Skip to main content

Aðferðafræði

Aðferðafræði

Félagsvísindasvið

Aðferðafræði

MA gráða – 120 einingar

Markvisst nám á framhaldsstigi í rannsóknaraðferðum félagsvísinda með áherslu á megindlegar rannsóknaraðferðir. 

Skipulag náms

X

Málstofa í félagsfræði (FÉL302F)

Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni í framsetningu gagna. Fjallað er um framsetningu gagna í munnlegu og skriflegu máli, mismunandi form rannsóknarrita (skýrslur, ritrýndar fræðigreinar, bækur) og myndræna framsetningu megindlegra gagna (súlurit, línurit, o.fl)

 

Vinnulag á námskeiðinu felst í að nemendur kynna greinar og bókarkafla og kynna gögn fyrir samnemendum í umræðutímum og með framsögum.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Málstofa í félagsfræði (FÉL302F)

Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni í framsetningu gagna. Fjallað er um framsetningu gagna í munnlegu og skriflegu máli, mismunandi form rannsóknarrita (skýrslur, ritrýndar fræðigreinar, bækur) og myndræna framsetningu megindlegra gagna (súlurit, línurit, o.fl)

 

Vinnulag á námskeiðinu felst í að nemendur kynna greinar og bókarkafla og kynna gögn fyrir samnemendum í umræðutímum og með framsögum.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

MA-ritgerð í aðferðafræði (FÉL442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í aðferðafræði (FÉL442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í aðferðafræði (FÉL442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M, FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M, FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Inngangur að megindlegum aðferðum í hagfræði (HAG123F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum grundvallaratriði í stærðfræði og tölfræði sem notuð eru í hagfræði. Í stærðfræðihlutanum er fjallað um föll, diffrun falla, tegrun falla, hámörkun með og án hliðarskilyrða, runur og raðir og einfaldar diffur- og mismunajöfnur. Í tölfræðihlutanum verður fjallað um slembistærðir, líkur, dreifingar, meðalgildi, dreifni, staðalfráviki, samdreifni, fylgni, lögmál mikils fjölda, úrtök, tilgátupróf, punktmat og bilmat.

X

Fjármálastærðfræði I (Fjármálatölfræði) (HAG122F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna fyrir nemendum notkun tölfræði- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa í störfum sínum á fjármálamarkaði.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður meðal annars farið yfir hugmyndir um samfelldar og strjálar líkindadreifingar, væntigildi, dreifni og staðalfrávik, öryggisbil, núlltilgátur og línulegar aðhvarfsgreiningar, bæði einfaldar og margvíðar. Einnig verður farið yfir grunnhugmyndir líkansins um verðlagningu eigna (e. Capital Asset Pricing Model, CAPM).

Í verðlagningarhluta námskeiðsins verður farið í verðlagningu á framvirkum samningum á hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri og vaxtaskiptasamningum, byggingu vaxtaferla, auk tegunda og eiginleika valrétta.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Líftölfræði II (Klínísk spálíkön) (LÝÐ301F)

Námskeiðið er beint framhald af Líftölfræði I og veitir nemendum praktíska handleiðslu í tölfræðiúrvinnslu í eigin rannsóknarverkefnum. Útreikningar á hlutfallslegri áhættu og leiðréttri hlutfallslegri áhættu. Fylgni og einföld aðhvarfsgreining, margvíð línuleg aðhvarfsgreining og lógistísk aðhvarfsgreining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R.

X

Hagnýttar hagmælingar (HAG104M)

Markmið þessa námskeiðs er að gera nemendur hæfa í að tjá sig með einföldum hætti um hversdagslegar spurningar, sem fram koma umræðum um hagmál. Tekin eru fyrir málefni líðandi stundar, svo sem vísitölur, fjármögnun húsnæðis og lánamarkaðir. Nemendur eru þjálfaðir í að gera einfaldar skriflegar skýrslur, þar sem efni er lýst í texta, töflum og myndum. Kynnt verða tæki til framsetningar á texta, töflum, myndum og heimildum. Einföld reiknitæki verða ennfremur kynnt. Þá verða ræddar ýmsar gildrur, sem sem varast ber við mat á hagrænum samböndum. Haustið 2019 verður m.a. rætt um bayesískar aðferðir og tímaraðaaðferðir.

X

R fyrir byrjendur (MAS103M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og munu nemendur læra að beita þeim tölfræðiaðferðum sem þeir þekkja í R. Farið verður í innlestur gagna, myndræna framsetningu, lýsandi tölfræði og hvernig algengustu tilgátupróf (t-próf, kí-kvaðratpróf o.s.frv) eru framkvæmd í R. Að auki verður nemendum kennt að nota knitr pakkann til að vinna skýrslur.

Námskeiðið er kennt á fimm vikum í þrjár kennslustundir á viku. Kennari heldur fyrirlestra og nemendur vinna verkefni.

X

R forritun (MAS102M)

Í námskeiðinu munu nemendur framkvæma hefðbundnar tölfræðiaðferðir á raunverulegum gagnasöfnum. Áhersla verður lögð á fjölbreytu aðhvarfsgreiningu (e. multiple linear regression). Nemendur beita fáguðum aðferðum við myndræna framsetningu sem og sjálfvirka skýrslugerð. Námsmat verður í formi raunhæfra verkefnia þar sem nemendur framkvæma ofangreind atriði á raunverulegum gagnasöfnum með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningum.

