Skip to main content
17. maí 2023

Háskólalestin á Ísafirði 19. og 20. maí 

Háskólalestin á Ísafirði 19. og 20. maí  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskólalest Háskóla Íslands heldur áfram för sinni um landið í maímánuði og verður á Ísafirði 19. og 20. maí með sín fjör og fræði. 

Líkt og venja er hefst heimsóknin á námskeiðahaldi fyrir grunnskólanema en föstudaginn 19. maí munu nemendum í 8.-10. bekk Grunnskólans á Ísafirði bjóðast námskeið um allt milli himins og jarðar, m.a. um blaða- og fréttamennsku, efnafræði, töfra ljóss og lita, forritun með skynjurum og föndri, orð og ljóð, kortagerð á hafi og landi, stjörnufræði, sjúkraþjálfun og dulkóðun. 
 
Laugardaginn 20. maí verður slegið upp sannkallaðri vísindaveislu fyrir bæjarbúa og nærsveitarfólk í salnum í Grunnskólanum á Ísafirði kl. 10-13:30. Þar býðst fólki á öllum aldri að kynnast undrum vísindanna með gagnvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki, tól og smiðjur. Það er enginn aðgangseyrir og öll eru hjartanlega velkomin!  

Guðrún Bachmann, lestarstjóri og kynningarstjóri vísindamiðlunar, segir hér frá lestinni.

Megináherslan Háskólalestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsbyggðina. Í áhöfn lestarinnar eru kennarar og nemendur við Háskóla Íslands, sem flestir hverjir starfa einnig sem leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins.  

Áhöfnin hlakkar mikið til þess að hitta samfélagið á Ísafirði! 

Nánar um Háskólalestina

Háskólestin hefur heimsótt hátt á fjórða tug áfangastaða um allt land og ávallt fengið einstaklega hlýjar móttökur. Það er því mikið tilhlökkunarefni að hefja ferðina ár hvert en allt starf lestarinnar er skipulagt í nánu samstarfi við sveitarfélög og skóla hvers áfangastaðar. 
 
Þess má til gamans geta að Háskólalestin hefur hlotið Vísindamiðlunarverðlaun Rannís fyrir störf sín. Þá hafa Vísindasmiðjan og Háskóli unga fólksins einnig fengið viðurkenningar fyrir vísindamiðlun. 
 

Sprengju