Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Viltu taka þátt í mótun og þróun spennandi verkefna í þjónustu á Heilbrigðisvísindasviði? Margir af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum sinna kennslu og rannsóknum á fræðasviðinu. Öflug þjónusta er hornsteinn í starfsemi sviðsins.

Auglýst er laust til umsóknar fullt starf deildarstjóra á skrifstofu Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands

Við Lyfjafræðideild eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í innlendri og alþjóðlegri samvinnu. Deildin er ein sterkasta rannsóknareining Háskólans og býður upp á nám á öllum námsstigum. Þar stundar alþjóðlegur hópur nemenda nám og setur líflegan svip á starfsemina.

Meginhlutverk deildarstjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og faglegri þjónustu í tengslum við nám og kennslu í deildinni - til samræmis við stefnu og markmið Háskóla Íslands. Næsti yfirmaður er deildarforseti og starfstöðin er í Haga við Hofsvallagötu.

Laust er til  umsóknar fullt starf lektors í stjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára. 
Lektornum er ætlað að sinna kennslu í grunn- og meistaranámi og rannsóknum á sviði stjórnunar. 

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í rekstrar- og verkefnastjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra hjá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. 

Um er að ræða spennandi og krefjandi starf í tengslum við umsýslu, mótun og uppbyggingu náms og kennslu við deildina. Verkefnastjórinn mun í þessu samhengi sjá um ýmis stjórnsýslustörf sem tengjast framangreindum málaflokkum.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Lyfjafræðideildar í Haga við Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík. Hann vinnur undir stjórn deildarforseta og er í náinni samvinnu við kennara deildarinnar, deildarstjóra og skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs.

Auglýst er eftir þremur metnaðarfullum og drífandi doktorsnemum vegna verkefna við rannsóknir á (1) því hvernig umritunarþátturinn MITF stjórnar fjölgun litfruma, (2) stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum músa og (3) hlutverki sjálfsáts í krabbameinsmyndun.

Verkefnin hafa hlotið styrki frá Doktorssjóði Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði Rannís til þriggja ára.  
Verkefnin verða unnin við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt munu nemarnir vera tengdir við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Við Námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði.  

Lífvísindasetur Háskóla Íslands er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfagleg og alþjóðlegt rannsóknarumhverfi. 

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að rannsóknum í jöklajarðfræði og landmótun innan rannsóknarverkefnisins PiNEIce (Palaeo-ice streams in NE-Iceland), sem snýr að jarðfræðilegum ummerkjum, virkni og hörfun fornra ísstrauma á Norðausturlandi. Verkefnið byggir á kortlagningu landforma og setlaga og aldursgreiningum með það fyrir augum að skilja betur hegðun og virkni ísaldarjökulsins yfir Íslandi.
Verkefnið hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist 1. september, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Full staða nýdoktors innan Vélaverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er opin til umsóknar. Staðan er fjármögnuð til eins árs með möguleika á framlengingu í ár úr sjóði Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið er á sviði tæringarvísinda og verkfræði með áherslu á að prófa tæringarþol húðunarefna í hermdu jarðhitaumhverfi á Efnis- og tæringarrannsóknarstofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Opið er fyrir umsóknir fyrir stöðu doktorsnema innan Vélaverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Staðan er fjármögnuð úr sjóði Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið er á sviði tæringarvísinda og verkfræði með áherslu á að prófa tæringarþol húðunarefna í hermdu jarðhitaumhverfi á Efnis- og tæringarrannsóknarstofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra á Verkefnastofu Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið er nýtt svið innan stjórnsýslu Háskóla Íslands sem ætlað er að stýra þróun upplýsingatæknimála háskólans og styðja við framgang stefnu háskólans varðandi upplýsingatæknimál. Sviðið sér um hugbúnaðargerð háskólans, þ. m. t. Uglu sem er notuð sem innri vefur opinberra háskóla landsins. Sviðið sér um rekstur upplýsinga- og fjarskiptakerfa, notendaþjónustu og innkaup á upplýsingatæknibúnaði. 

Verkefnastofu er ætlað að stýra upplýsingatækniverkefnum  og vera sviðum háskólans ráðgefandi um upplýsingatækni. Verkefnisstjóri mun taka þátt í uppbyggingu Verkefnastofu. 

Netspjall