Skip to main content

Menntun framhaldsskólakennara, MA

Menntun framhaldsskólakennara, MA

Þverfræðilegt framhaldsnám

Menntun framhaldsskólakennara

MA gráða – 120 einingar

Ertu með gráðu í kennslugrein framhaldsskóla og langar að verða framhaldsskólakennari? Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra fræðasviða HÍ. Námið er sniðið að nemendum sem hafa BA gráðu af Félagsvísinda- eða Menntavísindasviði.

Skipulag náms

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Að læra dönsku sem erlent mál (DAN010F)

Fjallað verður um kenningar um "intersprog". Nemendur kynnast villugreiningu og hvaða vísbendingar villur og málnotkun nemenda geta gefið um máltökuferlið. Einnig verða skoðaðar mállegar, félagslegar, sálfræðilegar og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málhæfni. Nemendur fá tækifæri til að skoða máltökuferlið nánar með eigin athugunum á ritmáli og talmáli nemenda sem eru að læra dönsku í íslenskum skólum.

X

Málnotkun og framsetning: Danska (DAN703F)

Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Nemendur rifja upp helstu reglur um danskt mál, málnotkun og stílbrögð. Þeir greina hvernig ólíkar textagerðir taka mið af mismunandi tilgangi tjáskipta. Áhersla verður einnig lögð á ritfærni nemenda á dönsku og þeir þjálfaðir í notkun hjálpargagna.

X

Einstaklingsverkefni (DAN805F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN901F)

Einstaklingsverkefni.

X

Að kenna dönsku sem erlent mál (DAN011F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kenningar og rannsóknir sem snerta dönskukennslu, m.a. færniþættina fjóra ásamt kenningum um málfræði og málnotkun. Fjallað verður um tjáskipti sem forsendur þess að ná tökum á erlendu máli og hvernig nýta má nýja miðla til þess að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig. Beint verður sjónum að nýjum kenningum um orðaforða og orðaforðatileinkun og hvernig hægt er að nota þessa þekkingu til að brúa bilið milli lesturs og hlustunar annars vega og talmáls og ritunar hins vegar. Nemendur kynna kenningar um bókmenntalestur og menningarmiðlun í málakennslu.

X

Danskt stjórnkerfi, saga og menning (DAN802F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn yfir sögulega, pólitíska og menningarlega þróun í dönskum stjórnarháttum á 20. öld og fram til dagsins í dag – með áherslu á tímabilið: Frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Í námskeiðinu verður fjallað um danska velferðarmódelið og lýðræðislegt öryggisnet í ljósi þjóðarbúskapar, landafræði, lýðfræði og trúarbragða, aðstæðna á vinnumarkaði, stjórnmálakerfis, heilbrigðis- og menntunarkerfis, tengsla Danmerkur við alþjóðasamfélagið og almennra strauma í dönsku samfélagi. Nemendur munu kynna verkefni og ljúka námskeiðinu með skriflegu heimaverkefni.

X

Málnotkun og framsetning í kennslu (DAN806F)

Nemendur kynna sér og vinna með ýmsar aðferðir sem notaðar eru við kennslu og þjálfun í ritun. Námskeiðið er hugsað sem framhald af "Málfræði og ritun" þar sem nemendur geta nýtt sér fengna þekkingu, reynslu og þjálfun í þeim tilgangi að yfirfæra á kennslu.

X

Hvað eru námsgögn í tungumálakennslu? (DAN201F)

Þegar námsgögn til tungumálakennslu /-náms eru samin er nauðsynlegt að líta til margra þátta, sem sumir hverjir virðast ekki mikilvægir í fljótu bragði. Sama gildir þegar námsgögn til tungumálakennslu/-náms er valið.

Í námskeiðinu verður litið til ýmissa þátta sem skipta máli við námsgagnagerð, og hvernig þessum þáttum hafa verið gerð skil í tímans rás. Hvaða þættir ráða mestu um ágæti og notagildi námsgagna í nútíma skóla? Hver eru áhrif námsgagnahöfunda?

Unnið verður með hugtök á borð við námsgögn, texta, myndir, hljóð, stafrænt efni, inntak, þyngdarstig, kennslu- eða notkunarleiðbeiningar og verkefni/viðfangsefni.

