Skip to main content

Enska

Enska

Hugvísindasvið

Enska

BA gráða – 180 einingar

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Skipulag náms

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að svara spurningum eins og: hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. akademísku læsi og ritun (framsetningu texta, ritgerðasmíð), heimildaleit, framsögum og fleiru. 

ATHUGIÐ! Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað:

a) BA-nemendum í ensku

b) Nemendum í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) er ekki hafa íslensku sem móðurmál. 

*Nemendur í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) sem hafa íslensku sem fyrsta mál eiga að skrá sig í MOM101G.

X

Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð (ENS101G)

Þetta er hið fyrra af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum, og fjallar um málhljóð og hvernig þau mynda orð. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Mál og maður (ENS102G)

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir helstu viðfangsefni málvísinda. Sérstaklega verður fjallað um þær greinar málvísinda sem leggja áherslu á tengslin á milli tungumáls og málnotanda í víðara samhengi: félagsmálvísindi, tilbrigði í máli, máltöku barna og tileinkun erlendra mála, samband tungumáls og heilastarfsemi, söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði og samskipti dýra. Megináhersla er á enskt mál en markmiðið er að kynna nemendum í ensku ólík svið málvísinda sem þeir geta kannað nánar á síðari stigum námsins.

X

Bresk og evrópsk menningarsaga (ENS103G)

Yfirlit yfir sögu og menningu Bretlands. Farið er yfir helstu þætti bresks þjóðlífs svo sem trúmál, menntamál, heilbrigðismál, lög og stjórnmál, utanríkismál, kynþáttamál osfrv.  Í námskeiðinu er mest áhersla lögð á að kynna nemendum þróun þessara málaflokka frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til dagsins í dag. Námskeiðinu lýkur með tveggja tíma skriflegu prófi.

X

Breskar bókmenntir 1789-1954 (ENS110G)

Sögulegt yfirlit yfir breskar bókmenntir á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, bæði ljóð, smásögur, leikrit og skáldsögur. Nemendur lesa og greina verk rómantísku skáldanna (m.a. Wordsworth, Byron, Shelley og Keats), helstu verk Viktoríutímabilsins (m.a. Tennyson, Browning, Gaskell, Wilde) og nýrri höfunda (Yeats, Joyce). Helstu hugtök varðandi greiningu bókmennta eru kynnt. Öll kennsla fer fram á ensku.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Ensk málsaga (ENS201G)

Yfirlit yfir sögu og þróun enskrar tungu.

X

Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða (ENS202G)

Þetta er annað af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum og fjallar um hvernig orð eru sett saman til að mynda setningar. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Ensk ritþjálfun (ENS203G)

Hæfnin að skrifa góða ensku er forkrafa allra annarra námskeiða í Enskudeild Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðvelda nemendum að tjá sig á skrifuðu máli í gegnum kennslu og þjálfun, og byggja upp sjálfstraust í fræðilegri ritun. Verkefnin námskeiðsins samanstanda af ritunaræfingum og ritgerðum byggðum bæði á frum-  og  eftirheimildum. Rík áhersla er lögð á skipulega framsetningu á efnisþáttum, auk góðs ritstíls. Meginmarkmiðið er að nemendur skilji ritunarferlið og þrói með sér sinn eigin stíl.

X

Bandarísk menningarsaga (ENS204G)

  • Markmið þessa námskeiðs er að taka til athugunar merkustu tímamótin í sögu Bandaríkjanna, allt frá því að innflytjendur tóku að streyma þangað og fram til okkar tíma.
  • Sérstök áhersla verður lögð á borgarastyrjöldina og uppbyggingartímann sem fylgdi í kjölfarið, auk þess sem fæst yfirsýn á 20. og 21. öldina.
  • Jafnframt verður lögð áhersla á reynsluheim jaðarhópa (frumbyggja, og bandaríkjamenn af afrískum, suður/miðamerískum, og asískum uppruna, hinsegin hópa, ásamt réttindi kvenna) í sögu BNA, frá upphafi til okkar daga.
X

Bandarískar bókmenntir (ENS205G)

Menningarsögulegt yfirlit yfir bandarískar bókmenntir.

