Skip to main content

Fræði og fjölmenning

Mikill metnaður er fyrir því innan Háskóla Íslands að skólinn leggi sitt af mörkum til að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um fjölmenningu. Haustið 2015 var því stofnaður starfshópur, skipaður fulltrúum allra fræðasviða háskólans, miðlægrar stjórnsýslu og fulltrúum úr hópi stúdenta við HÍ. Starf hans hefur þróast hratt.

Starfshópurinn er hugsaður sem vettvangur til að safna saman þekkingu innan HÍ á sviði fjölmenningar með það að markmiði að byggja brýr og miðla áfram þeirri þekkingu sem fyrir er innan háskólans. Hópurinn starfar undir formerkjunum fræði og fjölmenning og horfir til málefna innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda.

Ítarefni