Fjallað verður um kenningar er varða sýn á tungumálið,  tileinkun tungumála, kennslu- og námsaðferðir, menningar- og umhverfisþætti. Einnig verður hlutverk kennara/nemenda í kennslustofu/-rými tengt við val og notkun námsgagna greint. Enn fremur verður komið inn á hagnýti náms, sjálfræði í námi, einstaklingsmiðað nám, samvinnu í námi – og þá er ótalið markmið með náminu, ánægjustuðul, virkni nemenda og áhugahvöt.

X

Einstaklingsverkefni (DAN803F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN804F)

Einstaklingsverkefni.

X

Meistararitgerð í dönskukennslu (DAN331L, DAN331L)

Lokaritgerð í MA í dönskukennslu.

X

Meistararitgerð í dönskukennslu (DAN331L, DAN331L)

MA ritgerð í dönskukennslu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Meistararitgerð í enskukennslu (ENS331L)

Meistararitgerð í enskukennslu.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Meistararitgerð í enskukennslu (ENS331L)

Meistararitgerð í enskukennslu.

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Að læra og kenna frönsku sem erlent mál (FRA705F)

Kennslufræði erlendra mála með sérstakri áherslu á kennslu frönsku sem erlends máls.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)

Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)

Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)

Einstaklingsverkefni.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Meistararitgerð í frönskukennslu (FRA331L, FRA331L)

Meistararitgerð í frönskukennslu.

X

Meistararitgerð í frönskukennslu (FRA331L, FRA331L)

Meistararitgerð í frönskukennslu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)

Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)

Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.

Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi? 

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F, FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Meistararitgerð í heimspekikennslu (HSP331L)

Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Meistaraverkefni (MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Meistaraverkefni (MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN212F)

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)

Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu. 

Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.  

Námskeiðið er kennt á ensku.  

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Meistararitgerð í spænskukennslu (SPÆ331L)

Meistararitgerð í spænskukennslu.

X

Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)

Málstofa í orðabókarfræði

X

Kvikmyndir Spánar (SPÆ101M)

Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).

X

Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ709F)

Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.

X

Meistararitgerð í spænskukennslu (SPÆ331L)

Meistararitgerð í spænskukennslu.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.

X

Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.

X

Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)

Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)

Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.

X

Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)

Málstofuverkefni í bókmenntum.

X

Einstaklingsverkefni (SPÆ806F)

Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)

Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.

Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.

Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.

X

Utanríkismál Íslands (ASK103F)

Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Utanríkisstefna (ASK306F)

Námskeiðið þjálfar nemendur í greiningu utanríkisstefnu ríkja. Nemendur eru kynntir fyrir fræðilegum hugmyndum um utanríkisstefnu og þjálfaðir í að greina hana, einkum í gegnum lestur tilvika (case studies). Bæði stórveldi og smáríki eru skoðuð og áhersla lögð á að nemendur átti sig á því hvað ólík ríki eiga sameiginlegt og hvað greinir þau að. Sérstök áhersla er á að skoða það sem hefur áhrif á utanríkisstefnu smáríkja. Markmið og framkvæmd eru skoðuð, sem og samspil ríkja, stofnana og félagasamtaka á alþjóðavettvangi. Námskeiðið varpar ljósi á þá þætti sem móta framsetningu ríkja á hagsmunum sínum og utanríkisstefnu og leitast við að útskýra hvers vegna ríki gera það sem þau gera, og hvernig innri og ytri gerendur hafa áhrif á valkosti þeirra.

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

X

Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti (OSS101F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á grundvallaratriðum rekstrarhagfræði og markaðslíkansins enda eru markaðsbrestir skýrðir á þeim grunni. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér grunnhugtök hagfræði og geti beitt þeim. Áhrif markaðsbresta á samfélagið eru könnuð og fjallað er um þau afskipti ríkisins sem leiðrétt geta slíka bresti. Þá er einnig vikið að stjórnvaldsbrestum sem er hliðstætt vandamál í opinberum rekstri.

Í námskeiðinu er fjallað um framboð og eftirspurn, teygni, markaði og áhrif stjórnvalda. Fjallað er um stöðu neytenda og áhrif viðskipta á einstaklinga og fyrirtæki við skattlagningu og í alþjóðaviðskiptum. Lýst er velferðartapi, leikjafræði, ytri áhrifum og almannagæðum og farið yfir mismunandi markaðsform og kostnað. Loks er farið yfir tekjudreifingu, neytendaval, ósamhverfar upplýsingar og hagfræði stjórnmála og hegðunar. 

