Skip to main content

Lögfræði, auðlindaréttur og alþjóðlegur umhverfisréttur, LL.M

Lögfræði, auðlindaréttur og alþjóðlegur umhverfisréttur, LL.M

Félagsvísindasvið

Lögfræði, auðlindaréttur og alþjóðlegur umhverfisréttur

LL.M. gráða – 90 einingar

Nám fyrir lögfræðinga sem vilja sérhæfa sig í lagareglum sem gilda um auðlindir og umhverfi með áherslu á íslensk, evrópsk og alþjóðleg sjónarmið.

Námið fer eingöngu fram á ensku.

Skipulag náms

X

Basic Course in Public International Law (LÖG109F)

Kennt fyrri hluta haustmisseris, lýkur með munnlegu prófi í október.  Um er að ræða undirstöðunámskeið í almennum þjóðarétti þar sem fjallað er um helstu álitaefni á borð við réttarheimildir þjóðaréttar, þjóðréttaraðild, landsvæði og ríkisyfirráð, lögsögu, úrlendisrétt, gerð þjóðréttarsamninga, ábyrgð ríkja, alþjóðastofnanir, Sameinuðu þjóðirnar, valdbeitingu í alþjóðakerfinu og úrlausn deilumála.  Námskeiðið er einkum ætlað laganemum á meistarastigi en getur þó allt eins hentað nemendum í annars konar námi, t.d. í alþjóðasamskiptum, þar sem nokkur áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnin einnig frá þverfaglegu sjónarhorni.

X

Themes on International and European Union Environmental Law (LÖG110F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess, sem byggir á gagnvirkum fyrirlestrum með þátttöku nemenda, verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll umhverfisréttar hvors réttarsviðs, meginreglur þeirra, þ.m.t. sjálfbæra þróun, sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ, áhrif alþjóðlegs umhverfisréttar á umhverfisrétt Evrópusambandsins, þróun lagalegra lausna og áhrif réttarframkvæmdar. Jafnframt verða helstu efnissvið réttarsviðanna kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs umhverfisréttar og umhverfisréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæði nemenda. Meðal þessara efnissviða er vernd líffræðilegar fjölbreytni, varnir gegn mengun, þátttökuréttindi og aðgangur að dómstólum, mannréttindi og umhverfið, og málefni norðurslóða. (Sjá einnig LÖG187.F, Þverþjóðlegur loftslagsréttur).

X

International Human Rights Law (LÖG111F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á alþjóðlegri samvinnu um vernd mannréttinda, helstu mannréttindi sem vernduð eru af alþjóðlegum mannréttindasamningum og eftirlit með framkvæmd þeirra. Fjallað er um uppruna mannréttindahugtaksins og þróun alþjóðlegrar samvinnu um vernd mannréttinda. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um mannréttindastarf og helstu mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna. Einnig er gefið yfirlit yfir svæðabundna mannréttindasamvinnu einkum í Evrópu.  Námskeiðið er kennt á síðari hluta haustmisseris.

X

Transnational Climate Law (LÖG187F)

Í námskeiðinu er fjallað um lagalegan grundvöll og meginreglur alþjóðlegs loftslagsréttar og loftslagsréttar Evrópusambandsins. Einnig verður fjallað um tilteknar lagalegar lausnir og útfærslur á alþjóðlegum skuldbindingum í landsrétti ríkja og fjallað um mikilvæg dómsmál á sviði loftslagsmála. Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hluta þess verður megináherslan lögð á að skýra og fjalla um lagalegan grundvöll loftslagsréttar, meginreglur réttarsviðsins, áhrif alþjóðlegs loftslagsréttar á loftslagsrétt Evrópusambandsins, og þróun lagalegra lausna í nokkrum ríkjum. Í seinni hluta námskeiðsins, sem verður í málstofum, verða tiltekin efnissvið alþjóðlegs loftslagsréttar og loftslagsréttar Evrópusambandsins krufin til mergjar á gagnrýninn hátt sem krefst virkrar þátttöku og frumkvæðis nemenda. (Sjá einnig LÖG110F, Þættir úr alþjóðlegum umhverfisrétti og umhverfisrétti Evrópusambandsins).

