Enska


Enska
BA gráða – 180 einingar
Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð
- Mál og maður
- Bresk og evrópsk menningarsaga
- Breskar bókmenntir 1789-1954
- Vor
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Ensk málsaga
- Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða
- Ensk ritþjálfun
- Bandarísk menningarsaga
- Bandarískar bókmenntir
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að svara spurningum eins og: hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. akademísku læsi og ritun (framsetningu texta, ritgerðasmíð), heimildaleit, framsögum og fleiru.
ATHUGIÐ! Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað:
a) BA-nemendum í ensku
b) Nemendum í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) er ekki hafa íslensku sem móðurmál.
*Nemendur í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) sem hafa íslensku sem fyrsta mál eiga að skrá sig í MOM101G.
Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð (ENS101G)
Þetta er hið fyrra af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum, og fjallar um málhljóð og hvernig þau mynda orð. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.
Mál og maður (ENS102G)
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir helstu viðfangsefni málvísinda. Sérstaklega verður fjallað um þær greinar málvísinda sem leggja áherslu á tengslin á milli tungumáls og málnotanda í víðara samhengi: félagsmálvísindi, tilbrigði í máli, máltöku barna og tileinkun erlendra mála, samband tungumáls og heilastarfsemi, söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði og samskipti dýra. Megináhersla er á enskt mál en markmiðið er að kynna nemendum í ensku ólík svið málvísinda sem þeir geta kannað nánar á síðari stigum námsins.
Bresk og evrópsk menningarsaga (ENS103G)
Yfirlit yfir sögu og menningu Bretlands. Farið er yfir helstu þætti bresks þjóðlífs svo sem trúmál, menntamál, heilbrigðismál, lög og stjórnmál, utanríkismál, kynþáttamál osfrv. Í námskeiðinu er mest áhersla lögð á að kynna nemendum þróun þessara málaflokka frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til dagsins í dag. Námskeiðinu lýkur með tveggja tíma skriflegu prófi.
Breskar bókmenntir 1789-1954 (ENS110G)
Sögulegt yfirlit yfir breskar bókmenntir á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, bæði ljóð, smásögur, leikrit og skáldsögur. Nemendur lesa og greina verk rómantísku skáldanna (m.a. Wordsworth, Byron, Shelley og Keats), helstu verk Viktoríutímabilsins (m.a. Tennyson, Browning, Gaskell, Wilde) og nýrri höfunda (Yeats, Joyce). Helstu hugtök varðandi greiningu bókmennta eru kynnt. Öll kennsla fer fram á ensku.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Ensk málsaga (ENS201G)
Yfirlit yfir sögu og þróun enskrar tungu.
Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða (ENS202G)
Þetta er annað af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum og fjallar um hvernig orð eru sett saman til að mynda setningar. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.
Ensk ritþjálfun (ENS203G)
Hæfnin að skrifa góða ensku er forkrafa allra annarra námskeiða í Enskudeild Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðvelda nemendum að tjá sig á skrifuðu máli í gegnum kennslu og þjálfun, og byggja upp sjálfstraust í fræðilegri ritun. Verkefnin námskeiðsins samanstanda af ritunaræfingum og ritgerðum byggðum bæði á frum- og eftirheimildum. Rík áhersla er lögð á skipulega framsetningu á efnisþáttum, auk góðs ritstíls. Meginmarkmiðið er að nemendur skilji ritunarferlið og þrói með sér sinn eigin stíl.
Bandarísk menningarsaga (ENS204G)
- Markmið þessa námskeiðs er að taka til athugunar merkustu tímamótin í sögu Bandaríkjanna, allt frá því að innflytjendur tóku að streyma þangað og fram til okkar tíma.
- Sérstök áhersla verður lögð á borgarastyrjöldina og uppbyggingartímann sem fylgdi í kjölfarið, auk þess sem fæst yfirsýn á 20. og 21. öldina.
- Jafnframt verður lögð áhersla á reynsluheim jaðarhópa (frumbyggja, og bandaríkjamenn af afrískum, suður/miðamerískum, og asískum uppruna, hinsegin hópa, ásamt réttindi kvenna) í sögu BNA, frá upphafi til okkar daga.
Bandarískar bókmenntir (ENS205G)
Menningarsögulegt yfirlit yfir bandarískar bókmenntir.