X

Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603 (ENS346G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá upphafi miðalda þar til valdatími Elísabetar I var á enda.

MIKILVÆGT: Námskeiðið er fyrri hluti námskeiðsins ENS303G Breskar bókmenntir II (því hefur nú verið skipt upp í tvö námskeið sem kennd eru sitthvort misserið). Nemendur sem hafa lokið ENS303G geta ekki tekið þetta námskeið.

X

Bókmenntir og ritun (ENS315G, ENS328G)

Þetta námskeið fjallar sérstaklega um ritun í bókmenntum. Nemendur fá tækifæri til að auka skilning og færni í ritun um bókmenntir. Fjallað verður um ritunarhefðir og þær skoðaðir í ljósi enskra bókmennta frá sögulegu sjónarhorni en einnig þvert á textategundir (ljóð, skáldsögur og leikrit). Áhersla verður lögð á gagnrýni, skoðun og umræður sem tæki til að skilja og greina bókmenntatexta og auka færni nemenda í að rannsaka, skipuleggja, skrifa og endurrita texta um bókmenntir.

X

Málvísindi og ritun (ENS315G, ENS328G)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur þjálfist í að lesa, skilja og skrifa efni sem tengist málvísindum. Áhersla verður lögð á að auka færni nemenda í akademískri ferlisritun, efnistökum, prófarkalestri og endurritun, og að þróa persónulegan stíl. Auk ritunarverkefna og ritgerða verður fjölbreytilegt lesefni skoðað og greint. Nemendur fá tækifæri til að styrkja færni sína í rannsóknaraðferðum og í notkun APA heimildakerfisins.

X

Bókmenntafræði (enska) (ENS329G)

Þetta námskeið veitir yfirlit yfir helstu strauma og hugtök í nútíma bókmenntafræði og bókmenntarýni og yfir viðteknar hefðir og inntak bókmenntarannsókna. Meðal helstu strauma í bókmenntakenningum eru strúktúralismi, feminismi, hinsegin fræði, póstmódernismi, Marxismi, efturlendufræði, pósthúmanismi, og vistfræði. Markmið námskeiðsins er að efla færni nemenda í að lesa frá fræðilegu og gagnrýnu sjónarhorni.

Mimisserispróf:
Miðmisseris ritgerð, 1000-1,500 orð. 35% (heimaverkefni, file upload)

Lokapróf:
Próf (kenningarmiðað) 25% (stuttar spurningar á staðnum í inspera)
Lokaritgerð 40% (heimaverkefni, file upload)

X

Cosmic Tragedies: Science Fiction (ENS516G)

This course aims to introduce students to the varied and rich world of science fiction, a genre that both incorporates and shapes cultural and cosmological inscriptions of space, the future, extraterrestrial worlds, and the possibilities of intergalactic travel. Our readings will include classic as well as obscure works of science fiction, with the goal of tracking developments in the genre over the past 100 years. So too, we will explore landmark science fiction films, paying attention to aesthetic and formal differences between visual media and prose. The course will consider works that cross cultural and national boundaries, but it will also interrogate how such works engage with contemporary sociopolitical concerns. Finally, we will situate works of science fiction in the context of ongoing developments in contemporary cosmology, a field that has undergone exponential growth over the past several decades.

X

Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)

Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind.Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Bresk skáldsagnagerð á 19. öld (ENS333G)

Þetta námskeið fjallar um bresku skáldsöguna á 19. öld. Farið verður yfir þróun skáldsagnagerðar á Bretlandseyjum á þessum tíma og lesin valin skáldverk eftir helstu höfunda tímabilsins. Einnig verður fjallað um þá þætti sögu og menningar Bretlands sem liggja að baki þróunar skáldsögunnar á þessum tíma. Nemendur vinna margvísleg verkefni tengd efni námskeiðsins.

X

Inngangur að sögulegum málvísindum (ENS347G)

Fjallað verður um grundvallaratriði í málbreytingum, aðferðir sögulegra málvísinda, endurgerð tungumála, félagsmálfræðilega þætti í málbreytingum, samband tungumála, tilurð og dauða tungumála, forsögu tungumála og tengsl skyldra og fjarskyldra tungumála.

