Skip to main content

Enska

Enska

Hugvísindasvið

Enska

BA gráða – 180 einingar

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Skipulag náms

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem eru á lokastigum náms til BA og vantar einingar, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.
X

Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð (ENS101G)

Þetta er hið fyrra af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum, og fjallar um málhljóð og hvernig þau mynda orð. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Mál og maður (ENS102G)

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir helstu viðfangsefni málvísinda. Sérstaklega verður fjallað um þær greinar málvísinda sem leggja áherslu á tengslin á milli tungumáls og málnotanda í víðara samhengi: félagsmálvísindi, tilbrigði í máli, máltöku barna og tileinkun erlendra mála, samband tungumáls og heilastarfsemi, söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði og samskipti dýra. Megináhersla er á enskt mál en markmiðið er að kynna nemendum í ensku ólík svið málvísinda sem þeir geta kannað nánar á síðari stigum námsins.

X

Bresk og evrópsk menningarsaga (ENS103G)

Yfirlit yfir sögu og menningu Bretlands. Farið er yfir helstu þætti bresks þjóðlífs svo sem trúmál, menntamál, heilbrigðismál, lög og stjórnmál, utanríkismál, kynþáttamál osfrv.  Í námskeiðinu er mest áhersla lögð á að kynna nemendum þróun þessara málaflokka frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til dagsins í dag. Námskeiðinu lýkur með tveggja tíma skriflegu prófi.

X

Breskar bókmenntir 1789-1954 (ENS110G)

Sögulegt yfirlit yfir breskar bókmenntir á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, bæði ljóð, smásögur, leikrit og skáldsögur. Nemendur lesa og greina verk rómantísku skáldanna (m.a. Wordsworth, Byron, Shelley og Keats), helstu verk Viktoríutímabilsins (m.a. Tennyson, Browning, Gaskell, Wilde) og nýrri höfunda (Yeats, Joyce). Helstu hugtök varðandi greiningu bókmennta eru kynnt. Öll kennsla fer fram á ensku.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Ensk málsaga (ENS201G)

Yfirlit yfir sögu og þróun enskrar tungu.

X

Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða (ENS202G)

Þetta er annað af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum og fjallar um hvernig orð eru sett saman til að mynda setningar. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.

X

Ensk ritþjálfun (ENS203G)

Hæfnin að skrifa góða ensku er forkrafa allra annarra námskeiða í Enskudeild Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðvelda nemendum að tjá sig á skrifuðu máli í gegnum kennslu og þjálfun, og byggja upp sjálfstraust í fræðilegri ritun. Verkefnin námskeiðsins samanstanda af ritunaræfingum og ritgerðum byggðum bæði á frum-  og  eftirheimildum. Rík áhersla er lögð á skipulega framsetningu á efnisþáttum, auk góðs ritstíls. Meginmarkmiðið er að nemendur skilji ritunarferlið og þrói með sér sinn eigin stíl.

X

Bandarísk menningarsaga (ENS204G)

  • Markmið þessa námskeiðs er að taka til athugunar merkustu tímamótin í sögu Bandaríkjanna, allt frá því að innflytjendur tóku að streyma þangað og fram til okkar tíma.
  • Sérstök áhersla verður lögð á borgarastyrjöldina og uppbyggingartímann sem fylgdi í kjölfarið, auk þess sem fæst yfirsýn á 20. og 21. öldina.
  • Jafnframt verður lögð áhersla á reynsluheim jaðarhópa (frumbyggja, og bandaríkjamenn af afrískum, suður/miðamerískum, og asískum uppruna, hinsegin hópa, ásamt réttindi kvenna) í sögu BNA, frá upphafi til okkar daga.
X

Bandarískar bókmenntir (ENS205G)

Menningarsögulegt yfirlit yfir bandarískar bókmenntir.

X

Bókmenntir og ritun (ENS315G, ENS328G)

Þetta námskeið fjallar sérstaklega um ritun í bókmenntum. Nemendur fá tækifæri til að auka skilning og færni í ritun um bókmenntir. Fjallað verður um ritunarhefðir og þær skoðaðir í ljósi enskra bókmennta frá sögulegu sjónarhorni en einnig þvert á textategundir (ljóð, skáldsögur og leikrit). Áhersla verður lögð á gagnrýni, skoðun og umræður sem tæki til að skilja og greina bókmenntatexta og auka færni nemenda í að rannsaka, skipuleggja, skrifa og endurrita texta um bókmenntir.

