Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Auglýst er laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, sjóðsóknaskrifstofu. Um er að ræða framtíðarstarf.

Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) eru lausar til umsóknar tvær 50% stöður sálfræðings.

NSHÍ veitir háskólastúdentum margþætta þjónustu en þar starfa nú 13 manns. Starf sálfræðings við NSHÍ er fjölbreytt, viðfangsefni áhugaverð og  starfsumhverfi gott. 

Háskóli Íslands áskilur sér rétt til þess að taka ákvörðun um, verði tilefni til í ráðningarferlinu, að í stað þess að ráðnir verði tveir sálfræðingar í tvær 50% stöður eins og lagt er upp með, verði ráðinn einungis einn sálfræðingur í allt að 100 % starfshlutfall. 

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra mannauðsmála.  Viðkomandi verður hluti af mannauðs- og samskiptahópi sviðsins.  Hlutverk teymisins er að efla mannauð, samskipti og starfsumhverfi sviðsins. 

Meginmarkmið verkefnisstjóra er að stuðla að faglegri þjónustu í mannauðsmálum og eflingu mannauðs sviðsins í nánu samstarfi við mannauðsstjóra. Viðkomandi aðili mun koma að ráðningum, starfsþróun, móttöku nýrra starfsmanna og öðrum mannauðstengdum verkefnum og viðburðum. Hlutverk verkefnastjóra mannauðsmála felst meðal annars í því að veita starfsfólki sviðsins ráðgjöf og þjónustu í mannauðsmálum og framkvæma stefnu mannauðsmála sviðsins og háskólans í heild. 

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra fjármála.  Viðkomandi verður hluti af fjármálahópi sviðsins. Hlutverk teymisins er að stuðla að hagkvæmum og góðum rekstri sviðsins og veita góða fjármálatengda þjónustu. 

Meginmarkmið verkefnisstjóra er að stuðla að faglegri þjónustu í fjármálum og vinna í samræmi við stefnu og markmið Háskóla Íslands. Viðkomandi aðili kemur að kennslu- og fjárhagsáætlanagerð og uppgjörum á kennslu. Verkefnisstjóri skal stuðla að hagkvæmum rekstri sviðsins í nánu samstarfi við fjármálastjóra. 

Lausar eru til umsóknar tvær stöður starfsmanna í almenna tölvuþjónustu á þjónustuborði Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands.  

Við launadeild Háskóla Íslands er laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra (launafulltrúa).  

Launadeild er eining innan fjármálasviðs Háskóla Íslands. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og að starfsmenn sýni hvor öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót í öllum samskiptum. 

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir til umsóknar starf forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, sem jafnframt er starf sérfræðings.
Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands hyggst koma að nýju á fót Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Austurlandi sem starfaði þar á árunum 2008 til 2010. Frá haustinu 2014 hefur akademískur sérfræðingur á vegum stofnunarinnar haft aðsetur og unnið sínar rannsóknir á Austurlandi.

Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands (http://systemsbiology.hi.is) í samstarfi við Kerecis ehf. (www.kerecis.com) auglýsir eftir rannsóknarmanni til að taka þátt í að leiða verkefni við efna- og lífefnagreiningar með massagreini. Við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands eru stundaðar fjölþátta rannsóknir á efnaskipta svari frumna við líffræðilegu áreiti. Kerecis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun fiskroðs til notkunar við meðhöndlun þrálátra sára.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun taugasjúklinga við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar 75% starf lektors í geislafræði í Námsbraut í geislafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla og rannsóknir á einhverjum af eftirfarandi sviðum sálfræðinnar: þroskasálfræði, námssálarfræði, sálfræði fullorðinsára og öldrunar, og félagssálfræði. Rannsóknir eru 40% af starfsskyldum lektorsins.

Netspjall