X

Svimandi hæðir & ógnardjúp rómantíkurinnar (ENS458G)

Hið fagra og hið upphafna, einsetumaðurinn og umbótasinninn, skrímsli í sjón og reynd – rómantíkin tekur til allra þessara og fleiri þátta. Í rómantískum bókmenntum verður lesendum ljós mikilvægi fullrar vitundar og að vera á valdi skynfæranna og ímyndunaraflsins. Á námskeiðinu kynnast nemendur úrvali breskra og bandarískra verka frá umbrotatíma rómantíkurinnar, og ýmist svífa á milli tilfinningatoppa eða steypast í hyldjúp þessarar formgerðar.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Breskar bókmenntir 1603-1789 (ENS455G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá 17. og 18. öld í bundnu og óbundnu máli.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Skáldsögur og 11. sept: Bókmenntir og menning eftir 11. september (ENS616M)

Þann 11. september 2001 var tveimur flugvélum flogið inn í Tvíburaturnana (WTC), en þeir féllu síðan og heiminn rak í rogastans. Næstum tveir áratugir hafa liðið frá árásunum, en afleiðingar þessa stórkostlega áfalls ná enn langt út fyrir Ground Zero. Eðli áfalla er að þau rústa fyrri reglu; þarafleiðandi er eðlilegt að bókmenntir, sem fanga í tungumáli og í gegnum karaktera sannleika um það hvað það er að vera mannlegur, þurfi að takast á við atburði sem rústa reglu hlutanna.

Þetta námskeið rannsakar gagnrýnin stílbrögð sem rithöfundar nota til að segja frá áfalli og eftirköstunum, sérstaklega í tengslum við ellefta september. Að auki smásagna og ljóða munu nemendur takast á við The Road eftir Cormac McCarthy, Gilead eftir Marilynne Robinson, The Submission eftir Amy Waldman, og The Kite Runner eftir Khaled Hosseini. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir ríkjandi stefnum í áfalla-kenningu/m bókmennta.

X

Þróun tungumála: breytingar, tilviljun og val (ENS465G)

Í þessu námskeiði er farið yfir lykilþætti í sögulegra málvísinda. Þar er lögð áhersla á skyldleika tungumála, aðferðir í sögulegum samanburðarmálvísindum, endurgerð eldri málstiga og uppruna og útbreiðslu málbreytinga. Sérstakar tilviksathuganir fela í sér að skoða ensku og skyld tungumál „með augum Marsbúa“, þær takmarkanir sem eru á endurgerð, raunveruleika frummála og sambýli mála á eldri stigum.

X

Shakespeare (ENS451G)

In this course we will read five plays by William Shakespeare written across his career as a dramatist. Through detailed analysis of the plays, we will investigate Shakespeare’s innovative approach to genre, the intricacies of his language, the depth of his poetic imagination, the richness of allusion to the historical, cultural, and social issues of Renaissance England, and the insistent probing of the conventions and material realities of the early modern theatre.

Please note that this is course is NOT open to DE students.

X

Leyndarmál og hneyksli: Æsibókmenntir (ENS511G)

Forgery, bigamy, theft, and murder— these are just some of the topics broached in sensation fiction, a subgenre of British literature popular in the 1860s-1870s. Influenced by gothic and romantic fiction as well as the Newgate novels of the 1820s-1840s, sensation novels generally revolve around secrecy, deception, and loss or mistaken identity. In touching upon such subjects, they underscore the Victorian preoccupation with the self as a stable or knowable entity and with emerging technologies and innovations that could be used to reveal and conceal crimes and the criminal masterminds behind them. In this course, we will examine representative works to understand their popularity and their critical reception. Moreover, we will look at how they reflect certain cultural trends and anxieties and what both suggest about mid-to-late nineteenth-century British society.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)

The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth.  This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit.  Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.