- Haust
- Bókmenntir og ritun
- Málvísindi og ritun
- Bókmenntafræði (enska)
- Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603
- Hugræn málvísindi og bókmenntirV
- Birtingarmynd IRA í bókmenntum og kvikmyndumV
- SagnasveigarVE
- Harlem EndurreisninV
- Jane Austen and her Feminist LegacyV
- Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950VE
- Inngangur að enskukennsluV
- Straumar og stefnur í enskukennsluV
- Vor
- Breskar bókmenntir 1603-1789
- Norður-Amerískar smásögurVE
- Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Skosk skáldsagnagerð á 20. öldV
- Greinandi Lestur Akademískra Texta: Hugtök, Tegundir og SkilningurV
- BA-ritgerð í enskuV
- TvítyngiV
- ShakespeareV
- Fragmented Selves: Identity, Crisis, and Coping in LiteratureV
- W. G. Sebald and the Sebald Tradition in Contemporary LiteratureV
- Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration ComedyV
- Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry PratchettsV
- Medieval Dreams and VisionsV
- Enskukennsla fyrir unga byrjendurV
- Tungumál og leiklistV
Bókmenntir og ritun (ENS315G, ENS328G)
Þetta námskeið fjallar sérstaklega um ritun í bókmenntum. Nemendur fá tækifæri til að auka skilning og færni í ritun um bókmenntir. Fjallað verður um ritunarhefðir og þær skoðaðir í ljósi enskra bókmennta frá sögulegu sjónarhorni en einnig þvert á textategundir (ljóð, skáldsögur og leikrit). Áhersla verður lögð á gagnrýni, skoðun og umræður sem tæki til að skilja og greina bókmenntatexta og auka færni nemenda í að rannsaka, skipuleggja, skrifa og endurrita texta um bókmenntir.
Málvísindi og ritun (ENS315G, ENS328G)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur þjálfist í að lesa, skilja og skrifa efni sem tengist málvísindum. Áhersla verður lögð á að auka færni nemenda í akademískri ferlisritun, efnistökum, prófarkalestri og endurritun, og að þróa persónulegan stíl. Auk ritunarverkefna og ritgerða verður fjölbreytilegt lesefni skoðað og greint. Nemendur fá tækifæri til að styrkja færni sína í rannsóknaraðferðum og í notkun APA heimildakerfisins.
Bókmenntafræði (enska) (ENS329G)
Þetta námskeið veitir yfirlit yfir helstu strauma og hugtök í nútíma bókmenntafræði og bókmenntarýni og yfir viðteknar hefðir og inntak bókmenntarannsókna. Meðal helstu strauma í bókmenntakenningum eru strúktúralismi, feminismi, hinsegin fræði, póstmódernismi, Marxismi, efturlendufræði, pósthúmanismi, og vistfræði. Markmið námskeiðsins er að efla færni nemenda í að lesa frá fræðilegu og gagnrýnu sjónarhorni.
Mimisserispróf:
Miðmisseris ritgerð, 1000-1,500 orð. 35% (heimaverkefni, file upload)
Lokapróf:
Próf (kenningarmiðað) 25% (stuttar spurningar á staðnum í inspera)
Lokaritgerð 40% (heimaverkefni, file upload)
Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603 (ENS346G)
Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá upphafi miðalda þar til valdatími Elísabetar I var á enda.
MIKILVÆGT: Námskeiðið er fyrri hluti námskeiðsins ENS303G Breskar bókmenntir II (því hefur nú verið skipt upp í tvö námskeið sem kennd eru sitthvort misserið). Nemendur sem hafa lokið ENS303G geta ekki tekið þetta námskeið.
Hugræn málvísindi og bókmenntir (ENS417G)
Í þessu námskeiði verða hugræn (cognitive) málvísindi og bókmenntafræði kynnt. Markmiðið er m.a. að gefa nemendum innsýn í fræðikenningar þar sem gert er ráð fyrir því að sömu hugarferlin einkenni mannlegt mál og mannlega hugsun yfirleitt. Lögð verður áhersla á að sýna hvernig samþætta má greiningu í málfræði og bókmenntum, t.d. með hliðsjón af nýlegum kenningum um myndhverfingar (metafórur). Stefnt verður að því að skapa umræður í tímum á milli kennara og nemenda um atriði eins og hvort rétt sé að skipta málvísindum og bókmenntafræði í ótal undirgreinar.
Birtingarmynd IRA í bókmenntum og kvikmyndum (ENS445G)
This course will examine the ways in which the IRA has been portrayed by Hollywood variously as a group of patriotic freedom fighters, ruthless terrorists, corrupt gangsters and flawed idealists. We will focus on a number texts which have been adapted to the screen and discuss how these adaptations have influenced public perception of the ongoing political conflict in Northern Ireland.
Sagnasveigar (ENS517G)
Á þessu námskeiði verða breskir, bandarískir og kanadískir sagnasveigar teknir til athugunar. Annars vegar verða lesnar stakar sögur úr sveigum en hins vegar íhugað hvernig þær falla inn í eða magna sögusveiginn.
