Stærðfræði


Stærðfræði
MS gráða – 120 einingar
Meistaranám í stærðfræði er fyrir þau sem lokið hafa grunnnámi í stærðfræði, hagnýtri stærðfræði eða skyldri grein.
Námið er skipulagt sem fullt nám til tveggja ára þar sem nemendur ljúka 60 eininga rannsóknarverkefni og 60 einingum í valnámskeiðum. Val er á milli kjörsviðs í algebru, stærðfræðigreiningu, líkindafræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði.
Skipulag náms
- Haust
- Lokaverkefni
- Málstofa í stærðfræði
- FléttufræðiE
- Rúmfræði og afleiðujöfnurE
- Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynningV
- DiffurrúmfræðiB
- Vor
- Málstofa í stærðfræði
- Lokaverkefni
- Línuleg algebra IIB
Lokaverkefni (STÆ441L)
Málstofa í stærðfræði (STÆ001M)
Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.
Fléttufræði (STÆ533M)
Námskeiðið er ætlað nemendum á öðru og þriðja ári. Markmiðið er að kynna nemendum ýmis fléttufræðileg kerfi, aðferðir við talningu og gagnlega eiginleika. Hagnýtingar á þessum kerfum og aðferðum.
Rúmfræði og afleiðujöfnur (STÆ534M)
Þetta námskeið er inngangur að Lie grúpu-aðferðum í afleiðujöfnum þar sem farið verður ítarlega í öll undirstöðuatriði. Stuðst verður við bókina "Applications of Lie groups to differential equations" eftir Peter Olver.
Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)
Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.
Diffurrúmfræði (STÆ507M, STÆ519M)
Kennt á haustmisseri, þegar ártal er slétt tala. Ferlar, fletir og víðáttur í evklíðsku rúmi. Deildanlegar víðáttur, vigursvið og þinsvið. Háfletir í evklíðsku rúmi, fyrsta og annað undirstöðuform, krappi, kúptir háfletir. Innri rúmfræði flata. Riemann-víðáttur, gagnvegir. Gauss-Bonnet-setningin fyrir fleti.
Málstofa í stærðfræði (STÆ002M)
Ýmsir fyrirlesarar ræða efni tengd nýjum rannsóknum í stærðfræði. Viðfangsefni auglýst jafnóðum.
Lokaverkefni (STÆ441L)
Línuleg algebra II (STÆ401M, STÆ403M)
Mótlar og línulegar varpanir. Frjálsir mótlar og fylki. Deildamótlar og stuttar fleygaðar lestir. Nykurmótlar. Endanlega spannaðir mótlar yfir höfuðíðalbaug. Línulegir virkjar á endanlega víðum vigurrúmum.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.