On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Hugræna sveiflan: Form og merking í tungumáli og bókmenntum (ENS610G)

Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig beita má hugrænum málvísindakenningum í bókmenntum. Hugrænt viðhorf til tungumála felst í því hvernig við skiljum orð og orðtök á grundvelli hugrænnar getu okkar og þroska. Af þessu viðhorfi hafa sprottið ólíkar fræðikenningar um það hvernig við sköpum merkingu og skiljum tungumálið. Í námskeiðinu verður fjallað um kenningar um hugtakalíkingar og blöndun og þeim beitt á notkun tungumáls og samskipta í samfélagi, bókmenntum og listum. Fjallað verður ítarlega um tilteknar kenningar og lögð áhersla á að þróa þær sem greiningaraðferðir. Ætlast er til af nemendum að þeir leggi fram og greini efni sem kynnt verður í tímum.

X

Emily Dickinson and her Descendants (ENS464G)

This course focuses on the poetry of Emily Dickinson and the works of authors who have drawn inspiration from her writings. Neglected during her lifetime, Dickinson’s poems have gained posthumous recognition as some of the most original and influential works in American literature. Her poems famously explore the depths of individual solitude and questions about the self’s limitations and mortality, but they also incorporate diverse aspects of her social, cultural, and religious context, representing and troubling some of the most pressing issues of the day. At the same time, her poetry touches upon developments in past and present literary movements while also anticipating the stylistic and thematic innovations that would define later movements, such as modernism. In examining Dickinson’s poems as well as the select works of later authors, this course will combine close readings of literature with wider perspectives on poetic influence in American culture.

X

Tungumál heims (ENS618G)

Þetta námskeið kynnir nemendur á kerfisbundinn hátt fyrir ríkulegum fjölbreytileika tungumála heims. Einnig verða kynnt málvísindaleg hugtök með hjálp verkefna og stuttra æfinga ásamt umfjöllun um nokkur mikilvæg viðfangsefni almennra málvísinda. Gerð er grein fyrir málfræðilegri og landfræðilegri vitneskju okkar um helstu tungumálafjölskyldur heims og raktar hugmyndir um uppruna þeirra. Að auki hjálpa mikilvægar lýðfræðilegar, félagslegar og sögulegar upplýsingar til við að setja efnið í samhengi og gera tungumálin sem fjallað er um lifandi.

X

Fornar írskar og velskar bókmenntir (ENS619G)

Í þessu námskeiði verða fornar írskar og velskar bókmenntir kynntar fyrir nemendum í enskri þýðingu. Nemendur fá að lesa úrval fornírskra og velskra sagna frá ca. 10–14 öld til að auðga þekkingu þeirra á ríkri menningarsögu Bresku eyjanna. Auk þess, verða saga, menning og tungumál sagnanna kynnt fyrir nemendum. Áherslan er á að auka á skilning og þekkingu nemenda á heimi evrópskra bókmennta almennt, með aðaláherslu á að skoða bókmenntaarf Bretlandseyja sérstaklega. Engrar forkunnáttu í keltneskum málum er krafist.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Cosmic Tragedies: Science Fiction (ENS516G)

This course aims to introduce students to the varied and rich world of science fiction, a genre that both incorporates and shapes cultural and cosmological inscriptions of space, the future, extraterrestrial worlds, and the possibilities of intergalactic travel. Our readings will include classic as well as obscure works of science fiction, with the goal of tracking developments in the genre over the past 100 years. So too, we will explore landmark science fiction films, paying attention to aesthetic and formal differences between visual media and prose. The course will consider works that cross cultural and national boundaries, but it will also interrogate how such works engage with contemporary sociopolitical concerns. Finally, we will situate works of science fiction in the context of ongoing developments in contemporary cosmology, a field that has undergone exponential growth over the past several decades.

X

Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)

Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind.Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Bresk skáldsagnagerð á 19. öld (ENS333G)

Þetta námskeið fjallar um bresku skáldsöguna á 19. öld. Farið verður yfir þróun skáldsagnagerðar á Bretlandseyjum á þessum tíma og lesin valin skáldverk eftir helstu höfunda tímabilsins. Einnig verður fjallað um þá þætti sögu og menningar Bretlands sem liggja að baki þróunar skáldsögunnar á þessum tíma. Nemendur vinna margvísleg verkefni tengd efni námskeiðsins.

