesið verkið markvisst.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta tilraunaverkefni nái markmiðum sínum.

Markmið:

 • Þjálfa tjáningu á markmálinu.
 • Hópvinna.
 • Kynna leikbókmenntir.
 • Greining á leikbókmenntum.
 • Efla sköpunarmátt tungumálanámsins.
 • Uppsetning á völdum senum úr þekktu verki á mismunandi tungumálum.
 • Efla samstarf milli greina í deildinni.
X

Milton’s Paradise Lost: Poetry, History, Interpretation (ENS615G)

The course offers an in-depth study of John Milton’s great epic Paradise Lost (1667-1674) in its poetic, intellectual, historical, and theological complexity. Our conversations about the poem will be guided by three interrelated concerns. We will pay nuanced attention to the form of Milton’s text: his experimentation with prosody, the artistry of his language, the intricacy of his rhetorical designs, his dazzling structures of imagery, the interweaving of narrative voices and modes. We will also be interested in Milton’s radical intervention in the genre of epic poetry and his ongoing dialogue with Homer, Virgil, Tasso, Ariosto, Spenser, and others. Finally, to facilitate our interpretation of Paradise Lost we will consider the text’s engagements with multifarious cultural, political, social, and religious contexts of seventeenth-century England. We will engage with a host of issues, from book history and Renaissance theories of the imagination to economy and warfare, from law and gender to colonialism and empire, from sexuality and theology to new science and philosophy.

X

Kvikmyndir og feminismi (ENS462G)

Í þessu námskeiði skoðum við nokkra af þeim lykiltextum og málefnum sem varða

Aðlögunarkenningar og gagnrýni og lesum úr kvikmyndum og þeim bókum sem þær byggja á. Flestar þeirra kvikmynda sem við munum skoða koma frá Bandaríkjunum, en þó verða inná milli sýndar myndir frá Evrópu. Spurningar hvernig innrömmun líkama kynjanna tveggja er háttað útfrá vægi, veldi eða veikleika þeirra verða gaumgæfðar ítarlega, hvernig erótísk spenna er byggð upp í myndfléttum og hvernig helsi og eða frelsi persónanna er aukið, viðhaldið ellegar brotið á bak aftur í atburðarásinni. Jafnframt verður lögð áhersla á þær spurningar er varða persónur og leikendur bíómyndanna sem hægt er að skoða sem persónugerfinga ákveðinnar hugmyndafræði eða mýta og spurt hvort hið persónulega sé jafnan speglun á hið pólitíska.

X

Mikilvægi skynsamlegra, járnnegldra skósóla: Þjóðfræðin í Diskheimi Terry Pratchetts (ENS614G)

Í námskeiðinu Mikilvægi skynsamlegra, járnnegldra skósóla: Þjóðfræðin í Diskheimi Terry Pratchetts1 verða lesnar valdar skáldsögur eftir Sir Terry Pratchett og þær rýndar með áherslu á þjóðfræði efnið sem í þeim er að finna. Pratchett hafði einstakt lag á að flétta saman í Diskheims sögum sínum furðusagnaformi bókmenntanna, þjóðfræðiefni og mannlegu samfélagi, flétta sem er einmitt viðfangsefni námskeiðsins. Pratchett hefur verið eignaður heiðurinn að nýrri bókmennta undirgerð sem kölluð er gamansamar furðusögur.

Fræðilegur og kenningarlegur brennipunktur verður annarsvegar á bókmenntalega rýni og hins vegar á hvað þjóðfræði er, með áherslu á sagnir, ævintýri og þjóðtrú. Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að kynnast og bera saman þjóðfræðiefni frá Englandi og Íslandi og skoða hvernig það birtist svo í Diskheimi. Markmiði er einnig að skoða hvernig Pratchett sótti sér innblástur í Hnattheim.2  Viðbótar vídd námskeiðsins felst svo í þverfaglegri fræðilegri nálgun á milli enskra bókmennta og þjóðfræða.

_________________

1 Titillinn vísar til hugmynda Granny Wetherwax* um hentugan fótabúnað fyrir vinnandi nornir. Ef marka má þjóðfræðina þá er mikilvægt að hafa alltaf á sér svolítið járn. Járnnegldir sólarnir uppfylla þannig þjóðtrúna.

*Granny Wetherwax er ein af aðalsöguhetjunum í Diskheims bókaflokknum. †

†Pratchett var aðdáandi margfaldra neðanmálsgreina og nýtti þær af mikilli snilli.

