Skip to main content

Laus störf

Auglýst er eftir nýdoktor í fullt starf við Hagfræðideild Háskóla Íslands í verkefni sem styrkt er af Rannsóknarsjóði Íslands til þriggja ára. Verkefnið felst í að meta virði fullrar heilsu, umfram mismunandi heilsukvilla og sjúkdóma.  

Staða doktorsnema í efnafræði er laus til umsóknar. Staðan er styrkt til þriggja ára af Rannís. Verkefnið snýr að rannsóknum á  áhrifum ljósörvunar á sundrun efnis í sameindabrot og jónir.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lyfjagerðarfræði (pharmaceutics) við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í sjúkraþjálfun við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Er starfið á sviði heilsueflingar, lýðheilsu, forvarna og velferðar innan sjúkraþjálfunar.

Auglýst er eftir doktorsnema við Hagfræðideild Háskóla Íslands í verkefni sem  styrkt er af Rannsóknarsjóði Íslands til þriggja ára. Verkefnið felst í að meta virði fullrar heilsu, umfram mismunandi heilsukvilla og sjúkdóma.  

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stjórnun  við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands með áherslu á verkefnastjórnun.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í markaðsfræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Laust er til umsóknar 20% starf lektors á sviði heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Er starfið auglýst í ljósi áforma Læknadeildar um að efla kennslu í heimilislæknisfræði. Það er einnig í samræmi við aukna áhersla heilbrigðisyfirvalda á mikilvægi heimilislækninga í heilbrigðiskerfinu. 

Á réttarefnafræðideild/eiturefnafræðideild Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands er laust til umsóknar 100% starf rannsóknamanns.

Laust er til umsóknar fullt starf dósents í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Starfskyldur dósents eru kennsla, rannsóknir og stjórnun.

Laust er til umsóknar fullt starf  lektors í stjórnunarfræði menntastofnana við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Í starfinu felst kennsla, rannsóknir og áframhaldandi uppbygging náms fyrir stjórnendur  á öllum skólastigum.  

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í málþroskafræðum, íslensku máli og læsi við Kennaradeild Háskóla Íslands. Í starfinu felst kennsla, rannsóknir og áframhaldandi uppbygging náms.

Laust er til umsóknar 80% starf lektors í formfræði tanna, almennri líffærafræði (höfuð og háls) og líffræði munns við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Rannsóknarhópur okkar (www.magnuslab.is) leitar eftir hæfileikaríkum og áhugasömum nýdoktor til að ganga til liðs við hópinn. Um fullt starf er að ræða en staðan er styrkt í tvö ár af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs.  

Hópstjóri er Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. 

Netspjall