Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 4. maí 2017

5/2017

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2017, fimmtudaginn 4. maí var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 11.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Erna Hauksdóttir, Eyrún Fríða Árnadóttir (varamaður fyrir Þengil Björnsson), Guðrún Geirsdóttir, Orri Hauksson, Ragna Árnadóttir, Stefán Hrafn Jónsson, Tómas Þorvaldsson og Tryggvi Másson (varamaður fyrir Rögnu Sigurðardóttur). Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver hefði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Rektor greindi frá því að hann væri vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu dagskrárliðar 5. Myndi hann því víkja af fundi og varaforseti háskólaráðs stýra fundi undir þessum dagskrárlið. Loks spurði rektor hvort einhver annar teldi sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð mála á dagskrá og var svo ekki.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.

a)    Ársfjórðungsuppgjör Háskóla Íslands 2017.
Jenný Bára gerði grein fyrir ársfjórðungsuppgjöri Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Jenný spurningum ráðsmanna.

b)    Tillaga frá fjármálanefnd háskólaráðs um meðferð vinnuframlags vegna kennslu umfram starfsskyldur.
Fyrir fundinum lá tillaga frá fjármálanefnd háskólaráðs um meðferð vinnuframlags vegna kennslu umfram starfsskyldur. Rektor, sem jafnframt er formaður fjármálanefndar, gerði grein fyrir málinu og var það rætt.
– Samþykkt einróma að senda tillögur fjármálanefndar til umsagnar fræðasviða og kjarafélaga kennara.

c)    Langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Tillaga ríkisstjórnar.
Rektor greindi frá stöðu mála varðandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Málið er enn í meðförum Alþingis, en rektor sendi fjárlaganefnd skriflega umsögn 21. apríl sl. (sjá lið 7a) auk þess sem hann fór á fund nefndarinnar nýverið.

d)    Um verklag við fimm ára fjárhagsáætlunargerð fyrir Háskóla Íslands, sbr. síðasta fund.
Fyrir fundinum lá endurskoðað minnisblað frá starfshópi háskólaráðs sem hefur það hlutverk að vinna tillögur um hvernig staðið verður að gerð fjárhagsáætlana til fimm ára fyrir Háskóla Íslands. Í starfshópnum sitja Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og Ásthildur Margrét Otharsdóttir, fulltrúi í háskólaráði og formaður stjórnar Marels. Ásthildur gerði grein fyrir minnisblaðinu og var málið rætt. Starfshópurinn mun skila tillögum sínum fyrir fund háskólaráðs 1. júní nk.

3.    Innri endurskoðun. Drög skýrslu um Nemendaskrá.
Inn á fundinn kom Ingunn Ólafsdóttir, innri endurskoðandi og gerði grein fyrir drögum að skýrslu um Nemendaskrá Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Ingunn spurningum ráðsmanna.
– Samþykkt einróma að vísa málinu til eftirfylgninefndar ábendinga og tillagna innri endurskoðanda.

4.    Drög að svari til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema.
Inn á fundinn kom Snædís Björt Agnarsdóttir, lögfræðingur. Fyrir fundinum lágu drög að svari rektors til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Snædís Björt og rektor gerðu grein fyrir málinu og var það rætt.
– Samþykkt að fela rektor að svara erindinu í samræmi við framlögð drög að bréfi.

5.    Umsókn um ótímabundna ráðningu.
Rektor vék af fundi undir þessum dagskrárlið og tók Eiríkur Rögnvaldsson, varaforseti háskólaráðs, við fundarstjórn. Fyrir fundinum lá minnisblað frá Elínu Blöndal og Snædísi Björt Agnarsdóttur, lögfræðingum, um málsmeðferð vegna umsóknar Kristínar Benediktsdóttur, dósents við Lagadeild, um ótímabundna ráðningu. Snædís Björt gerði grein fyrir málinu og var það rætt.
– Samþykkt einróma að framselja ákvörðunarvald rektors í málinu til forseta Félagsvísindasviðs í samræmi við tillögu í framlögðu minnisblaði. Varaforseta háskólaráðs falið að tilkynna forseta Félagsvísindasviðs um framsalið með bréfi.

6.    Aðstoðarrektor vísinda. Helstu mál á döfinni.
Inn á fundinn kom Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og gerði grein fyrir helstu málum á döfinni á verksviði hennar. Málið var rætt og svaraði Guðbjörg Linda spurningum.

7.    Mál til fróðleiks.
a)    Bréf rektors til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 21. apríl 2017.
b)    Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Janusar endurhæfingar um kennslu og rannsóknir, dags. 4. apríl 2017.
c)    Kynningarbæklingur vegna vígslu Veraldar – húss Vigdísar 20. apríl sl.
d)    „Fjárfestum í framtíðinni“, grein rektors í Fréttablaðinu 12. apríl sl.
e)    Ávarp rektors við vígslu Veraldar – húss Vigdísar í Háskólabíói 20. apríl sl.
f)    Úthlutun doktorsstyrkja úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands.
g)    Úthlutun styrkja úr Kennslumálasjóði Háskóla Íslands.
h)    Drög að dagskrá háskólaþings 19. maí nk.
i)    Dagskrá 10 ára afmælishátíðar Keilis 4. maí nk.
j)    Dagskrá fundar um stöðu innleiðingar Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 17. maí nk.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 13.35.