Enska | Háskóli Íslands Skip to main content

Enska

Enska

BA gráða

. . .

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Um námið

Kennsla í ensku fer fram í formi fyrirlestra, málstofa, einstaklingsviðtala, sjálfsnáms o.s.frv., allt eftir eðli námskeiðsins og námsefnisins. Við leggjum áherslu á að kennslan sé eins sveigjanleg og hægt er og að kennsluefni sé fjölbreytt og margvíslegt. Það er okkur því sönn ánægja að geta boðið upp á allt BA-nám á fyrsta ári í fjarkennslu.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Færni í tungumálinu þarf að vera á C1 skv. samevrópska tungumálarammanum. TOEFL = 93, IELTS = 7.0.

Sjáðu um hvað námið snýst

Félagslíf

Nemendafélag enskunema heitir Bog.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.