X

Málvísindi og ritun (ENS315G, ENS328G)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur þjálfist í að lesa, skilja og skrifa efni sem tengist málvísindum. Áhersla verður lögð á að auka færni nemenda í akademískri ferlisritun, efnistökum, prófarkalestri og endurritun, og að þróa persónulegan stíl. Auk ritunarverkefna og ritgerða verður fjölbreytilegt lesefni skoðað og greint. Nemendur fá tækifæri til að styrkja færni sína í rannsóknaraðferðum og í notkun APA heimildakerfisins.

X

Bókmenntafræði (enska) (ENS329G)

Þetta námskeið veitir yfirlit yfir helstu strauma og hugtök í nútíma bókmenntafræði og bókmenntarýni og yfir viðteknar hefðir og inntak bókmenntarannsókna. Meðal helstu strauma í bókmenntakenningum eru strúktúralismi, feminismi, hinsegin fræði, póstmódernismi, Marxismi, efturlendufræði, pósthúmanismi, og vistfræði. Markmið námskeiðsins er að efla færni nemenda í að lesa frá fræðilegu og gagnrýnu sjónarhorni.

Mimisserispróf:
Miðmisseris ritgerð, 1000-1,500 orð. 35% (heimaverkefni, file upload)

Lokapróf:
Próf (kenningarmiðað) 25% (stuttar spurningar á staðnum í inspera)
Lokaritgerð 40% (heimaverkefni, file upload)

X

Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603 (ENS346G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá upphafi miðalda þar til valdatími Elísabetar I var á enda.

MIKILVÆGT: Námskeiðið er fyrri hluti námskeiðsins ENS303G Breskar bókmenntir II (því hefur nú verið skipt upp í tvö námskeið sem kennd eru sitthvort misserið). Nemendur sem hafa lokið ENS303G geta ekki tekið þetta námskeið.

X

Þetta er Disney-heimur: Áhrif Disney ævintýranna á dægurmenningu 21. aldarinnar (ENS522G)

Disney hefur verið áberandi afl í fjölmiðlum í nákvæmlega heila öld. Fyrirtækið hefur hagnast um milljarða með framleiðslu efnis sem byggir á draumum barnæskunnar og um leið vakið bæði lof og fordæmingu meðal fræðimanna og áhorfenda um allan heim. Framleiðsla Disney og aðlaganir á barnaefni eru sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því hvernig bæði börn og fullorðnir áhorfendur skynja og upplifa sígild ævintýri og þjóðsögur. Með því að skoða fjölda Disney-aðlagana, s.s. Princess and the Frog (2009), Brave (2012), Frozen (2013), Moana (2016) og Raya and the Last Dragon (2021) munu nemendur rannsaka hvernig Disney hefur tekist að vera á toppnum í fjölmiðlaframleiðslu barnaefnis, ásamt því að laga sig að síbreytilegum kröfum markaðarins með því að aðlaga tímalausar sögur fyrir 21. aldar áhorfendur.

X

Heimsendir nálgast: AIDS, Kalda stríðið og bandarísk menning í Englum í Ameríku (ENS521G)

„Angels in America“ [„Englar í Ameríku“] er tímamótaverk í bandarísku leikhúsi. Fyrir utan að þessi fallega og margslunga saga sé listilega rituð, þá er leikverkið tilvalinn stökkpallur til að ræða bandarískt samfélag og menningu á níunda áratugnum og við upphaf þess tíunda. AIDS faraldurinn, hinsegin tilvera, Kalda stríðið, Reaganismi, yfirvofandi loftlagsbreytingar, trú og trúarbrögð koma öll fyrir í þessu meistaraverki. Í þessu námskeiði verður leitast eftir því að lýsa ákveðnu tímabili eins og það er sett fram í leikritinu og veita þannig nemendum haldgóðan skilning á viðhorfi almennings og sjórnmála þess tíma og þau áhrif sem þau hafa haft á framtíðina.