X

Hagnýt gagnagreining (MAS202M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir (MAN701F)

Í námskeiðinu verða kynnt helstu hugtök og nálganir sem notuð eru við undirbúning, eftirfylgni og úttektir á verkefnum/starfsemi. Fjallað verður meðal annars um greiningu þess vanda sem verkefni er ætlað að leysa, kortlagningu hagsmunaaðila, hönnun verkefnaáætlunar, lýsingu á eftirfylgd, verklýsingu úttektar (e. Terms of Reference – TOR), gagnaöflun, skýrslugerð um framvindu verkefna og niðurstöður úttektar, endurskoðun verkefnaáætlunar og upplýsingagjöf. Lögð verður áhersla á mikilvægi þátttöku hagsmunaaðila og samþættingu kynjasjónarmiða. Nálganir sem kenndar eru í námskeiðinu eiga rætur í  alþjóðlegri þróunarsamvinnu en þær má nýta við undirbúning, eftirfylgni og úttekt á margskonar verkefnum/starfsemi. Við kennsluna verður stuðst við samblöndun kenningalegrar umfjöllunar og lausn hagnýtra verkefna.

X

LÍftölfræði III (Lifunargreining) (LÝÐ079F)

Námskeiðið fjallar um tölfræðigreiningu á nýgengi (incidence) og eftirfylgnitíma (survival time) í ferilrannsóknum. Kennd verður notkun Poisson aðhvarfsgreiningarlíkana og aðferða í lifunargreiningu (survival analysis) eins og Kaplan-Meier aðferðarinnar (log-rank), Cox aðhvarfsgreiningar, Poisson aðhvarfsgreiningar og líkana með óstikuðum hættuföllum. Notast verður við tölfræðiforritin R. 

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er ætlað framhaldsnemum eingöngu. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 13. janúar til 17. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Fjallað verður meðal annars um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðilega vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Samhæfð markaðssamskipti (VIÐ270F)

Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli samhæfðra markaðssamskipta með áherslu á greiningu, markmiðasetningu, áætlanagerð og mat á árangri. Byggt verður á kennsluformi sem ýtir undir virka þátttöku nemenda. Fyrirlestrar, umræður, og verkefnavinna. Jafnframt er gert ráð fyrir gestafyrirlesurum.

X

Vörumerkjastjórnun (VIÐ269F)

Vörumerkjastjórnun (e. branding) er einn af þeim þáttum markaðsfræða sem vex hvað hraðast. Fræðasviðið er ungt og lifandi og ekki eru allir endilega á eitt sáttir um  vænlegustu aðferðir til að byggja upp gott vörumerki. Í námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar; einnig verða kynntar nýjustu áherslur á fræðasviðinu. Veitt verður innsýn í áhrif vörumerkja á daglegt líf neytenda sem og á rekstur fyrirtækja. Þá mun námskeiðið hvetja nemendur til að beita gagnrýninni hugsun um stefnur, tæki, og tól sem gagnast geta við að byggja upp vörumerki, viðhalda þeim og verja þau

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Neytendahegðun (VIÐ192F)

Skilningur á hegðun neytenda er grundvallarforsenda árangurs í markaðsstarfi. Þekking á neytendum; þörfum þeirra og löngunum, þekking á hvernig þeir hegða sér og af hverju þeir hegða sér eins og þeir gera, gerir stjórnendum kleift að þróa árangursríkar markaðsáætlanir. Slík þekking er um leið forsenda þess að þróa vörur og þjónustu, sem nær árangri á markaði, aðstoðar við að koma auga á ákjósanlega markhópa og er forsenda þess að hægt sé að þróa markaðssamskipti, sem eru viðeigandi og ná athygli markhópsins.
Námskeiðið byggir bæði á fyrirlestrum og verkefnum. Í fyrirlestrum verður áhersla lögð á grundvallarlíkön neytendahegðunar, en jafnframt verður farið yfir nýjustu þekkingu á sviðinu. Nemendur munu bæði vinna einstaklingsverkefni og hópverkefni til að öðlast betri þekkingu og skilning á hegðun neytenda.

X

Markaðsáherslur og árangur (VIÐ185F)

Áhersla er á markaðsfræði sem vísindagrein og hvernig nýta má þekkingu við að ná árangri í markaðsfærslu á vöru og/eða þjónustu sem og í starfsemi skipulagsheilda sem ekki hafa hagnað að megin markmiðið. Verkefni námskeiðsins miða að því að efla hagnýta þekkingu nemenda þar sem leitast verður við að tengja kenningar við markaðssetningu og ákvörðunartöku á fyrirtækja- og neytendamarkaði.

X

MA-ritgerð í aðferðafræði (FÉL442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í aðferðafræði (FÉL442L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M, FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M, FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ196F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

X

R fyrir byrjendur (MAS103M)

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og munu nemendur læra að beita þeim tölfræðiaðferðum sem þeir þekkja í R. Farið verður í innlestur gagna, myndræna framsetningu, lýsandi tölfræði og hvernig algengustu tilgátupróf (t-próf, kí-kvaðratpróf o.s.frv) eru framkvæmd í R. Að auki verður nemendum kennt að nota knitr pakkann til að vinna skýrslur.

Námskeiðið er kennt á fimm vikum í þrjár kennslustundir á viku. Kennari heldur fyrirlestra og nemendur vinna verkefni.

X

R forritun (MAS102M)

Í námskeiðinu munu nemendur framkvæma hefðbundnar tölfræðiaðferðir á raunverulegum gagnasöfnum. Áhersla verður lögð á fjölbreytu aðhvarfsgreiningu (e. multiple linear regression). Nemendur beita fáguðum aðferðum við myndræna framsetningu sem og sjálfvirka skýrslugerð. Námsmat verður í formi raunhæfra verkefnia þar sem nemendur framkvæma ofangreind atriði á raunverulegum gagnasöfnum með það fyrir augum að svara rannsóknarspurningum.

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ197F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.