2 Pratchett og aðdáendur hans kalla raunveruleika okkar hér á plánetunni Jörð oftar en ekki hnattheim.

X

Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)

Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.

X

Skáldsögur og 11. sept: Bókmenntir og menning eftir 11. september (ENS616M)

Þann 11. september 2001 var tveimur flugvélum flogið inn í Tvíburaturnana (WTC), en þeir féllu síðan og heiminn rak í rogastans. Næstum tveir áratugir hafa liðið frá árásunum, en afleiðingar þessa stórkostlega áfalls ná enn langt út fyrir Ground Zero. Eðli áfalla er að þau rústa fyrri reglu; þarafleiðandi er eðlilegt að bókmenntir, sem fanga í tungumáli og í gegnum karaktera sannleika um það hvað það er að vera mannlegur, þurfi að takast á við atburði sem rústa reglu hlutanna.

Þetta námskeið rannsakar gagnrýnin stílbrögð sem rithöfundar nota til að segja frá áfalli og eftirköstunum, sérstaklega í tengslum við ellefta september. Að auki smásagna og ljóða munu nemendur takast á við The Road eftir Cormac McCarthy, Extremely Loud and Incredibly Close eftir Jonathan Saffran Foer, Dept. of Speculation eftir Jenny Offill, og Let the Great World Spin eftir Colum McCann, en einnig brot úr The Empathy Exams eftir Leslie Jamison og Redeployment eftir Phil Klay. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir ríkjandi stefnum í áfalla-kenningu/m bókmennta.

X

Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)

The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth.  This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit.  Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.

On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Tvítyngi (ENS412G)

Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.

X

Æsibókmenntir (ENS511G)

Forgery, bigamy, theft, and murder— these are just some of the topics broached in sensation fiction, a subgenre of British literature popular in the 1860s-1870s. Influenced by gothic and romantic fiction as well as the Newgate novels of the 1820s-1840s, sensation novels generally revolve around secrecy, deception, and loss or mistaken identity. In touching upon such subjects, they underscore the Victorian preoccupation with the self as a stable or knowable entity and with emerging technologies and innovations that could be used to reveal and conceal crimes and the criminal masterminds behind them. In this course, we will examine representative works to understand their popularity and their critical reception. Moreover, we will look at how they reflect certain cultural trends and anxieties and what both suggest about mid-to-late nineteenth-century British society.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET502G, ÍET403G)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega það sem varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t  tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig á að beita þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET502G, ÍET403G)

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Vettvangsnám (2 ECTS) á yngsta stigi grunnskólanns tilheyrir námskeiðinu.Nemendur kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

Vinnulag
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)

Viðfangsefni:
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Í vettvangsnáminu fá þeir þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

X

Tvítyngi (ENS412G)

Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.

X

Uppruni enskra orða (ENS350M)

Þetta námskeið fjallar um enskan orðaforða frá ólíkum hliðum. Á meðal viðfangsefna eru atriði eins og nöfn á börnum, örnefni, hlutverk fagmáls, gildi slangurs og kímni í mállýskum. Einnig verður hugað að því hvernig meta skal stærð orðaforðans og hvernig tungumál hafa áhrif hvert á annað. Loks verður fjallað um sögu orða og málbreytingar. Meginspurningin er: Hvaðan koma orðin?

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS505G)

Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Tudor tímabilið og Tudor fjölskylduna í nútíma (aðallega 21. aldar) skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu, en aðrar persónur tengdar þeim einnig skoðaðar eftir föngum. Nemendur lesa valin verk sem fjalla á einn eða annan hátt um Hinrik áttunda og Elísabetu fyrstu og valdatíð þeirra, ásamt því að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem byggð eru á lífi og valdatíð þeirra. Áhersla er einnig lögð á greiningu á þeim mikla áhuga á Tudor tímabilinu sem birtist meðal annars í dægurmenningu og umræðu á samfélagsmiðlum. Að auki verður eftir efnum farið yfir sögulegar, bókmenntalegar og menningarlegar túlkanir á hlutverki Tudor fjölskyldunnar í samhengi við menningar- og samfélagslegar áherslur samtímans. 

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Markmið:
Að kennaranemar

 • kunni skil á helstu hugmyndum og kenningum um tungumálanám og tungumálakennslu
 • skilji eðli mismunandi kennsluaðferða
 • átti sig á mismunandi námsaðferðum (learner strategies) einstaklinga
 • þekki helstu hugtök sem tengjast kennslufræði erlendra mála
 • kunni skil á markmiðum Aðalnámskrár og geti tengt þau námsefni, ítarefni og kennslu
 • kunni skil á námsefni og ítarefni og geti lagt mat á það
 • viti hvar þeir geti leitað fanga til að efla fagmennsku sína og þróast í starfi.