X

Ensk málvísindi: Merkingarbærar einingar (ENS339G)

Markmið þessa námskeiðs er að dýpka kunnáttu nemenda í helstu atriðum í enskri málfræði sem lúta að merkingarbærum einingum. Farið verður yfir mikilvægustu þætti hljóðkerfis, beyginga, setningagerðar og málnotkunar, í öllum tilvikum með tilliti til þeirrar merkingar sem máli skiptir. Sérstaklega verður gefinn gaumur að ólíkum fræðikenningum í málvísindum og að málfélagslegum og sögulegum breytileika, bæði innan mismunandi afbrigða breskrar ensku og í muninum sem kemur fram á breskri og bandarískri ensku. Öll þessi atriði verða skoðuð úr frá kenningum um annarsmálsfræði.

X

Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950 (ENS506G)

Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi til ársins 1950. Rakinn verður uppruni sögulegu skáldsögunnar, skoðað hvernig hún á hugsanlega rætur sínar að rekja til fyrstu hrollvekjuskáldsögunnar og lesin sú skáldsaga sem almennt er talin vera fyrsta eiginlega sögulega skáldsagan, Waverley eftir Walter Scott. Þróun þessarar sagnahefðar verður svo rakin fram til ársins 1950 og lesnar valdar skáldsögur frá þessu tímabili. Skoðað verður hvernig sögulegir atburðir eru notaðir í skáldsögum eftir margskonar höfunda og innan mismunandi greina skáldsögunnar, svo sem ævintýrasögum og rómönsum, og kynntar kenningar innan sagnfræði, bókmenntafræði og menningarfræða sem lúta að lestri og túlkun sögulegu skáldsögunnar.

X

Cosmic Tragedies: Science Fiction (ENS516G)

This course aims to introduce students to the varied and rich world of science fiction, a genre that both incorporates and shapes cultural and cosmological inscriptions of space, the future, extraterrestrial worlds, and the possibilities of intergalactic travel. Our readings will include classic as well as obscure works of science fiction, with the goal of tracking developments in the genre over the past 100 years. So too, we will explore landmark science fiction films, paying attention to aesthetic and formal differences between visual media and prose. The course will consider works that cross cultural and national boundaries, but it will also interrogate how such works engage with contemporary sociopolitical concerns. Finally, we will situate works of science fiction in the context of ongoing developments in contemporary cosmology, a field that has undergone exponential growth over the past several decades.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Setningarleg formgerð og flókin kerfi (AMV315G)

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að kynnast nýju sjónarhorni á setningafræði, þar sem samsvörun er dregin fram milli málfræðilegrar uppbyggingar tungumála og fyrirbæra eins og oddaflugs fugla, útbreiðslu upplýsinga á samfélagsmiðlum og taugakerfisvirkni, sem öll eiga það sameiginlegt að teljast til flókinna kerfa (e. complex systems). Skoðað verður hvernig tungumál, líkt og þau kerfi sem nefnd hafa verið, sýna margbrotna, lifandi og oft ólínulega eiginleika.
Farið verður yfir ýmis viðfangsefni. Þar á meðal er hugtakið endurkvæmni (e. recursion) í setningafræði sem líkist að mörgu leyti ítrekunarferlum (e. iterative process) í flóknum kerfum þar sem einfaldar reglur geta myndað margbreytileg og flókin mynstur. Einnig verður fjallað um fasahugtakið í naumhyggjumálfræði (e. minimalism) sem minnir á einingaskiptingu flókinna kerfa þar sem mismunandi stig hafa í för með sér ákveðin ferli eða umbreytingar. Einnig munum við skoða afleiðsluaðferðir í setningafræði sem leggja áherslu á þrepaskipta byggingu setninga sem speglar ferli í flóknum kerfum.

X

Breskar bókmenntir 1603-1789 (ENS455G)

Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá 17. og 18. öld í bundnu og óbundnu máli.

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS468G)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Enskir málhreimar og mállýskur (ENS469G)

Þessi áfangi leitast við að kynna nemendur fyrir ólíkum enskum mállýskum á heimsvísu. Lykiláhersla verður lögð á hinar fjölbreyttu mállýskur og málhreima sem eru notaðar í enskumælandi löndum innan innri hrings Kachru's, svosem Englandi, Wales, Skotlandi, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, og Nýja-Sjálandi. Aukinheldur verða nemendur kynntir fyrir mállýskum og málhreimum innan ytri hrings og hins vaxandi hrings, þar með talin enskum málhreim Íslendinga. Auk þess að kynna nemendur fyrir fjölbreyttum mállýskum verða þeir einnig kynntir fyrir algengum rannsóknaraðferðum við rannsóknir á mállýskum, svosem hljóðrófs og hljóðrænar greiningar.

