Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í lífeindafræði við Námsbraut í lífeindafræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Í starfinu felst einkum kennsla og rannsóknir í líffærameinafræði með megináherslu á aðferðafræði.

Laust er til umsóknar starf prófessors á fræðasviði svæfinga- og gjörgæslulækninga við Læknadeild Háskóla Íslands og starf yfirlæknis á aðgerðasviði Landspítala, en um er að ræða samhliða störf samkvæmt samstarfssamningi stofnanna og verður einn og sami umsækjandinn ráðinn í bæði störfin.

Dómnefnd sem skipuð er á grundvelli reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og stöðunefnd sem skipuð er á grundvelli laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu metur hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til þess að gegna hvoru starfi fyrir sig. 

Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem starfar á grundvelli reglna nr. 385/2003, mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður talinn hæfastur til að gegna þessum samhliða störfum, á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig.

Laust er til umsóknar starf lektors í lífefnafræði við efnafræðinámsbraut Raunvísindadeildar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að umsækjandi stundi rannsóknir á sviði próteinefnafræði með tilraunavinnu sem tengist þeim efna- og eðlisfræðilegu eiginleikum próteina er varða byggingu þeirra og virkni.  

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í stjórnarháttum. 

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í alþjóðastjórnmálum (international relations). 

Netspjall