Viðfangsefni:
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu. Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind og námsefni skoðað og metið. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)

This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS348G)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G, KLM102G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM101G, KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Samtímafantasíubókmenntir (ENS616G)

Þetta námskeið mun kynna fyrir nemendum fræðilegar nálganir eftir Brian Attebery, Stefan Ekman og Föruh Mendlesohn og notast við þær til þess að rýna í fantasíubókmenntir samtímans sem ögra skilning okkar á hvað fantasíur eru og innihalda. Margir lesendur tengja fantasíubókmenntir við langar ferðir í gegnum sveitaleg landslög, ónáttúrulegar mannverur eða galdrahluti, en þetta námskeið beinir sjónum sínum að nýlegri textum sem gefnir hafa verið út s.l. tvo áratugi þar sem talsverða samfélagslega gagnrýni er að finna frekar en þessar svokölluðu stöðluðu útfærslur af fantasíum sem hafa mótað skilning á fantasíubókmenntum hingað til.

Hver eining innan námskeiðsins mun beina sjónum sínum að mismunandi undirflokkum innan fantasíubókmennta ásamt sérstökum fræðilegum aðferðafræðum.

Lesefni þessa námskeiðs er: The Fifth Season (2015) eftir N. K. Jemisin, Vicious (2013) eftir V. E. Schwab, Ninth House (2018) eftir Leigh Bardugo, Three Parts Dead (2012) eftir Max Gladstone og The Lies of Locke Lamora (2006) eftir Scott Lynch, ásamt fræðilegum greinum og textum. Kennari námskeiðsins úthlutar fræðilegum greinum og textum til nemenda.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er nýtt samstarfs- og tilraunaverkefni deildarinnar.

Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn (3 vikur) er í umsjón bókmenntafræðings sem leiðir nemendur í gegnum lestur og skilning á verkinu.

Nemendur vinna með verkið á sínu tungumáli en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Seinni hlutinn (9 vikur) er í höndum umsjónarmanns námskeiðsins (Ásta Ingibjartsóttir) með aðstoð kennara í þeim tungumálum sem eru skráð í námskeiðið.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt, koma inn í seinni hlutann og aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Það er mikilvægt að nemendur vinni vel í fyrri hluta námskeiðsins; lesið verkið markvisst.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta tilraunaverkefni nái markmiðum sínum.

Markmið:

 • Þjálfa tjáningu á markmálinu.
 • Hópvinna.
 • Kynna leikbókmenntir.
 • Greining á leikbókmenntum.
 • Efla sköpunarmátt tungumálanámsins.
 • Uppsetning á völdum senum úr þekktu verki á mismunandi tungumálum.
 • Efla samstarf milli greina í deildinni.
X

Milton’s Paradise Lost: Poetry, History, Interpretation (ENS615G)

The course offers an in-depth study of John Milton’s great epic Paradise Lost (1667-1674) in its poetic, intellectual, historical, and theological complexity. Our conversations about the poem will be guided by three interrelated concerns. We will pay nuanced attention to the form of Milton’s text: his experimentation with prosody, the artistry of his language, the intricacy of his rhetorical designs, his dazzling structures of imagery, the interweaving of narrative voices and modes. We will also be interested in Milton’s radical intervention in the genre of epic poetry and his ongoing dialogue with Homer, Virgil, Tasso, Ariosto, Spenser, and others. Finally, to facilitate our interpretation of Paradise Lost we will consider the text’s engagements with multifarious cultural, political, social, and religious contexts of seventeenth-century England. We will engage with a host of issues, from book history and Renaissance theories of the imagination to economy and warfare, from law and gender to colonialism and empire, from sexuality and theology to new science and philosophy.

X

Kvikmyndir og feminismi (ENS462G)

Í þessu námskeiði skoðum við nokkra af þeim lykiltextum og málefnum sem varða

Aðlögunarkenningar og gagnrýni og lesum úr kvikmyndum og þeim bókum sem þær byggja á. Flestar þeirra kvikmynda sem við munum skoða koma frá Bandaríkjunum, en þó verða inná milli sýndar myndir frá Evrópu. Spurningar hvernig innrömmun líkama kynjanna tveggja er háttað útfrá vægi, veldi eða veikleika þeirra verða gaumgæfðar ítarlega, hvernig erótísk spenna er byggð upp í myndfléttum og hvernig helsi og eða frelsi persónanna er aukið, viðhaldið ellegar brotið á bak aftur í atburðarásinni. Jafnframt verður lögð áhersla á þær spurningar er varða persónur og leikendur bíómyndanna sem hægt er að skoða sem persónugerfinga ákveðinnar hugmyndafræði eða mýta og spurt hvort hið persónulega sé jafnan speglun á hið pólitíska.