X

Aðrir en Shakespeare: Enskar leikbókmenntir árnýaldar (ENS621G)

Í þessu námskeiði verða lesin ensk leikverk eftir höfunda árnýaldartímabilsins aðra en Shakespeare, eins og til dæmis eftir Christopher Marlowe, Ben Jonson, Thomas Middleton, og John Webster. Þrátt fyrir það almenna álit að Shakespeare og leikrit hans skilgreini og setji hvað sterkastan svip á leikbókmenntir árnýaldarinnar þá er fjöldi annarra leikskálda mikilvægur þegar kemur að þessu gullaldartímabili í enskri leiklist. Rýnt verður í úrval leikrita eftir slíka höfunda, en þau bera einkenni margvíslegra leikritaforma (s.s. harmleikir, tragikómíur, söguleg leikrit) og fjalla um fjölbreytt málefni eins og ofbeldi, hefnd, ást, kynlíf, svik, galdra, dulargerfi, klæðskipti, og margt fleira. Hvort sem leikverkin eru drungaleg eða fyndin þá hræða þau okkur, skemmta okkur og ýta undir ímyndunarafl okkar alveg til jafns við verk Shakespeares. Við beinum sérstakri athygli að birtingarmyndum efnislegs veruleika leikhúsa á þessu tímabili, sem og að meðferð þeirra á brýnum álitaefnum er varða vald, kynhneigð, stéttaskiptingu og þjóðerniskennd.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð í ensku, 10 eininga. 

Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Merkingarfræði (ENS311G)

Í námskeiðinu verður fjallað ítarlega um merkingarfræði.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Ensk málvísindi: Staðreyndir og kenningar um tungumálið (ENS442G)

Í þessu námskeiði verður gengið út frá þeirri hugmynd að venjulega sé unnt að lýsa staðreyndum í tungumálinu á fleiri vegu en einn. Í þessu skyni verður gefið yfirlit í stórum dáttum um ýmis viðfangsefni í enskri málfræði – í hljóðkerfisfræði, beygingarfræði, setningafræði og merkingarfræði – og helstu hugtök þar að lútandi verða kynnt. Þau málfræðiatriði sem tekin verða fyrir verða greind ofan í kjölinn frá ólíkum fræðilegum sjónarhornum og sýnt verður fram á hvernig einstakar kenningar geta gert grein fyrir þessum atriðum.

 

X

Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS461G)

Why are we terrified and fascinated by monsters? Why do they disgust us and at the same time excite our desire? What does monstrosity as the ultimate form of otherness teach us about human identity and society? How do cultural ideas about race, gender, sexuality, nationhood, and class spawn our notions of monstrosity? In this course we will grapple with these questions by looking at a sampling of grotesque, transgressive, hybridized, disfigured, and otherwise hideous forms of being in Middle English literature: monstrous races, werewolves, ghosts, giants, demons, gods, and fantastic beasts. We will read widely across genres, including chivalric romance, travel writing, fables, hagiography, religious texts, lyric poetry and more. Critical readings will be drawn from a variety of perspectives (deconstruction, post-humanism, psychoanalysis, gender criticism, ecocritical theory) to reflect the complex and multidisciplinary nature of the topic.

X

Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (áður ENS341G) (ENS607G)

Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi á seinni hluta 20. aldar og til dagsins í dag.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Þetta er Disney-heimur: Áhrif Disney ævintýranna á dægurmenningu 21. aldarinnar (ENS522G)

Disney hefur verið áberandi afl í fjölmiðlum í nákvæmlega heila öld. Fyrirtækið hefur hagnast um milljarða með framleiðslu efnis sem byggir á draumum barnæskunnar og um leið vakið bæði lof og fordæmingu meðal fræðimanna og áhorfenda um allan heim. Framleiðsla Disney og aðlaganir á barnaefni eru sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því hvernig bæði börn og fullorðnir áhorfendur skynja og upplifa sígild ævintýri og þjóðsögur. Með því að skoða fjölda Disney-aðlagana, s.s. Princess and the Frog (2009), Brave (2012), Frozen (2013), Moana (2016) og Raya and the Last Dragon (2021) munu nemendur rannsaka hvernig Disney hefur tekist að vera á toppnum í fjölmiðlaframleiðslu barnaefnis, ásamt því að laga sig að síbreytilegum kröfum markaðarins með því að aðlaga tímalausar sögur fyrir 21. aldar áhorfendur.