X

Natural Resources Law, EU/EEA Energy Law (LÖG212F)

Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er ætlunin að veita greinargott yfirlit yfir viðfangsefni orkuréttar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) ásamt því að útskýra grundvallarhugtök á þessu sérhæfða og mikilvæga réttarsviði. Í öðru lagi er markmiðið að fara yfir og skýra meginreglur orkuréttar ESB, þ.á m. hreinorkupakkann svokallaða, og tengslin milli lagareglna á sviði orkumála og loftslagsmála. Í þriðja lagi verður fjallað um íslenskar lagareglur á sviði orkuréttar.

X

Law of the Sea (LÖG213F)

Um er að ræða námskeið kennt á ensku um hafrétt sem er eitt sérsviða þjóðaréttar og er einkum ætlað fyrir meistaranema við Lagadeild, skiptinema og mögulega einnig aðra nema við háskólann sem leggja stund á nám er tengist hafrétti og auðlindum. Stefnt er að því að nemendur verði að námi loknu færir um að leysa viðfangsefni á sviði hafréttar og einnig til að stunda rannsóknir á því sviði. Grunnur námsins byggir á Hafréttarsáttmála SÞ sem telst vera heildstæður þjóðréttarsamningur á sviði hafréttar. Þá verður einnig  fjallað um aðra mikilvæga samninga á sviði hafréttar á borð við Úthafsveiðisáttmála SÞ, o.fl. Áhersla er lögð á að gera grein fyrir afmörkun ólíkra svæða á hafi og á hafsbotni, auk þess að gera grein fyrir ólíkum réttindum og skyldum strandríkja og annarra ríkja á þeim mismunandi hafsvæðum.

X

International Economic Law (LÖG234F)

Alþjóðaviðskipti eru vaxandi svið á vettvangi þjóðaréttarins. Markmið námskeiðsins er að fjalla um þá þróun sem orðið hefur á þessu sviði á undanförnum árum, um alþjóðleg viðskipti, fjármögnun, fjárfestingar og í efnahagsmálum. Fjallað er um starfsemi Alþjóðaskiptastofnunarinnar (WTO) og markmið hennar svo og meginþætti GATT samstarfsins og í starfi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

X

EU-EEA Law I (LÖG243F)

 The first part of the course EU/EEA law is devoted to EU/EEA constitutional law: general principles and sources of EU/EEA law, the relationship between EU/EEA law and national laws and judicial protection of individual rights both at national and European level.

The content of EU-EEA law is covered by reading main textbook accessible in advance and provided by teacher. Other reading materials on EU and EEA institutions and legal framework are also offered to students to understand the nature and effects of European integration/cooperation.

Furthermore, a research project is required to learn with locate, summarize and update legal sources in the field with the use of public-access European legal and academic databases (Treaties and legislation, doctrine and case-law from European courts).

The programme will consist of : the European integration process; the European Union after the entry into force of the Lisbon Treaty; the  European institutions; European acts and their effects in the national legal orders; principles of EU law; the EU Charter of Fundamental Rights and EU citizenship. These topics are analyzed in the light of the relevant case law of the Court of Justice of the EU and the EFTA Court, both in Luxembourg.

The course focuses on  the legal nature of EU and EEA law vis-a-vis other legal orders (international and human rights law, constitutions law) and the effect of EEA law in the national legal orders. Particular attention will be paid to comparing characteristics of EU and EEA law: the role of the Court of Justice and the EFTA Court in the development of EU/EEA law and the effectiveness of these legal orders to secure rights for private individuals and economic operators through these doctrines:  primacy, direct effect and State liability for breaches of European law.

Contents of the course in a nutshell:

  • European constitutional law (EU and EEA Treaties).
  • Legal framework, nature and judge-made principles of EU-EEA law that make European law unique.
  • Comparative study of the effectiveness of EU and EEA law from a citizens rights´ perspective (access to justice).
  • Interaction of EU-EEA law with national legal orders.

Method: Reading EU-EEA law textbook and other materials. Learning to do research in the field and writing a legal paper. Taking a written examination dealing with theory (textbook and materials) and practice (real documents for anaysis and comment).