X

Mikilvægi skynsamlegra, járnnegldra skósóla: Þjóðfræðin í Diskheimi Terry Pratchetts (ENS614G)

Í námskeiðinu Mikilvægi skynsamlegra, járnnegldra skósóla: Þjóðfræðin í Diskheimi Terry Pratchetts1 verða lesnar valdar skáldsögur eftir Sir Terry Pratchett og þær rýndar með áherslu á þjóðfræði efnið sem í þeim er að finna. Pratchett hafði einstakt lag á að flétta saman í Diskheims sögum sínum furðusagnaformi bókmenntanna, þjóðfræðiefni og mannlegu samfélagi, flétta sem er einmitt viðfangsefni námskeiðsins. Pratchett hefur verið eignaður heiðurinn að nýrri bókmennta undirgerð sem kölluð er gamansamar furðusögur.

Fræðilegur og kenningarlegur brennipunktur verður annarsvegar á bókmenntalega rýni og hins vegar á hvað þjóðfræði er, með áherslu á sagnir, ævintýri og þjóðtrú. Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að kynnast og bera saman þjóðfræðiefni frá Englandi og Íslandi og skoða hvernig það birtist svo í Diskheimi. Markmiði er einnig að skoða hvernig Pratchett sótti sér innblástur í Hnattheim.2  Viðbótar vídd námskeiðsins felst svo í þverfaglegri fræðilegri nálgun á milli enskra bókmennta og þjóðfræða.

_________________

1 Titillinn vísar til hugmynda Granny Wetherwax* um hentugan fótabúnað fyrir vinnandi nornir. Ef marka má þjóðfræðina þá er mikilvægt að hafa alltaf á sér svolítið járn. Járnnegldir sólarnir uppfylla þannig þjóðtrúna.

*Granny Wetherwax er ein af aðalsöguhetjunum í Diskheims bókaflokknum. †

†Pratchett var aðdáandi margfaldra neðanmálsgreina og nýtti þær af mikilli snilli.

2 Pratchett og aðdáendur hans kalla raunveruleika okkar hér á plánetunni Jörð oftar en ekki hnattheim.

X

Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)

Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.

X

Skáldsögur og 11. sept: Bókmenntir og menning eftir 11. september (ENS616M)

Þann 11. september 2001 var tveimur flugvélum flogið inn í Tvíburaturnana (WTC), en þeir féllu síðan og heiminn rak í rogastans. Næstum tveir áratugir hafa liðið frá árásunum, en afleiðingar þessa stórkostlega áfalls ná enn langt út fyrir Ground Zero. Eðli áfalla er að þau rústa fyrri reglu; þarafleiðandi er eðlilegt að bókmenntir, sem fanga í tungumáli og í gegnum karaktera sannleika um það hvað það er að vera mannlegur, þurfi að takast á við atburði sem rústa reglu hlutanna.

Þetta námskeið rannsakar gagnrýnin stílbrögð sem rithöfundar nota til að segja frá áfalli og eftirköstunum, sérstaklega í tengslum við ellefta september. Að auki smásagna og ljóða munu nemendur takast á við The Road eftir Cormac McCarthy, Extremely Loud and Incredibly Close eftir Jonathan Saffran Foer, Dept. of Speculation eftir Jenny Offill, og Let the Great World Spin eftir Colum McCann, en einnig brot úr The Empathy Exams eftir Leslie Jamison og Redeployment eftir Phil Klay. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir ríkjandi stefnum í áfalla-kenningu/m bókmennta.

X

Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)

The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth.  This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit.  Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.

On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Tvítyngi (ENS412G)

Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.