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.

X

Mannauðsstjórnun ríkis og sveitarfélaga (OSS102F)

Fjallað er um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um réttarsamband opinberra starfsmanna við vinnuveitendur, samskipti á vinnumarkaði og uppbyggingu launakerfis opinberra starfsmanna. Rætt er um helstu tæki og tól við mannauðsstjórnun svo sem mannauðskerfi, aðferðir við val á starfsmönnum, notkun starfs- og árangursmats, starfsmannasamtöl og mótun og eftirfylgni með starfsmannastefnum. Fjallað verður um sálfræðilega samninginn, ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað og vinnuvernd og öryggismál.

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

X

Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga (OSS119F)

Sveitarfélögin mynda annan meginstofn íslenskrar stjórnsýslu. Markmið námskeiðsins er að nemendur geri sér grein fyrir starfsumhverfi þeirra og fái innsýn í stjórnun og vinnuferla á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir stjórnskipulega stöðu og hlutverk sveitarfélaga, lagareglur sem lúta að störfum sveitarstjórna og helstu verkefnum sveitarfélaganna. Fjallað verður um kosti þessi að skipta ríkjum í sveitarfélög, með hliðsjón af kenningum um lýðræði, hagkvæmni og valddreifingu. Farið verður yfir hvað felst í hlutverki sveitarfélaga annars vegar sem lýðræðislegra stjórnvalda og hins vegar sem þjónustuveitenda. Stuttlega verður einnig vikið að samskiptum ríkis og sveitarfélaga, þ. á m. að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnum sveitarfélaga.

X

Stefnumiðuð almannatengsl (OSS120F)

Meginmarkmið námskeiðs er að þátttakendur kunni skil á helstu hugmyndum og kenningum um almannatengsl og samskipti, kunni skil á stefnumiðuðum samskiptum og krísustjórnun, geti gert grein fyrir helstu samfélagsmiðlum og nýtingu þeirra, og hannað, þróað og metið samskiptaáætlanir

X

Skipulagsmál sveitarfélaga: skipulag, stjórnmál og umhverfi (OSS121F)

Í námskeiðinu er fjallað um skipulagsmál sveitarfélaga í víðum skilningi. Lögð er áhersla á að greina samspil stjórnmála, almennings og hagsmunaaðila og aðkomu þeirra að skipulagsferlinu.Stjórnskipulag skipulagsmála og hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga er kynnt ásamt helstu takmörkunum á valdi sveitarfélaga. Kynnt eru og farið yfir helstu hugtök og kenningar skipulagsfræða. Skipulagsferlið og ólík skipulagsstig eru kynnt og farið yfir hvernig mat á umhverfisáhrifum og umhverfismat áætlana snertir skipulagsgerð sveitarfélaga.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Samningatækni (ASK206F)

Samningaviðræður á alþjóðavettvangi skipta sköpun fyrir ríki til að tryggja íbúum þeirra aukin lífsgæði sem og að tryggja ríkjunum sjálfum viðunandi stöðu í alþjóðakerfinu. Markmið námskeiðsins er að fjalla um hvernig ríki haga samningaviðræðum sínum við önnur ríki og alþjóða þrýstihópa. Einnig verður skoðað hvernig ríki reyna að ná fram markmiðum sínum í innan alþjóðastofnana. Farið verður yfir kenningar um samningatæki og stjórnun og skipulag samningaviðræðna.