Harlem Endurreisnin (ENS520G)
This course introduces students to the Harlem Renaissance, a literary and cultural movement that emerged in early twentieth-century America. Associated with an awakening of new African American forms of literature, art, and activism, the Harlem Renaissance encompassed a diverse array of voices and aesthetic ideas. The course will explore key texts from this era, with a focus on both fiction and poetry, but some attention will also be given to visual media.
Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)
Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.
Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950 (ENS506G)
Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi til ársins 1950. Rakinn verður uppruni sögulegu skáldsögunnar, skoðað hvernig hún á hugsanlega rætur sínar að rekja til fyrstu hrollvekjuskáldsögunnar og lesin sú skáldsaga sem almennt er talin vera fyrsta eiginlega sögulega skáldsagan, Waverley eftir Walter Scott. Þróun þessarar sagnahefðar verður svo rakin fram til ársins 1950 og lesnar valdar skáldsögur frá þessu tímabili. Skoðað verður hvernig sögulegir atburðir eru notaðir í skáldsögum eftir margskonar höfunda og innan mismunandi greina skáldsögunnar, svo sem ævintýrasögum og rómönsum, og kynntar kenningar innan sagnfræði, bókmenntafræði og menningarfræða sem lúta að lestri og túlkun sögulegu skáldsögunnar.
Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.
Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind.Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)
Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.
Breskar bókmenntir 1603-1789 (ENS455G)
Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá 17. og 18. öld í bundnu og óbundnu máli.
Norður-Amerískar smásögur (ENS467G)
Á þessu námskeiði verða kynntar og ræddar helstu áherslur í efni og efnistökum smásögunnar í Bandaríkjunum og ensku Kanada.
Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Skosk skáldsagnagerð á 20. öld (ENS606M)
Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Þetta námskeið gefur yfirlit yfir skoska skáldsagnagerð á 20. öld og skoðar hvernig skoskir rithöfundar lýsa Skotlandi, Skotum, og skosku þjóðfélagi í skáldsögum sínum. Við byrjum á að skoða menningarlegan og sögulegan bakgrunn Skotlands á tuttugustu öld, og lesum svo valin bókmenntaverk eftir mikilvæga höfunda frá hinu svokallaða skoska endurreisnartímabili í bókmenntum frá 1920-40. Þá verða lesin verk eftir höfunda frá miðri og fram á síðasta áratug tuttugustu aldar þar sem metin verða áhrif skosku bókmenntaendurreisnarinnar og verkin skoðuð með sérstöku tilliti til þess hvernig höfundar fjalla um þjóðerni, trúabrögð, stéttskiptingu, kyngerfi (þ.m.t. kynjaskiptingu og kynvitund), og einnig með tilliti til þess hvernig höfundar nota frásagnahefðir, skoska tungumálið og mállýskur.
Greinandi Lestur Akademískra Texta: Hugtök, Tegundir og Skilningur (ENS466G)
Lesfærni og lesskilningur eru mikilvægir hlutar akademísks náms, sér í lagi ef litið er til magns skyldulestrar. Viðamikil notkun textaheimilda er styðja röksemdir í akademíkskum skrifum ræðst af getu nemenda til að safna saman upplýsingum sem byggja upp sértæka þekkingu á ákveðnu viðfangsefni. Í námskeiðinu er farið yfir tilgang og venjur við greinandi lestur (analytical reading) og samlestur (syntopical reading) í akademísku umhverfi. Aðalmarkmið er að hvetja nemendur til að tileinka sér gagnrýna greiningu akademískra texta fyrir, á meðan og eftir lestur til að auka efnisþekkingu og almennan lesskilning. Að auki er kynntur tilgangur með samlestri (syntopical reading) þar sem nemendur kynnast aðferðum til að skanna mismunandi texta, sem tengjast sama viðfangsefni, í leit að sértækum upplýsingum. Ýmsar textagerðir verða skoðaðar til að efla textavitund og auka akademíska lesfærni og greiningarhæfni til að mæta auknum kröfum háskólamenntunar.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð í ensku, 10 eininga.
Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Shakespeare (ENS451G)
In this course we will read five plays by William Shakespeare written across his career as a dramatist. Through detailed analysis of the plays, we will investigate Shakespeare’s innovative approach to genre, the intricacies of his language, the depth of his poetic imagination, the richness of allusion to the historical, cultural, and social issues of Renaissance England, and the insistent probing of the conventions and material realities of the early modern theatre.
Please note that this is course is NOT open to DE students.
Fragmented Selves: Identity, Crisis, and Coping in Literature (ENS457G)
As R. D. Laing writes in The Politics of Experience, “the ordinary person is a shriveled, desiccated fragment of what a person can be,” one who is fundamentally alienated from him or herself and others. Literature alternately reflects this alienation and counters it by offering methods of coping and, ultimately, overcoming personal obstacles. In this course, we will focus on depictions of the self in crisis in various literary works to stress how such crises affect not only the person in question, but also society as a whole. While private affliction or suffering starts with the self, it extends beyond it, mirroring problems that exist in our culture at large.