X

Inngangur að sögulegum málvísindum (ENS347G)

Fjallað verður um grundvallaratriði í málbreytingum, aðferðir sögulegra málvísinda, endurgerð tungumála, félagsmálfræðilega þætti í málbreytingum, samband tungumála, tilurð og dauða tungumála, forsögu tungumála og tengsl skyldra og fjarskyldra tungumála.

X

Svimandi hæðir & ógnardjúp rómantíkurinnar (ENS458G)

Hið fagra og hið upphafna, einsetumaðurinn og umbótasinninn, skrímsli í sjón og reynd – rómantíkin tekur til allra þessara og fleiri þátta. Í rómantískum bókmenntum verður lesendum ljós mikilvægi fullrar vitundar og að vera á valdi skynfæranna og ímyndunaraflsins. Á námskeiðinu kynnast nemendur úrvali breskra og bandarískra verka frá umbrotatíma rómantíkurinnar, og ýmist svífa á milli tilfinningatoppa eða steypast í hyldjúp þessarar formgerðar.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Tungumál og stjórnmál: Frá Orwell til Chomsky (ENS518M)

Þetta námskeið veitir yfirlit um tengsl tungumáls og stjórnmála. Farið er yfir nokkur lykilskrif um þetta efni og sýnt fram á að það er mikilvægt og öflugt rannsóknarsvið. Tungumálið er ómissandi til að koma af stað, réttlæta, lögfesta og samræma aðgerðir sem og í því að ná samingum í átökum og er sem slíkt í eðli sínu tengt stjórnmálum. Sagan sýnir að hægt er að nota – og stundum misnota – tungumál í pólitískri orðræðu; ein harkalegasta birtingarmynd þess er þegar grafið er undan möguleikum borgarans til þýðingarmikilla pólitískra aðgerða með mjög áhrifaríkum kerfum innrætingar og hugsunarstjórnunar. Áherslan verður einkum á verk eftir George Orwell og Noam Chomsky en einnig verður fjallað um aðra áhrifavalda á þessu sviði, þar á meðal George Lakoff.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)

This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Skáldsögur og 11. sept: Bókmenntir og menning eftir 11. september (ENS616M)

Þann 11. september 2001 var tveimur flugvélum flogið inn í Tvíburaturnana (WTC), en þeir féllu síðan og heiminn rak í rogastans. Næstum tveir áratugir hafa liðið frá árásunum, en afleiðingar þessa stórkostlega áfalls ná enn langt út fyrir Ground Zero. Eðli áfalla er að þau rústa fyrri reglu; þarafleiðandi er eðlilegt að bókmenntir, sem fanga í tungumáli og í gegnum karaktera sannleika um það hvað það er að vera mannlegur, þurfi að takast á við atburði sem rústa reglu hlutanna.

Þetta námskeið rannsakar gagnrýnin stílbrögð sem rithöfundar nota til að segja frá áfalli og eftirköstunum, sérstaklega í tengslum við ellefta september. Að auki smásagna og ljóða munu nemendur takast á við The Road eftir Cormac McCarthy, Gilead eftir Marilynne Robinson, The Submission eftir Amy Waldman, og The Kite Runner eftir Khaled Hosseini. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir ríkjandi stefnum í áfalla-kenningu/m bókmennta.

X

Þróun tungumála: breytingar, tilviljun og val (ENS465G)

Í þessu námskeiði er farið yfir lykilþætti í sögulegra málvísinda. Þar er lögð áhersla á skyldleika tungumála, aðferðir í sögulegum samanburðarmálvísindum, endurgerð eldri málstiga og uppruna og útbreiðslu málbreytinga. Sérstakar tilviksathuganir fela í sér að skoða ensku og skyld tungumál „með augum Marsbúa“, þær takmarkanir sem eru á endurgerð, raunveruleika frummála og sambýli mála á eldri stigum.

