Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust er til umsóknar starf lektors í fjármálum við Viðskiptafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi muni m.a. hafa umsjón með námskeiðum og kenna efni á sviði heilsueflingar og/eða geðheilbrigðis, innan sjúkraþjálfunar.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í leikskólafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla og rannsóknir á einhverjum af eftirfarandi sviðum leikskólafræði: Hugmyndafræði og gildi í leikskólastarfi og starfendarannsóknir, kenningar um leik, samskipti, sjónarmið barna, fagmennsku og hlutverk leikskólakennara. Rannsóknir eru 40% af starfsskyldum lektorsins.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í leiklist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meðal viðfangsefna lektorsins verða kennsla á leiklistarkjörsviði í grunnskólakennaranámi og rannsóknir á sviði leiklistar í skólastarfi.

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í japönskum fræðum við Mála- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. 

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í ljósmóðurfræði með áherslu á ljósmæðraþjónustu utan stofnana og rannsóknaraðferðir í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Netspjall