W. G. Sebald and the Sebald Tradition in Contemporary Literature (ENS458M)
Theodor Adorno wrote in his essay “Cultural Criticism and Society” that “To write poetry after Auschwitz is barbaric.” In other words, to continue to produce monuments to the culture that gave rise to Auschwitz is simply to reconfirm that culture. Adorno meant to say that art after such genocidal events cannot be the same but must change if we are not to continue down the path of self-destruction. W. G. Sebald’s work has been seen as affecting such a paradigm shift in the European novel, as it confronts the relationship between place and history, personal identity and historical collectivity, trauma and memory.
In this course we will read The Rings of Saturn by W.G. Sebald and look at later novelists and essayists, some of whom utilize photographs as narrative material, who have followed in Sebald’s footsteps. We will examine to what extent these works help constitute a “Sebald tradition” and whether this tradition answers Adorno’s call for a meaningful paradigm shift in literature. The following authors have been suggested as being in that tradition, and we will read works by some of them. These may include:
Visitation, Jenny Erpenbeck
Open City; A Novel, Teju Cole
The Last Supper, Rachel Cusk
See/Saw: Looking at Photographs, Geoff Dyer
Leaving the Atocha Station, Ben Lerner
Paris Nocturne: A novel, Patrick Modiano
Panorama (Peter Owen World Series), Dusan Sarotar
Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)
The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth. This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit. Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.
On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.
Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry Pratchetts (ENS614G)
Í námskeiðinu Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry Pratchetts1 verða lesnar valdar skáldsögur eftir Sir Terry Pratchett og þær rýndar með áherslu á þjóðfræði efnið sem í þeim er að finna. Pratchett hafði einstakt lag á að flétta saman í Diskheims sögum sínum furðusagnaformi bókmenntanna, þjóðfræðiefni og mannlegu samfélagi, flétta sem er einmitt viðfangsefni námskeiðsins. Pratchett hefur verið eignaður heiðurinn að nýrri bókmennta undirgerð sem kölluð er gamansamar furðusögur.
Fræðilegur og kenningarlegur brennipunktur verður annarsvegar á aðlögun og bókmenntalega rýni og hins vegar á þjóðfræði, allt frá þjóðsögum til slúðurs samtímans.
Markmiðið er einnig að skoða hvernig Pratchett sótti sér innblástur í poppmenningu Hnattheim.2 . Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að kynnast og bera saman þjóðfræðiefni frá Englandi og Íslandi og skoða hvernig það birtist svo í Diskheimi. Viðbótar vídd námskeiðsins felst svo í þverfaglegri fræðilegri nálgun á milli enskra bókmennta og þjóðfræða.
_________________
1 Titillinn vísar til hugmynda Granny Wetherwax* um hentugan fótabúnað fyrir vinnandi nornir. Ef marka má þjóðfræðina þá er mikilvægt að hafa alltaf á sér svolítið járn. Járnnegldir sólarnir uppfylla þannig þjóðtrúna.
*Granny Wetherwax er ein af aðalsöguhetjunum í Diskheims bókaflokknum. †
†Pratchett var aðdáandi margfaldra neðanmálsgreina og nýtti þær af mikilli snilli.
2 Pratchett og aðdáendur hans kalla raunveruleika okkar hér á plánetunni Jörð oftar en ekki hnattheim.
Medieval Dreams and Visions (ENS620G)
This course will study one of the most influential and complex genres in medieval literature—the dream vision. We will begin with the foundational texts of the tradition, some biblical dreams, the classical prototype of Cicero’s The Dream of Scipio, the philosophical dream vision of Boethius’s Consolation of Philosophy, and the erotic allegory of The Romance of the Rose. Our focus, however, will be on the transformations of the genre in Middle English literature, including the dream vision poems of Chaucer, Langland, Lydgate, and James I Stewart. As we read each text, we will ask ourselves two questions: First, how does the text use the conventions and norms of the dream vision genre to its unique ends? And second, how does it use the technologies of the genre to explore such diverse issues as desire, loss and consolation, political government, religious prophecy, and the nature of writing and textuality?
Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)
Viðfangsefni:
Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
- Haust
- Hugræn málvísindi og bókmenntirV
- Birtingarmynd IRA í bókmenntum og kvikmyndumV
- SagnasveigarVE
- Harlem EndurreisninV
- Jane Austen and her Feminist LegacyV
- Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950VE
- Inngangur að enskukennsluV
- Straumar og stefnur í enskukennsluV
- BA-ritgerð í enskuV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Literature and the Environment: Writing in the time of System CollapseV
- Hollywood: Place and MythV
- Skapandi skrif (enska)V
- Vor
- Norður-Amerískar smásögurVE
- Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Skosk skáldsagnagerð á 20. öldV
- Greinandi Lestur Akademískra Texta: Hugtök, Tegundir og SkilningurV
- BA-ritgerð í enskuV
- TvítyngiV
- ShakespeareV
- Fragmented Selves: Identity, Crisis, and Coping in LiteratureV
- W. G. Sebald and the Sebald Tradition in Contemporary LiteratureV
- Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration ComedyV
- Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry PratchettsV
- Medieval Dreams and VisionsV
- Enskukennsla fyrir unga byrjendurV
- Tungumál og leiklistV
- True stories, well told: Crafting and critiquing creative nonfictionV
Hugræn málvísindi og bókmenntir (ENS417G)
Í þessu námskeiði verða hugræn (cognitive) málvísindi og bókmenntafræði kynnt. Markmiðið er m.a. að gefa nemendum innsýn í fræðikenningar þar sem gert er ráð fyrir því að sömu hugarferlin einkenni mannlegt mál og mannlega hugsun yfirleitt. Lögð verður áhersla á að sýna hvernig samþætta má greiningu í málfræði og bókmenntum, t.d. með hliðsjón af nýlegum kenningum um myndhverfingar (metafórur). Stefnt verður að því að skapa umræður í tímum á milli kennara og nemenda um atriði eins og hvort rétt sé að skipta málvísindum og bókmenntafræði í ótal undirgreinar.
Birtingarmynd IRA í bókmenntum og kvikmyndum (ENS445G)
This course will examine the ways in which the IRA has been portrayed by Hollywood variously as a group of patriotic freedom fighters, ruthless terrorists, corrupt gangsters and flawed idealists. We will focus on a number texts which have been adapted to the screen and discuss how these adaptations have influenced public perception of the ongoing political conflict in Northern Ireland.
Sagnasveigar (ENS517G)
Á þessu námskeiði verða breskir, bandarískir og kanadískir sagnasveigar teknir til athugunar. Annars vegar verða lesnar stakar sögur úr sveigum en hins vegar íhugað hvernig þær falla inn í eða magna sögusveiginn.
Harlem Endurreisnin (ENS520G)
This course introduces students to the Harlem Renaissance, a literary and cultural movement that emerged in early twentieth-century America. Associated with an awakening of new African American forms of literature, art, and activism, the Harlem Renaissance encompassed a diverse array of voices and aesthetic ideas. The course will explore key texts from this era, with a focus on both fiction and poetry, but some attention will also be given to visual media.
Jane Austen and her Feminist Legacy (ENS353G)
Jane Austen may be a recognizable staple of classic English literature in the 21st century, but her mass popularity is a fairly recent development. This course will go back to Austen’s beginnings and investigate her as a female pioneer that she was, offering new, refreshing insight into some of her most beloved works, and reframing her importance through a feminist lens. The critical analysis will focus primarily on the late 20th/early 21st century reception and (re)framing of Austen’s work; we will investigate Austen’s role in the creation of the chick-lit and rom-com genres, and her overall influence on modern (post-) feminist literature.
Frá uppruna hrollvekjunnar til fantasía og ástarsagna á tuttugustu öld: breska sögulega skáldsagan frá 1764 til 1950 (ENS506G)
Á námskeiðinu verður fjallað um þróun sögulegu skáldsögunnar í Bretlandi til ársins 1950. Rakinn verður uppruni sögulegu skáldsögunnar, skoðað hvernig hún á hugsanlega rætur sínar að rekja til fyrstu hrollvekjuskáldsögunnar og lesin sú skáldsaga sem almennt er talin vera fyrsta eiginlega sögulega skáldsagan, Waverley eftir Walter Scott. Þróun þessarar sagnahefðar verður svo rakin fram til ársins 1950 og lesnar valdar skáldsögur frá þessu tímabili. Skoðað verður hvernig sögulegir atburðir eru notaðir í skáldsögum eftir margskonar höfunda og innan mismunandi greina skáldsögunnar, svo sem ævintýrasögum og rómönsum, og kynntar kenningar innan sagnfræði, bókmenntafræði og menningarfræða sem lúta að lestri og túlkun sögulegu skáldsögunnar.
Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.
Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind.Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)
Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Literature and the Environment: Writing in the time of System Collapse (ENS351M)
Andri Snaer Magnason has written presciently in his book On Time and Water that “When a system collapses, language is released from its moorings. Words meant to encapsulate reality hang empty in the air, no longer applicable to anything.” In this course we will examine how this statement refers to our experience of literature now, and we will attempt to discover how writers manage to recapture meaning within a new framework of our understanding of nature and culture.