X

Introduction to Security Studies (ASK220F)

This course provides a comprehensive foundation in security studies. It examines concepts and theories relevant in the field, then considers approaches to, and practices of, security across different levels of analysis: individual, national, international, transnational, global and human.
The focus of security studies centres around questions of what, for whom, and how, is security. Answers to these questions vary according to what level of analysis is adopted, and which security domain is being discussed (eg political, military, economics, social, environmental, etc). The course explores these dimensions thoroughly, and then considers what they contribute to our practical knowledge and experiences of security.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Kyn og margbreytileiki í fjölmiðlum (KYN203F)

Jafnréttismál eru hluti af regluverki fjölmiðlunar á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir störf í fjölmiðlun þar sem þekking og þjálfun í málefnum kynjajafnréttis og margbreytileika er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf á sviði fjölmiðlunar. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða, sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, og samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) með sérstakri áherslu á fjölmiðlun. Nemendur gera hagnýtt verkefni um kyn, margbreytileika og minnihlutahópa á sviði fjölmiðlunar. Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum, ekki síst á sviði fjölmiðlunar. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum þar sem kveðið er á um jafnrétti í fjölmiðlum. Í fjölmiðlalögum er kveðið á um upplýsingagjöf um birtingarmyndir kynja í fjölmiðlum og kynjahlutföll starfsfólk á fjölmiðlum og í jafnréttislögum segir að niðurstöðum rannsókna skuli markvisst miðlað til fjölmiðla. Námskeiðið er samkennt með námskeiðinu KYN202F: Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags.

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Skipulag og stjórnun stofnana (OSS202F)

Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildi (organizational theory) og atferli innan skipulagsheilda (organizational behavior). Áhersla er á skipulag og stjórnun opinberra stofnana og fyrirtækja. Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn í fræðilega umfjöllun um viðfangsefnin ásamt hagnýtingu tiltekinna stjórnunaraðferða.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana (OSS204F)

Fjallað verður um íslensk stjórnvöld, íslenska stjórnsýslukerfið, reglur sem gilda um samskipti og yfirstjórn innan stjórnsýslukerfisins, um meðferð stjórnsýslumála og upplýsingarétt almennings. Aðalháerslan er á meðferð stjórnsýslumála og þýðingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í því sambandi. 

X

Fjármál og fjármálastjórnun hins opinbera (OSS210F)

Námskeiðið fjallar um stjórnun og stjórnsýslu opinberra fjármála og snýst í meginatriðum um undirbúning og framkvæmd fjárlaga og fjárhagsáætlana. Ekki er fjallað um skattamál sérstaklega, heldur einungis að því leyti sem þau tengjast ákvörðunum í fjárlaga-, fjárhagsáætlanaferlinu. Námskeiðinu er skipt upp í tvo meginhluta. 

Í fyrri hlutanum er athyglinni beint að fjármálum ríkisins þar sem fjallað verður um gerð fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps og feril þeirra á vettvangi framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Þá verður fjallað um þær breytingar sem verða með gildistöku nýrra laga um opinber fjármál og helstu atriða áætlanagerðar. Hér verða kynnt helstu hugtök, verkfæri og aðferðir sem notaðar eru hjá ríkinu í þessu ferli. Einnig verður fjallað um framkvæmd fjárlaga, eftirlit og önnur áherslumál í áætlunargerð ríkisins. 

Í síðari hlutanum er fjallað um sveitarfélög á Íslandi, það lagaumhverfi sem þau starfa undir og helstu verkefni þeirra. Farið er yfir hlutverk sveitarstjórna, helstu tekjustofna sveitarfélaga og þá málaflokka sem eru rekstrarlega umfangsmestir. Sérstaklega er fjallað um fjármálastjórnun sveitarfélaga, undirbúning fjárheimilda og málsmeðferð við afgreiðslu þeirra. Síðan er farið yfir eftirfylgni og eftirlit með framkvæmd fjárheimilda. Að lokum er fjallað um formleg samskipti hlutverk ríkisins og sveitarfélaga við framkvæmd stjórnsýslunnar svo og eftirlit ríkisins með starfsemi sveitarfélaganna

X

Forysta og breytingastjórnun í opinberum rekstri - hlutverk stjórnenda (OSS223F)

