Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að rannsóknum á ónæmissvörum nýbura. Ónæmissvör nýbura eru dauf og skammlíf og þeir eru næmir fyrir sýkingum. Við höfum sýnt að ónæmisglæðar geta flýtt og aukið ónæmissvör nýbura og stuðlað að því að þau vari lengur en ella. Doktorsverkefnið felst í rannsókn á áhrifum nýstárlegra ónæmisglæða á eðli og styrk mótefnasvars, helstu frumur ónæmiskerfisins, langtíma ónæmisminni og vernd gegn sýkingum. Verkefnið byggir á notkun nýburamúsa, einagrun frumna úr milta, eitlum og beinmerg, vefjalitun og greiningu frumna með ELISPOT og flæðifrumusjá, mótefnamælingum með ELISA og mati á genatjáningu með RT-PCR eða raðgreiningu. Einnig verður notast við aðrar aðferðir í ónæmisfræði, frumulíffræði og lífefnafræði.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Doktorsnámssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist 1. október 2018, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Auglýst er eftir doktorsnema  vegna verkefnisins: Hitun rafeinda í rýmdarafhleðslu með flókinni efnafræði sem unnið verður við Raunvísindadeild, Háskóla Íslands.

Auglýst er eftir doktorsnema í vistfræði  til að rannsaka tengsl þéttleika og stofnstjórnunar hjá vaðfuglum. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Doktorssjóði Háskóla Íslands og verður unnið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að nemandi dvelji hluta af námstímanum erlendis.  

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, sem staðsett er í Stykkishólmi.

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands.

Leitað er að metnaðarfullum, þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í mótun þjónustu í tengslum við grunnnám í hjúkrunarfræði. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, geta tekist á við krefjandi og fjölbreytt verkefni, vera fljótur að tileinka sér nýjungar og hafa gaman að því að vinna með fólki.

Hjúkrunarfræðideild er til húsa í Eirbergi við Eiríksgötu 34 og er ein sex deilda á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Þar starfa á fjórða tug fastráðinna kennara, auk fjölda stundakennara. Á skrifstofu deildarinnar eru sex starfsmenn.

Laust er til umsóknar starf lektors í íslensku nútímamáli við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. 

Laust er til umsóknar fullt starf á Þjónustuborðinu Háskólatorgi.

Þjónustuborðið Háskólatorgi tilheyrir kennslusviði háskólans. Hlutverk Þjónustuborðsins er að veita margvíslega og yfirgripsmikla þjónustu fyrir ýmsar deildir háskólans til fjölbreytts hóps nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita.

Laust er til umsóknar fullt starf  aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Í starfinu felst kennsla, rannsóknir og þátttaka í áframhaldandi mótun náms í tómstunda- og félagsmálafræði.  

Laust er til umsóknar starf lektors í almennum málvísindum við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Laus er til umsóknar staða doktorsnema í verkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, Háskóla Íslands. Staðan er á sviði samskipta manna og tölva (e. human computer interaction) og snýr að rannsóknum á framsetningu og upplifun tónlistar með snertingu.

Villtu stýra innleiðingu á rafrænum kennsluháttum við Háskóla Íslands?

Við kennslusvið Háskóla Íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra fjarkennslu, edX og fagháskólanáms. Viðkomandi mun bera ábyrgð á  þróun og innleiðingu rafrænna kennsluhátta og fjarkennslu, og mun vinna náið með sviðstjóra kennslusviðs og aðstoðarrektor þróunar og kennslu. Starf deildarstjóra er fjölbreytt, viðfangsefni áhugaverð og gott starfsumhverfi. Deildarstjóri, sem verður staðsettur á Kennslusviði, vinnur náið með Kennslumiðstöð HÍ.  

Leitað er eftir hæfileikaríkum og áhugasömum nýdoktor í starf við rannsóknir á sviði hreyfivísinda. 


Netspjall