This course will examine literature in relation to the environment and we will work within the burgeoning field of ecocriticism. Questions we will consider include the relationship between nature and religion; human history versus environmental time; postmodern nature; the relationship between technology and landscape; colonized nature; ecosemiotics; nature and globalization; and what is nature?
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Skapandi skrif (enska) (ENS817M)
Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.
Tilgangur námsins er m.a.
1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.
2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.
Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.
Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.
Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).
Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 7 sæti eru ætluð MA nemendum og 7 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær.
Norður-Amerískar smásögur (ENS467G)
Á þessu námskeiði verða kynntar og ræddar helstu áherslur í efni og efnistökum smásögunnar í Bandaríkjunum og ensku Kanada.
Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Skosk skáldsagnagerð á 20. öld (ENS606M)
Frá kofum og kastölum Hálandanna til stórborga og dópistabæla Láglandsins: Þetta námskeið gefur yfirlit yfir skoska skáldsagnagerð á 20. öld og skoðar hvernig skoskir rithöfundar lýsa Skotlandi, Skotum, og skosku þjóðfélagi í skáldsögum sínum. Við byrjum á að skoða menningarlegan og sögulegan bakgrunn Skotlands á tuttugustu öld, og lesum svo valin bókmenntaverk eftir mikilvæga höfunda frá hinu svokallaða skoska endurreisnartímabili í bókmenntum frá 1920-40. Þá verða lesin verk eftir höfunda frá miðri og fram á síðasta áratug tuttugustu aldar þar sem metin verða áhrif skosku bókmenntaendurreisnarinnar og verkin skoðuð með sérstöku tilliti til þess hvernig höfundar fjalla um þjóðerni, trúabrögð, stéttskiptingu, kyngerfi (þ.m.t. kynjaskiptingu og kynvitund), og einnig með tilliti til þess hvernig höfundar nota frásagnahefðir, skoska tungumálið og mállýskur.
Greinandi Lestur Akademískra Texta: Hugtök, Tegundir og Skilningur (ENS466G)
Lesfærni og lesskilningur eru mikilvægir hlutar akademísks náms, sér í lagi ef litið er til magns skyldulestrar. Viðamikil notkun textaheimilda er styðja röksemdir í akademíkskum skrifum ræðst af getu nemenda til að safna saman upplýsingum sem byggja upp sértæka þekkingu á ákveðnu viðfangsefni. Í námskeiðinu er farið yfir tilgang og venjur við greinandi lestur (analytical reading) og samlestur (syntopical reading) í akademísku umhverfi. Aðalmarkmið er að hvetja nemendur til að tileinka sér gagnrýna greiningu akademískra texta fyrir, á meðan og eftir lestur til að auka efnisþekkingu og almennan lesskilning. Að auki er kynntur tilgangur með samlestri (syntopical reading) þar sem nemendur kynnast aðferðum til að skanna mismunandi texta, sem tengjast sama viðfangsefni, í leit að sértækum upplýsingum. Ýmsar textagerðir verða skoðaðar til að efla textavitund og auka akademíska lesfærni og greiningarhæfni til að mæta auknum kröfum háskólamenntunar.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð í ensku, 10 eininga.
Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Shakespeare (ENS451G)
In this course we will read five plays by William Shakespeare written across his career as a dramatist. Through detailed analysis of the plays, we will investigate Shakespeare’s innovative approach to genre, the intricacies of his language, the depth of his poetic imagination, the richness of allusion to the historical, cultural, and social issues of Renaissance England, and the insistent probing of the conventions and material realities of the early modern theatre.
Please note that this is course is NOT open to DE students.
Fragmented Selves: Identity, Crisis, and Coping in Literature (ENS457G)
As R. D. Laing writes in The Politics of Experience, “the ordinary person is a shriveled, desiccated fragment of what a person can be,” one who is fundamentally alienated from him or herself and others. Literature alternately reflects this alienation and counters it by offering methods of coping and, ultimately, overcoming personal obstacles. In this course, we will focus on depictions of the self in crisis in various literary works to stress how such crises affect not only the person in question, but also society as a whole. While private affliction or suffering starts with the self, it extends beyond it, mirroring problems that exist in our culture at large.
W. G. Sebald and the Sebald Tradition in Contemporary Literature (ENS458M)
Theodor Adorno wrote in his essay “Cultural Criticism and Society” that “To write poetry after Auschwitz is barbaric.” In other words, to continue to produce monuments to the culture that gave rise to Auschwitz is simply to reconfirm that culture. Adorno meant to say that art after such genocidal events cannot be the same but must change if we are not to continue down the path of self-destruction. W. G. Sebald’s work has been seen as affecting such a paradigm shift in the European novel, as it confronts the relationship between place and history, personal identity and historical collectivity, trauma and memory.