Að taka forystu fyrir breytingum er í vaxandi mæli þáttur í störfum stjórnenda hins opinbera. Umhverfi og innra starf opinberra stofnana hefur breyst umtalsvert á undanförnum tíu til fimmtán árum og þar með hlutverk þeirra er þar stjórna. Breytingar á verkefnum, auknar kröfur um árangur, hagkvæmni, upptaka nýrra stjórnunaraðferða, bætt tengsl við borgarana og aukin áhrif þeirra á starfsemi hins opinbera og fleira gera nýjar kröfur til starfshátta stjórnenda í opinberum stofnunum. Þeir verða í vaxandi mæli að vera í forystu breytinga innan stofnana, talsmenn gagnvart fjölmiðlum og hagsmunahópum. Þessi krafa nær til æðstu stjórnenda, og að miklu leyti til millistjórnenda. Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur í opinberri stjórnsýslu undir þennan þátt í þeirra framtíðarstörfum, ásamt því að fjalla um leiðir til þess að komast í forystustörf innan stofnana, halda þeim og takast á við átök sem oftast fylgja forystuhlutverki. Nemendur sem hyggja á önnur störf en hjá opinberum aðilum geta einnig haft gagn af þessu námskeiði, þótt aðstæður þar séu aðrar.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Meistaraverkefni (MFK441L, MFK441L, MFK441L)

Lokaverkefni til MA-prófs í menntun framhaldsskólakennara er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemandi skal hafa samráð við formann námsbrautar á kjörsviði um val á leiðbeinanda og fer umgjörð verkefnis að reglum deildarinnar. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara deildarinnar en ef nemandinn er í samþættu námi er ætlast til þess að sérfræðingur sem kennaradeild tilnefnir vinni með leiðbeinanda. Það fer að reglum deildar hvort skipuð er sérstök meistaraprófsnefnd.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Í kennsluskrá eru tilgreind nokkur dæmi.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Nýjar rannsóknir í sagnfræði (SAG201F)

Í námskeiðinu verða lesnar þekktar sagnfræðilegar rannsóknir úr vestrænni menningarsögu sem fjalla um margvísleg efni sem hafa verið ofarlega á baugi innan fagsins. Gerð verður tilraun til að sýna hvernig sagnfræðingar, bæði í lok tuttugustu aldar og í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, glíma við ólík efni í rannsóknum sínum. Umfjöllunin verður sett í hugmyndafræðilegt samhengi og lögð verður áhersla á að sýna fram á ólík gímutök sagnfræðinga þegar viðfangsefnið hefur tengst áðurnefndu fræðasviði. Reynt var að velja áhugaverðar bækur sem eru líklegar til að gefa okkur áhugaverða mynd af stöðu sagnfræðinnar í dag.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Rannsóknarverkefni í sagnfræði vegna MA-ritgerðar (SAG704F)

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar er undanfari að ritgerðinni sjálfri. Nemandi vinnur að rannsóknaráætlun í samráði við leiðbeinanda sinn. Í verkefninu er lýst markmiðum og aðferð, niðurskipan efnis og helstu heimildum sem unnið verður með. Æskilegt er að einnig fylgi drög að nokkrum blaðsíðum af eiginlegum texta. Hámarkslengd er 5000 orð. Að verkefni loknu tekur nemandi til við frekari rannsóknir og skrifar ritgerðina. Námsbraut í sagnfræði annast mánaðarlega málstofu fyrir nemendur sem eru skráðir í Rannsóknarverkefni þar sem nemendum gefst færi á að bera saman bækur sínar og stilla strengi. Umsjón með málstofunni hefur fastráðinn kennari við námsbrautina. Ekki er gefin einkunn heldur lýkur verkefninu með umsögninni „staðið“ eða „fallið“. Leiðbeinandi og umsjónarmaður ákveða niðurstöðuna í sameiningu.

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Einstaklingsverkefni A (SAG014F)

Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.

X

Einstaklingsverkefni C (SAG602F)

Ekki má taka meira en 20e í einstaklingsverkefnum. Heimilt er að taka tvö 10e verkefni. Í samráði við kennara á M.A.-stigi velur nemandi sér verkefni til úrlausnar. Umsjónarkennara er heimilt að fela öðrum kennara í greininni að hafa verkstjórn með verkefninu. Sem dæmi um verkefni má nefna samningu kennsluefnis, samningu yfirlitsrits í sagnfræði, gerð fræðilegrar bókaskrár í sagnfræði, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf á skjalasöfnum.

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Meistararitgerð í sögukennslu (SAG442L)

.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.

Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.

X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

X

Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að

  • þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
  • gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.

Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.

X

Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)

Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.

Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.

Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)

Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.

Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna

Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist

  • þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
  • leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.

Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Bókmenntakennsla (ÍET213F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika. 

Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum. 

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)

Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta megin