X

EU-EEA Law II (LÖG244F)

The impact and importance of European law (EU and EEA law) has increased significantly in recent years. This is reflected in its evolution from an  internal economic market to one which incorporates social, political and fundamental rights in addition to economic elements. In spite of  fundamental differences between EU law and EEA law, the impact of EU/EEA law as a source of national laws in 27/30 European countries is undeniable. Consequently, EU/EEA law is essential to the legal environment, context and operation of any business.

The second part of the course EU/EEA law is devoted to substantive EU/EEA law in the following areas: -the single market, -the four freedoms and - the regulation of the economic activity by the State/EU.

EU Law: the foundations of the single market, the law of the single market: free movement of goods, free movement of workers and persons, freedom of establishment and to provide and receive services and free movement of capital, harmonization and common policy making; the principle of proportionality;  Union citizenship; the regulation of economic activity by the State and EU institutions.

EEA Law: the law of the internal market in the EEA legal order. Homogeneity and its limits. EU and EEA law in perspective.

Content of the course in a nutshell:

  • European internal market and the four fundamental freedoms.
  • Resolution of practical cases relating to European EU-EEA law from a professional perspective.
  • Visits to Icelandic legislative, executive and judicial powers to discuss the incorporation, application and enforcement of EEA law in practice.
X

LLM Lokaritgerð (LÖG431L)

Lokaverkefni í LLM námi. Vinnan skal byggja á sjálfstæðri rannsóknavinnu nemanda undir handleiðslu og eftirliti umsjónarkennara. Nemandi ber ábyrgð á að afla heimilda, úrvinnslu þeirra og lögfræðilegum ályktunum. Notkun heimilda, tilvísanir til þeirra, svo og gerð heimildaskrár og annarra skráa skal vera í samræmi við reglur Lagadeildar þar að lútandi.

X

Bandarískt réttarkerfi og stjórnskipun (LÖG172F)

Farið verður yfir nokkur af grunnatriðum bandarísks réttarkerfis og stjórnskipunar. Þá verður farið yfir nokkra tímamótadóma sem hafa fallið í Hæstarétti Bandaríkjanna, allt frá 1803 til dagsins í dag, og hvaða afleiðingar þessir dómar hafa haft á réttarkerfið og samfélagið sem slíkt.

X

Félagaréttur og stjórnarhættir (LÖG190F)

Meginmarkmið málstofunnar er að nemandi geti að henni lokinni komist að niðurstöðu um hvaða atriði einkenni bestu framkvæmd í þágu farsælla stjórnarhátta fyrirtækja, sem við geta átt eftir atvikum á Íslandi, í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Þýskalandi og Japan. Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á hlutverki innanhúslögmanna og annarra lögfræðinga sem veita hagsmunaaðilum, stjórnum, framkvæmdastjórn, hluthöfum og eftirlitsaðilum ráðgjöf.

X

Seminar: Kviðdómur í bandarísku réttarfari, upphaf, saga og þróun (LÖG182F)

Málstofa kennd á ensku - sjá nánari námslýsingu á enska vefnum. 

Francis Wasserman fyrrverandi dómari og saksóknari í USA mun kenna þetta námskeið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Fredrik Erik Carl Hansson
Diljá Mist Einarsdóttir
Fredrik Erik Carl Hansson
Meistaranemi í LL.M í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

When comparing different LL.M. Programs in Europe related to Environmental Law, I found the one at the University of Iceland to be the most suitable. The Program provided the right specialisation courses, it was all in English and it had both the EU and the international dimension. In the well composed broad selection of courses, there was always a possibility to put focus on environmental issues, for example, in presentations or student papers. Attending the Program also gave a great opportunity to exchange experiences with other students from both Europe and other parts of the world, with an interest in the same legal field.

Diljá Mist Einarsdóttir
Meistaranemi í LL.M í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

I chose the LL.M. program at the University of Iceland to expand my knowledge in this specialized area. It was then a pleasant surprise to find out that a large part of the program was useful basic European law. In addition to exciting subjects, the program offers ambitious teaching and highly motivated professors. I was therefore very pleased with my choice and feel I have expanded my horizons greatly.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Lagadeild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.