In this course we will read The Rings of Saturn by W.G. Sebald and look at later novelists and essayists, some of whom utilize photographs as narrative material, who have followed in Sebald’s footsteps. We will examine to what extent these works help constitute a “Sebald tradition” and whether this tradition answers Adorno’s call for a meaningful paradigm shift in literature. The following authors have been suggested as being in that tradition, and we will read works by some of them. These may include:
Visitation, Jenny Erpenbeck
Open City; A Novel, Teju Cole
The Last Supper, Rachel Cusk
See/Saw: Looking at Photographs, Geoff Dyer
Leaving the Atocha Station, Ben Lerner
Paris Nocturne: A novel, Patrick Modiano
Panorama (Peter Owen World Series), Dusan Sarotar
Wits, Fools, and Fops: The Social World of Restoration Comedy (ENS463G)
The Restoration of the English monarchy (1660-1666) was a period of celebration, rebirth, and mirth. This period witnessed the return of King Charles II from exile and the reopening of the theatres, which had been closed during the period in while Oliver Cromwell—a Puritan— served as Lord Protector of the country. This period was a particularly special one for drama because it was the first time in England that women were permitted to act on the public stage and that women wrote professionally for the theatres. Restoration drama (1660-1689) gave rise to new types of characters and modes of speech in comedy that were to do with wit. Wit—an affected style of speech—became an important mode of expression on the Restoration stage that expressed the new relaxed approaches to sex, marriage, and rebellion against Puritan values. At the same time, the affected, self-aware, and metatheatrical style of wit contained in Restoration comedy, gave rise to sharp critiques of different social groups, gender roles, and figures of authority. We will consider the effects of the self-reflexive elements of the drama within the theatre auditorium and in the society.
On the course, we will study Restoration comedies by male and female playwrights in their theatrical, historical, and material context. We will discuss the interactive relationship between character, performer, and audience through the reflexive nature of wit as criticism, along with the metatheatrical nature of asides, prologues, epilogues to investigate how Restoration drama used wit, laughter, and interactive theatrical devices to critique and poke fun at its own society.
Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry Pratchetts (ENS614G)
Í námskeiðinu Járnnegldir skósólar: Aðlögun, þjóðfræði og samfélagspeglun í Diskheimi Terry Pratchetts1 verða lesnar valdar skáldsögur eftir Sir Terry Pratchett og þær rýndar með áherslu á þjóðfræði efnið sem í þeim er að finna. Pratchett hafði einstakt lag á að flétta saman í Diskheims sögum sínum furðusagnaformi bókmenntanna, þjóðfræðiefni og mannlegu samfélagi, flétta sem er einmitt viðfangsefni námskeiðsins. Pratchett hefur verið eignaður heiðurinn að nýrri bókmennta undirgerð sem kölluð er gamansamar furðusögur.
Fræðilegur og kenningarlegur brennipunktur verður annarsvegar á aðlögun og bókmenntalega rýni og hins vegar á þjóðfræði, allt frá þjóðsögum til slúðurs samtímans.
Markmiðið er einnig að skoða hvernig Pratchett sótti sér innblástur í poppmenningu Hnattheim.2 . Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að kynnast og bera saman þjóðfræðiefni frá Englandi og Íslandi og skoða hvernig það birtist svo í Diskheimi. Viðbótar vídd námskeiðsins felst svo í þverfaglegri fræðilegri nálgun á milli enskra bókmennta og þjóðfræða.
_________________
1 Titillinn vísar til hugmynda Granny Wetherwax* um hentugan fótabúnað fyrir vinnandi nornir. Ef marka má þjóðfræðina þá er mikilvægt að hafa alltaf á sér svolítið járn. Járnnegldir sólarnir uppfylla þannig þjóðtrúna.
*Granny Wetherwax er ein af aðalsöguhetjunum í Diskheims bókaflokknum. †
†Pratchett var aðdáandi margfaldra neðanmálsgreina og nýtti þær af mikilli snilli.
2 Pratchett og aðdáendur hans kalla raunveruleika okkar hér á plánetunni Jörð oftar en ekki hnattheim.
Medieval Dreams and Visions (ENS620G)
This course will study one of the most influential and complex genres in medieval literature—the dream vision. We will begin with the foundational texts of the tradition, some biblical dreams, the classical prototype of Cicero’s The Dream of Scipio, the philosophical dream vision of Boethius’s Consolation of Philosophy, and the erotic allegory of The Romance of the Rose. Our focus, however, will be on the transformations of the genre in Middle English literature, including the dream vision poems of Chaucer, Langland, Lydgate, and James I Stewart. As we read each text, we will ask ourselves two questions: First, how does the text use the conventions and norms of the dream vision genre to its unique ends? And second, how does it use the technologies of the genre to explore such diverse issues as desire, loss and consolation, political government, religious prophecy, and the nature of writing and textuality?
Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)
Viðfangsefni:
Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
True stories, well told: Crafting and critiquing creative nonfiction (ENS619M)
Skapandi fræðirit (e. creative nonfiction) er umdeild og samkvæmt sumum tegund sem blandar saman tveim efnisgreinum sem ekki sitja vel saman. „Skapandi“ vísar í sköpunnar ritverka og ímyndunaraflsins sem tengist skáldskap og ljóðum, og „fræðirit“ vísar til viðfangsefnisins: raunverulegt fólk, staðir, hlutir og atburðir. Markmið skapandi fræðirita er að nota bókmenntatækni til að miðla einhverju sönnu—óskálduðu—um heiminn okkur til lesenda.
Þetta námskeið, eins og grein skapandi fræðirita, situr klofvega á milli fræðilegra/skapandi skila. Saman munum við fræðast meira um nokkra af afrekustu og virtustu rithöfundum CNF á 20. og 21. öld — þar á meðal Joan Didion, David Foster Wallace, James Baldwin, Annie Dillard, Maxine Hong Kingston, Nora Ephron, Zadie Smith, David Sedaris, Truman Capote, Virginia Woolf, Leslie Jamison og Rebecca Solnit—stunda náið lestur og greiningu á bæði „skapandi“ og „fræðirit“ í verkum sínum, sem og greiningu á fræðilegum aðferðum eins og femínisma, post-colonialism og critical race theory sem hafa áhrif á skrif þeirra.
Í þessu námskeiði er einnig þáttur í skapandi verkstæði, þar sem nemendur nota það sem þeir læra af því að greina og setja skapandi fræði í samhengi til að framleiða að lokum sín eigin verk af skapandi fræði, sem verða lögð fram til ritsmiðju.
- Haust
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Forngríska I: ByrjendanámskeiðV
- Vor
- Fjölmenning og tungumálakennslaVE
- Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennsluV
- Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagiV
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)
Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.
Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:
- hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
- viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
- efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu.
Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli.
Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)
Viðfangsefni:
Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins.
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Nemar sem eru undanskilað vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu nemar.
Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagi (AMV416G)
Þetta námskeið fjallar um tjákn (e. emojis). Ef tjákn væru tungumál væri ekkert annað mannlegt mál með fleiri málhafa. Vistkerfi tjákna virðist enn fremur hafa þversagnakennd áhrif á tungumál. Að sumu leyti bjóða tjákn upp á fjölbreyttari leiðir til að tjá sig í ritmáli en nokkru sinni fyrr – en þau hafa þó einnig verið borin saman við nýlenskuna í dystópíu Orwell, 1984, vegna þess hvernig þau takmarka möguleika á tjáskiptum.
Þó að tjákn eigi sér fremur stutta sögu þá hefur mikið verið um þau fjallað, bæði í akademísku samhengi og utan þess. Í þessu námskeiði munum við kanna hvaðan tjákn koma, hvernig tæknin sem liggur þeim að baki virkar og hvernig hægt er að nota máltækni til að greina og móta mannlega hegðun og upplifun með tjáknum og hugbúnaði sem vinnur með þau. Við munum sjá hvernig djúp tauganet hafa verið notuð við greiningu á viðhorfum í ritmáli og náð betri árangri en fólk í að greina kaldhæðni eftir að hafa verið þjálfuð á milljónum tjákna. Við munum fjalla um hvernig fólk með jaðarsettar sjálfsmyndir hefur barist fyrir inngildingu í samfélagi tjákna þannig að tíst geti tjáð það að vera trans, klæðast andlitsslæðu, vera á blæðingum eða sýnt húðlit þess sem skrifar. Við lærum um hvernig sumar svona tilraunir eru árangursríkar en aðrar ekki og ræðum hvers vegna svo sé. Námskeiðið mun kafa ofan í hvernig við skiljum og misskiljum tjákn og hvernig þau þýðast á milli mála, menningarheima, aldurshópa og ólíkrar tækniumgjarðar, svo sem á milli iPhone og Android-síma.
Námskeiðið mun setja tjákn í samhengi við kenningar í málvísindum, þar á meðal hvernig tjákn hafa verið greind sem skriflegt látbragð (e. gestures) og hvernig rétt sé að fjalla um orðhlutafræði þeirra og merkingarfræði. Málvísindi eru vísindagrein sem hjálpar okkur að uppgötva og skilja kunnáttu sem við búum þegar yfir og þess vegna er vel hugsanlegt að í námskeiðinu munir þú kynnast eigin ómeðvitaðri þekkingu á tjáknum. Námskeiðið hentar nemendum með alls konar bakgrunn.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.