X

Heimsendir nálgast: AIDS, Kalda stríðið og bandarísk menning í Englum í Ameríku (ENS521G)

„Angels in America“ [„Englar í Ameríku“] er tímamótaverk í bandarísku leikhúsi. Fyrir utan að þessi fallega og margslunga saga sé listilega rituð, þá er leikverkið tilvalinn stökkpallur til að ræða bandarískt samfélag og menningu á níunda áratugnum og við upphaf þess tíunda. AIDS faraldurinn, hinsegin tilvera, Kalda stríðið, Reaganismi, yfirvofandi loftlagsbreytingar, trú og trúarbrögð koma öll fyrir í þessu meistaraverki. Í þessu námskeiði verður leitast eftir því að lýsa ákveðnu tímabili eins og það er sett fram í leikritinu og veita þannig nemendum haldgóðan skilning á viðhorfi almennings og sjórnmála þess tíma og þau áhrif sem þau hafa haft á framtíðina.

X

Ensk málvísindi: Merkingarbærar einingar (ENS339G)

Markmið þessa námskeiðs er að dýpka kunnáttu nemenda í helstu atriðum í enskri málfræði sem lúta að merkingarbærum einingum. Farið verður yfir mikilvægustu þætti hljóðkerfis, beyginga, setningagerðar og málnotkunar, í öllum tilvikum með tilliti til þeirrar merkingar sem máli skiptir. Sérstaklega verður gefinn gaumur að ólíkum fræðikenningum í málvísindum og að málfélagslegum og sögulegum breytileika, bæði innan mismunandi afbrigða breskrar ensku og í muninum sem kemur fram á breskri og bandarískri ensku. Öll þessi atriði verða skoðuð úr frá kenningum um annarsmálsfræði.

X

Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950 (ENS506G)

Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi til ársins 1950. Rakinn verður uppruni sögulegu skáldsögunnar, skoðað hvernig hún á hugsanlega rætur sínar að rekja til fyrstu hrollvekjuskáldsögunnar og lesin sú skáldsaga sem almennt er talin vera fyrsta eiginlega sögulega skáldsagan, Waverley eftir Walter Scott. Þróun þessarar sagnahefðar verður svo rakin fram til ársins 1950 og lesnar valdar skáldsögur frá þessu tímabili. Skoðað verður hvernig sögulegir atburðir eru notaðir í skáldsögum eftir margskonar höfunda og innan mismunandi greina skáldsögunnar, svo sem ævintýrasögum og rómönsum, og kynntar kenningar innan sagnfræði, bókmenntafræði og menningarfræða sem lúta að lestri og túlkun sögulegu skáldsögunnar.

X

Cosmic Tragedies: Science Fiction (ENS516G)

This course aims to introduce students to the varied and rich world of science fiction, a genre that both incorporates and shapes cultural and cosmological inscriptions of space, the future, extraterrestrial worlds, and the possibilities of intergalactic travel. Our readings will include classic as well as obscure works of science fiction, with the goal of tracking developments in the genre over the past 100 years. So too, we will explore landmark science fiction films, paying attention to aesthetic and formal differences between visual media and prose. The course will consider works that cross cultural and national boundaries, but it will also interrogate how such works engage with contemporary sociopolitical concerns. Finally, we will situate works of science fiction in the context of ongoing developments in contemporary cosmology, a field that has undergone exponential growth over the past several decades.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Setningarleg formgerð og flókin kerfi (AMV315G)