X

Æsibókmenntir (ENS511G)

Forgery, bigamy, theft, and murder— these are just some of the topics broached in sensation fiction, a subgenre of British literature popular in the 1860s-1870s. Influenced by gothic and romantic fiction as well as the Newgate novels of the 1820s-1840s, sensation novels generally revolve around secrecy, deception, and loss or mistaken identity. In touching upon such subjects, they underscore the Victorian preoccupation with the self as a stable or knowable entity and with emerging technologies and innovations that could be used to reveal and conceal crimes and the criminal masterminds behind them. In this course, we will examine representative works to understand their popularity and their critical reception. Moreover, we will look at how they reflect certain cultural trends and anxieties and what both suggest about mid-to-late nineteenth-century British society.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET502G, ÍET403G)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega það sem varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t  tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig á að beita þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET502G, ÍET403G)

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Vettvangsnám (2 ECTS) á yngsta stigi grunnskólanns tilheyrir námskeiðinu.Nemendur kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

Vinnulag
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)

Viðfangsefni:
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Í vettvangsnáminu fá þeir þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

X

Tvítyngi (ENS412G)

Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.

X

Uppruni enskra orða (ENS350M)

Þetta námskeið fjallar um enskan orðaforða frá ólíkum hliðum. Á meðal viðfangsefna eru atriði eins og nöfn á börnum, örnefni, hlutverk fagmáls, gildi slangurs og kímni í mállýskum. Einnig verður hugað að því hvernig meta skal stærð orðaforðans og hvernig tungumál hafa áhrif hvert á annað. Loks verður fjallað um sögu orða og málbreytingar. Meginspurningin er: Hvaðan koma orðin?

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV601M)

Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.   

X

Hugarflug norðursins (ÞJÓ211G)

(Kennt á ensku, en nemendur sem þess óska geta skilað verkefnum á íslensku)

Both fixed and relative, lived and imagined, the North has been a reservoir of imaginary potential. In this potentiality, modern subjects -- local and distant -- might regenerate and reinvigorate. The North contains apparent contradictions: beautiful and terrifying, invigorating and deadly. The imagery of such an imagined and real north, read through history, folklore, literature, film, is the subject of this course. Comparative, interdisciplinary, and multi-sited, our investigations focus on the ways in which the construction of the North has been a contested field representing different agendas and offering divergent outcomes.

Teacher of the course: JoAnn Conrad

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Samuel Patrick O´Donnell
 Lára Dawn Michelsen
Samuel Hogarth
Samuel Patrick O´Donnell
Enska - BA nám

Ég valdi ensku sem aðalfag til að skilja hvernig og af hverju bækur eru skrifaðar og til að auka ritfærni mína. Ég hef svo sannarlega náð dýpri skilning á textum og samhengi þeirra hérna í Háskólanum en ég hef líka áttað mig að það er útilokað að skrifa fullkominn texta – lokapunktur ritunar er háður skilafrestinum en ekki kröfu um fullkomnun. Kennararnir búa yfir mikill þekkingu og eru mjög hjálplegir við að benda á ítarefni og að beina nemendum í rétta átt, sem er mjög gott. Það hefur líka verið auðvelt að komast í námshópa með öðrum nemendum. Samnemendur mínir eru mjög næs og hlýir og mér finnst ég algjörlega eiga heima hérna.

Lára Dawn Michelsen
Enska - BA nám

Þar sem ég hef mikinn áhuga á að auka færni mína í ritun á ensku og dýpka þekkingu mína á bókmenntum virtist enskunámið við Háskóla Íslands fullkomið fyrir mig – og það hefur verið raunin. Ég hef kynnst miklu úrvali merkra bókmenntaverka í bókmenntanámskeiðunum, lært að greina þau með gagnrýnum hætti og að átta mig á hvað einkennir merkar bókmenntir. Það sem hefur hrifið mig mest við námið er að ég hef kynnst fólki sem hefur sömu ástríðu fyrir bókmenntum og ég og að eyða heilu tímunum í að ræða um bókmenntaverk og fara djúpt í greiningu á þeim.

Samuel Hogarth
Enska - BA nám

Ég ákvað að læra um verk merkra rithöfunda til að verða betri rithöfundur sjálfur. Eftir því sem ég hef verið lengur við nám í HÍ hef ég jafnframt uppgötvað að mikil skáldverk fela í sér mikilvæga lærdóma; um stöðu okkar sem tegundar, hvers vegna við enduðum þar sem við erum og hvers vegna hegðun okkar er eins og hún er. Ég hef verið mjög ánægður með þá breidd bókmenntagreiningar sem er boðið upp á í BA-náminu í ensku og mér hafa fundist öll námskeiðin bæði skemmtileg og hagnýt. Ef þér finnst gaman að lesa og skrifa eða vilt einfaldlega læra meira um sjálfa þig og vestræna menningu frá sjónarhorni málvísinda og bókmennta þá er þetta rétta námið fyrir þig.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.