X

Shakespeare (ENS451G)

In this course we will read five plays by William Shakespeare written across his career as a dramatist. Through detailed analysis of the plays, we will investigate Shakespeare’s innovative approach to genre, the intricacies of his language, the depth of his poetic imagination, the richness of allusion to the historical, cultural, and social issues of Renaissance England, and the insistent probing of the conventions and material realities of the early modern theatre.

Please note that this is course is NOT open to DE students.

X

Leyndarmál og hneyksli: Æsibókmenntir (ENS511G)

Forgery, bigamy, theft, and murder— these are just some of the topics broached in sensation fiction, a subgenre of British literature popular in the 1860s-1870s. Influenced by gothic and romantic fiction as well as the Newgate novels of the 1820s-1840s, sensation novels generally revolve around secrecy, deception, and loss or mistaken identity. In touching upon such subjects, they underscore the Victorian preoccupation with the self as a stable or knowable entity and with emerging technologies and innovations that could be used to reveal and conceal crimes and the criminal masterminds behind them. In this course, we will examine representative works to understand their popularity and their critical reception. Moreover, we will look at how they reflect certain cultural trends and anxieties and what both suggest about mid-to-late nineteenth-century British society.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)

The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth.  This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit.  Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.

On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Hugræna sveiflan: Form og merking í tungumáli og bókmenntum (ENS610G)

Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig beita má hugrænum málvísindakenningum í bókmenntum. Hugrænt viðhorf til tungumála felst í því hvernig við skiljum orð og orðtök á grundvelli hugrænnar getu okkar og þroska. Af þessu viðhorfi hafa sprottið ólíkar fræðikenningar um það hvernig við sköpum merkingu og skiljum tungumálið. Í námskeiðinu verður fjallað um kenningar um hugtakalíkingar og blöndun og þeim beitt á notkun tungumáls og samskipta í samfélagi, bókmenntum og listum. Fjallað verður ítarlega um tilteknar kenningar og lögð áhersla á að þróa þær sem greiningaraðferðir. Ætlast er til af nemendum að þeir leggi fram og greini efni sem kynnt verður í tímum.

X

Emily Dickinson and her Descendants (ENS464G)

This course focuses on the poetry of Emily Dickinson and the works of authors who have drawn inspiration from her writings. Neglected during her lifetime, Dickinson’s poems have gained posthumous recognition as some of the most original and influential works in American literature. Her poems famously explore the depths of individual solitude and questions about the self’s limitations and mortality, but they also incorporate diverse aspects of her social, cultural, and religious context, representing and troubling some of the most pressing issues of the day. At the same time, her poetry touches upon developments in past and present literary movements while also anticipating the stylistic and thematic innovations that would define later movements, such as modernism. In examining Dickinson’s poems as well as the select works of later authors, this course will combine close readings of literature with wider perspectives on poetic influence in American culture.

X

Tungumál heims (ENS618G)

Þetta námskeið kynnir nemendur á kerfisbundinn hátt fyrir ríkulegum fjölbreytileika tungumála heims. Einnig verða kynnt málvísindaleg hugtök með hjálp verkefna og stuttra æfinga ásamt umfjöllun um nokkur mikilvæg viðfangsefni almennra málvísinda. Gerð er grein fyrir málfræðilegri og landfræðilegri vitneskju okkar um helstu tungumálafjölskyldur heims og raktar hugmyndir um uppruna þeirra. Að auki hjálpa mikilvægar lýðfræðilegar, félagslegar og sögulegar upplýsingar til við að setja efnið í samhengi og gera tungumálin sem fjallað er um lifandi.

