Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í kviðarhols- og brjóstaskurðlækningum á fræðasviði skurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starfið er að umsækjandi sé við störf á Landspítala og hafi þar aðstöðu á skurðlækningasviði til að sinna klínískri kennslu læknanema.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í frumulíffræði innan fræðasviðs líffærafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á rannsóknarstofu (e. lab manager) í færsluvísindum (e. Translational Medicine) og barnalækningum innan Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Hans Tómas Björnsson er nýráðinn dósent í færsluvísindum og barnalækningum. Rannsóknir hans snúa að þróun meðferðarmöguleika fyrir sjaldgæfa erfðasjúkdóma sem tengjast utangenaerfðakerfinu. Hér leitar hann að metnaðarfullum samstarfsaðila til að taka þátt í því að byggja upp öflugan rannsóknahóp í færsluvísindum og barnalækningum við Háskóla Íslands en rannsóknaraðstaða Hans Tómasar er til húsa að Sturlugötu 8.

Miðað er við að starfshlutfallið sé 100%, en lægra stöðuhlutfall kemur einnig til greina. Viðkomandi mun sækja sérhannað námskeið um tilraunadýrahald fljótlega eftir ráðningu. Ráðið verður til eins árs í upphafi en stefnt er að langtímaráðningu fáist styrkir eða önnur utanaðkomandi fjárframlög til þess að standa undir launakostnaði að hluta.

Háskóli Íslands leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í að þróa áfram einn efnismesta og fjölsóttasta vef landsins.

Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra Viðskiptafræðideildar Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Laust er til  umsóknir starf  sérfræðings innan Líf- og umhverfisvísindastofnunar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið og rannsóknakostnaður er styrkt af StofnFiski til þriggja ára með möguleika á allt að tveggja ára framlengingu. 

Líf og Umhverfivísindadeild Háskóla Íslands í samstarfi við Stofnfisk HF leitar að sérfræðingi með doktorsgráðu. Hlutverk sérfræðingsins er að hafa umsjón með rannsóknaverkefninu „Stjórn kynþroska í eldislaxi“ og að auki taka þátt í að leiðbeina nemanda sem kemur að verkefninu. 

Leitað er eftir hæfileikaríkum og áhugasömum nýdoktor í starf við rannsóknir í alþjóðlegri samvinnu á sviði lyfjafaraldsfræði.

Ábyrgðarmaður rannsókna er Helga Zoega, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Rannsóknirnar beinast fyrst og fremst að lyfjameðferð á meðgöngu og áhrifum á fæðingarútkomur, náms- og taugaþroska barna. Rannsóknirnar eru unnar í víðtæku samstarfi við rannsakendur á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Laust er til umsóknar 50% starf verkefnastjóra á skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. 

Leitað er að þjónustulunduðum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi til að hafa umsjón með móttöku deildarinnar auk fleiri verkefna. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, geta tekist á við krefjandi og fjölbreytt verkefni, vera fljótur að tileinka sér nýjungar og hafa gaman að því að vinna með fólki.

Hjúkrunarfræðideild er til húsa í Eirbergi við Eiríksgötu 34 og er ein sex deilda á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Þar starfa á fjórða tug fastráðinna kennara, auk fjölda stundakennara. Á skrifstofu deildarinnar eru sex starfsmenn. Afgreiðsla deildarinnar er opin alla virka daga og þangað leita bæði starfsmenn og nemendur deildarinnar.

Laus er til umsóknar fullt starf doktorsnema á sviði refsiréttar/sakamálaréttarfars með áherslu á efnahagsbrot og peningaþvætti. Staðan er  styrkt til þriggja ára af Lagastofnun og Lagadeild. Gerður verður samningur við doktorsnema til eins árs í senn sem síðan verður framlengdur í samræmi við framvindu verkefnisins, eftir samkomulagi hverju sinni. Við það er miðað að viðkomandi hafi aðsetur í Lögbergi og verði boðið að taka virkan þátt í starfsemi Lagadeildar.

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar starf lektors í breskum miðalda- og endurreisnarbókmenntum við Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. 

Laust er til umsóknar starf lektors í Mið-Austurlandafræðum við Mála- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Netspjall