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að kynnast nýju sjónarhorni á setningafræði, þar sem samsvörun er dregin fram milli málfræðilegrar uppbyggingar tungumála og fyrirbæra eins og oddaflugs fugla, útbreiðslu upplýsinga á samfélagsmiðlum og taugakerfisvirkni, sem öll eiga það sameiginlegt að teljast til flókinna kerfa (e. complex systems). Skoðað verður hvernig tungumál, líkt og þau kerfi sem nefnd hafa verið, sýna margbrotna, lifandi og oft ólínulega eiginleika.
Farið verður yfir ýmis viðfangsefni. Þar á meðal er hugtakið endurkvæmni (e. recursion) í setningafræði sem líkist að mörgu leyti ítrekunarferlum (e. iterative process) í flóknum kerfum þar sem einfaldar reglur geta myndað margbreytileg og flókin mynstur. Einnig verður fjallað um fasahugtakið í naumhyggjumálfræði (e. minimalism) sem minnir á einingaskiptingu flókinna kerfa þar sem mismunandi stig hafa í för með sér ákveðin ferli eða umbreytingar. Einnig munum við skoða afleiðsluaðferðir í setningafræði sem leggja áherslu á þrepaskipta byggingu setninga sem speglar ferli í flóknum kerfum.

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS468G)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Enskir málhreimar og mállýskur (ENS469G)

Þessi áfangi leitast við að kynna nemendur fyrir ólíkum enskum mállýskum á heimsvísu. Lykiláhersla verður lögð á hinar fjölbreyttu mállýskur og málhreima sem eru notaðar í enskumælandi löndum innan innri hrings Kachru's, svosem Englandi, Wales, Skotlandi, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, og Nýja-Sjálandi. Aukinheldur verða nemendur kynntir fyrir mállýskum og málhreimum innan ytri hrings og hins vaxandi hrings, þar með talin enskum málhreim Íslendinga. Auk þess að kynna nemendur fyrir fjölbreyttum mállýskum verða þeir einnig kynntir fyrir algengum rannsóknaraðferðum við rannsóknir á mállýskum, svosem hljóðrófs og hljóðrænar greiningar.

X

Aðrir en Shakespeare: Enskar leikbókmenntir árnýaldar (ENS621G)

Í þessu námskeiði verða lesin ensk leikverk eftir höfunda árnýaldartímabilsins aðra en Shakespeare, eins og til dæmis eftir Christopher Marlowe, Ben Jonson, Thomas Middleton, og John Webster. Þrátt fyrir það almenna álit að Shakespeare og leikrit hans skilgreini og setji hvað sterkastan svip á leikbókmenntir árnýaldarinnar þá er fjöldi annarra leikskálda mikilvægur þegar kemur að þessu gullaldartímabili í enskri leiklist. Rýnt verður í úrval leikrita eftir slíka höfunda, en þau bera einkenni margvíslegra leikritaforma (s.s. harmleikir, tragikómíur, söguleg leikrit) og fjalla um fjölbreytt málefni eins og ofbeldi, hefnd, ást, kynlíf, svik, galdra, dulargerfi, klæðskipti, og margt fleira. Hvort sem leikverkin eru drungaleg eða fyndin þá hræða þau okkur, skemmta okkur og ýta undir ímyndunarafl okkar alveg til jafns við verk Shakespeares. Við beinum sérstakri athygli að birtingarmyndum efnislegs veruleika leikhúsa á þessu tímabili, sem og að meðferð þeirra á brýnum álitaefnum er varða vald, kynhneigð, stéttaskiptingu og þjóðerniskennd.

X

BA-ritgerð í ensku (ENS231L)

BA-ritgerð í ensku, 10 eininga. 

Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).

BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.

X

Merkingarfræði (ENS311G)

Í námskeiðinu verður fjallað ítarlega um merkingarfræði.

X

Félagsmálvísindi (ENS313G)

Í þessu námskeið verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags og afleiðingar þess þegar tvö eða fleiri tungumál eða málafbrigði snertast bæði hjá einstaklingum og í samfélögum. Skoðuð verða áhrif viðmælenda, umræðuefnis og umhverfis á tungumálanotkun, hvernig afstaða einstaklinga og hópa til sjálfs sín og annarra endurspeglast í vali og notkun tungumáls og hvernig málafbrigði endurspegla þjóðfélagsstöðu, kyn og aldur m.m.. Þá verður fjallað um málstefnu og afleiðingar hennar.