X

Fornar írskar og velskar bókmenntir (ENS619G)

Í þessu námskeiði verða fornar írskar og velskar bókmenntir kynntar fyrir nemendum í enskri þýðingu. Nemendur fá að lesa úrval fornírskra og velskra sagna frá ca. 10–14 öld til að auðga þekkingu þeirra á ríkri menningarsögu Bresku eyjanna. Auk þess, verða saga, menning og tungumál sagnanna kynnt fyrir nemendum. Áherslan er á að auka á skilning og þekkingu nemenda á heimi evrópskra bókmennta almennt, með aðaláherslu á að skoða bókmenntaarf Bretlandseyja sérstaklega. Engrar forkunnáttu í keltneskum málum er krafist.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Skoskar kvennabókmenntir (ENS443M)

Þetta námskeið er um skoskar kvenbókmenntir frá 1960 og til dagsins í dag. Hér verða lesnar skáldsögur, smásögur og ljóð frá þessu tímabili. Um leið verður lesefnið skoðað í ljósi kenninga í feminisma, þjóðernishyggju og öðru sem varpar ljósi á skoskar nútímabókmenntir.

ATH. Það er skyldumæting í þá tíma sem eru nemendafyrirlestrar.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 7 sæti eru ætluð MA nemendum og 7 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. 

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Sæberpönk, Sæberspeis. Sæberkúltur (ABF602G)

Í þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir sæberpönk og sæberkúltúr og menningarlegt mikilvægi þess frá upphafi veraldavefsins til dagsins í dag. Þegar vel er að gáð, má sjá áhrif sæberpönks í bókmenntum, bíómyndum, músík, tölvuleikjum, tísku og heimspekilegum kenningum. Í sæberpönk blandast saman staðreyndir og skáldskapur, fortíð og framtíð og hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og á ákveðinn hátt má segja að sæberpönk hafi yfirþema, það að brjóta niður mörk sem dæmi efnislegt/sýndarlegt, mannlegt/vélar og opinbert/persónulegt.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:

  • hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
  • viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
  • efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Samuel Patrick O´Donnell
Lára Dawn Michelsen
Samuel Hogarth
Samuel Patrick O´Donnell
Enska - BA nám

Ég valdi ensku sem aðalfag til að skilja hvernig og af hverju bækur eru skrifaðar og til að auka ritfærni mína. Ég hef svo sannarlega náð dýpri skilning á textum og samhengi þeirra hérna í Háskólanum en ég hef líka áttað mig að það er útilokað að skrifa fullkominn texta – lokapunktur ritunar er háður skilafrestinum en ekki kröfu um fullkomnun. Kennararnir búa yfir mikill þekkingu og eru mjög hjálplegir við að benda á ítarefni og að beina nemendum í rétta átt, sem er mjög gott. Það hefur líka verið auðvelt að komast í námshópa með öðrum nemendum. Samnemendur mínir eru mjög næs og hlýir og mér finnst ég algjörlega eiga heima hérna.

Lára Dawn Michelsen
Enska - BA nám

Þar sem ég hef mikinn áhuga á að auka færni mína í ritun á ensku og dýpka þekkingu mína á bókmenntum virtist enskunámið við Háskóla Íslands fullkomið fyrir mig – og það hefur verið raunin. Ég hef kynnst miklu úrvali merkra bókmenntaverka í bókmenntanámskeiðunum, lært að greina þau með gagnrýnum hætti og að átta mig á hvað einkennir merkar bókmenntir. Það sem hefur hrifið mig mest við námið er að ég hef kynnst fólki sem hefur sömu ástríðu fyrir bókmenntum og ég og að eyða heilu tímunum í að ræða um bókmenntaverk og fara djúpt í greiningu á þeim.

Samuel Hogarth
Enska - BA nám

Ég ákvað að læra um verk merkra rithöfunda til að verða betri rithöfundur sjálfur. Eftir því sem ég hef verið lengur við nám í HÍ hef ég jafnframt uppgötvað að mikil skáldverk fela í sér mikilvæga lærdóma; um stöðu okkar sem tegundar, hvers vegna við enduðum þar sem við erum og hvers vegna hegðun okkar er eins og hún er. Ég hef verið mjög ánægður með þá breidd bókmenntagreiningar sem er boðið upp á í BA-náminu í ensku og mér hafa fundist öll námskeiðin bæði skemmtileg og hagnýt. Ef þér finnst gaman að lesa og skrifa eða vilt einfaldlega læra meira um sjálfa þig og vestræna menningu frá sjónarhorni málvísinda og bókmennta þá er þetta rétta námið fyrir þig.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.