X

Ensk málvísindi: Staðreyndir og kenningar um tungumálið (ENS442G)

Í þessu námskeiði verður gengið út frá þeirri hugmynd að venjulega sé unnt að lýsa staðreyndum í tungumálinu á fleiri vegu en einn. Í þessu skyni verður gefið yfirlit í stórum dáttum um ýmis viðfangsefni í enskri málfræði – í hljóðkerfisfræði, beygingarfræði, setningafræði og merkingarfræði – og helstu hugtök þar að lútandi verða kynnt. Þau málfræðiatriði sem tekin verða fyrir verða greind ofan í kjölinn frá ólíkum fræðilegum sjónarhornum og sýnt verður fram á hvernig einstakar kenningar geta gert grein fyrir þessum atriðum.

 

X

Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS461G)

Why are we terrified and fascinated by monsters? Why do they disgust us and at the same time excite our desire? What does monstrosity as the ultimate form of otherness teach us about human identity and society? How do cultural ideas about race, gender, sexuality, nationhood, and class spawn our notions of monstrosity? In this course we will grapple with these questions by looking at a sampling of grotesque, transgressive, hybridized, disfigured, and otherwise hideous forms of being in Middle English literature: monstrous races, werewolves, ghosts, giants, demons, gods, and fantastic beasts. We will read widely across genres, including chivalric romance, travel writing, fables, hagiography, religious texts, lyric poetry and more. Critical readings will be drawn from a variety of perspectives (deconstruction, post-humanism, psychoanalysis, gender criticism, ecocritical theory) to reflect the complex and multidisciplinary nature of the topic.

X

Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (áður ENS341G) (ENS607G)

Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi á seinni hluta 20. aldar og til dagsins í dag.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:

  • hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
  • viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
  • efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

X

Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)

Viðfangsefni:
Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Nemar sem eru undanskilað vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu nemar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Samuel Patrick O´Donnell
Lára Dawn Michelsen
Samuel Hogarth
Samuel Patrick O´Donnell
Enska - BA nám

Ég valdi ensku sem aðalfag til að skilja hvernig og af hverju bækur eru skrifaðar og til að auka ritfærni mína. Ég hef svo sannarlega náð dýpri skilning á textum og samhengi þeirra hérna í Háskólanum en ég hef líka áttað mig að það er útilokað að skrifa fullkominn texta – lokapunktur ritunar er háður skilafrestinum en ekki kröfu um fullkomnun. Kennararnir búa yfir mikill þekkingu og eru mjög hjálplegir við að benda á ítarefni og að beina nemendum í rétta átt, sem er mjög gott. Það hefur líka verið auðvelt að komast í námshópa með öðrum nemendum. Samnemendur mínir eru mjög næs og hlýir og mér finnst ég algjörlega eiga heima hérna.

Lára Dawn Michelsen
Enska - BA nám

Þar sem ég hef mikinn áhuga á að auka færni mína í ritun á ensku og dýpka þekkingu mína á bókmenntum virtist enskunámið við Háskóla Íslands fullkomið fyrir mig – og það hefur verið raunin. Ég hef kynnst miklu úrvali merkra bókmenntaverka í bókmenntanámskeiðunum, lært að greina þau með gagnrýnum hætti og að átta mig á hvað einkennir merkar bókmenntir. Það sem hefur hrifið mig mest við námið er að ég hef kynnst fólki sem hefur sömu ástríðu fyrir bókmenntum og ég og að eyða heilu tímunum í að ræða um bókmenntaverk og fara djúpt í greiningu á þeim.

Samuel Hogarth
Enska - BA nám

Ég ákvað að læra um verk merkra rithöfunda til að verða betri rithöfundur sjálfur. Eftir því sem ég hef verið lengur við nám í HÍ hef ég jafnframt uppgötvað að mikil skáldverk fela í sér mikilvæga lærdóma; um stöðu okkar sem tegundar, hvers vegna við enduðum þar sem við erum og hvers vegna hegðun okkar er eins og hún er. Ég hef verið mjög ánægður með þá breidd bókmenntagreiningar sem er boðið upp á í BA-náminu í ensku og mér hafa fundist öll námskeiðin bæði skemmtileg og hagnýt. Ef þér finnst gaman að lesa og skrifa eða vilt einfaldlega læra meira um sjálfa þig og vestræna menningu frá sjónarhorni málvísinda og bókmennta þá er þetta rétta námið fyrir þig.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.