Skip to main content

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Heilbrigðisvísindasvið

Sjúkraþjálfun

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í sjúkraþjálfun er fræðilegt og klínískt framhaldsnám sem veitir starfsréttindi sjúkraþjálfara.

Námið veitir auk þess góðan undirbúning fyrir doktorsnám.

Skipulag náms

X

Sjúkraþjálfunarfræði stoðkerfis IIA (SJÚ102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að skipuleggja og framkvæma skoðun vegna stoðkerfisvandamála auk þess að skipuleggja meðferðaráætlun, veita meðferðir, og fylgja þeim eftir. Í námskeiðinu er löggð mikil áhersla á þjálfun klínískrar rökhugsunar og samþættingu grunnnáms við klíníska færni.

Í námskeiðunum nota nemendur alla þætti skoðunnar; almenn athugun, greining á líkamsstöðu og starfrænum hreyfingum, þreifing, mat á styrk, liðleika, stöðugleika, úthaldi, sérprófanir, og staðlaðar mælingar. Nemendur þjálfast einnig í gerð skýrslna fyrir klíníska vinnu með stoðkerfisvandamál.

Í námskeiðinu er notuð tilfellamiðuð nálgun þar sem nemendur fá tilfelli frá kennurum, og skipuleggja vinnu tengda tilfellunum. Nemendur ræða svo tilfelli sín á milli undir handleiðslu kennara. Löggð er rík áhersla á sjálfstæð nemendadrifin vinnubrögð.

X

Sjúkraþjálfunarfræði stoðkerfis IIB (SJÚ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að skipuleggja og framkvæma skoðun vegna stoðkerfisvandamála auk þess að skipuleggja meðferðaráætlun, veita meðferðir, og fylgja þeim eftir. Í námskeiðinu er löggð mikil áhersla á þjálfun klínískrar rökhugsunar og samþættingu grunnnáms við klíníska færni.

Í námskeiðunum nota nemendur alla þætti skoðunnar; almenn athugun, greining á líkamsstöðu og starfrænum hreyfingum, þreifing, mat á styrk, liðleika, stöðugleika, úthaldi, sérprófanir, og staðlaðar mælingar. Nemendur þjálfast einnig í gerð skýrslna fyrir klíníska vinnu með stoðkerfisvandamál.

Í námskeiðinu er notuð tilfellamiðuð nálgun þar sem nemendur fá tilfelli frá kennurum, og skipuleggja vinnu tengda tilfellunum. Nemendur ræða svo tilfelli sín á milli undir handleiðslu kennara. Löggð er rík áhersla á sjálfstæð nemendadrifin vinnubrögð.

X

Sjúkraþjálfunarfræði stoðkerfis III (SJÚ104F)

Kennslan er í formi fyrirlestra, umræðu- og verkefnavinnu, auk heimsókna. Fjallað verður um áhrif helstu gigtar- og bandvefssjúkdóma á líkamsstarfsemi, sem og um langvinna verki og áhrif þeirra. Meðferðarferli sjúkraþjálfara liggur til grundvallar klínískrar rökhugsunar við greiningu og meðferð á vandamálum sjúklinga. Viðurkenndar aðferðir við skoðun sjúkraþjálfara eru kenndar, sem og leiðir til mats á athafnagetu, líðan og lífsgæðum, og gerð meðferðaráætlunar. Markmið kennslunnar er að nemandi öðlist þekkingu á úrræðum og aðkomu/samvinnu ólíkra faghópa í meðferð fólks með gigtar- og bandvefssjúkdóma eða langvinna verki af ýmsum orsökum. Einnig að nemandi þjálfi leikni í að framkvæma athafnamiðuð próf og leggja fram markmið og þjálfunaráætlun fyrir skilgreinda sjúklingahópa. Nauðsynlegur grunnur: líffærafræði, lífeðlisfræði, meinafræði, hreyfivísindi, sjúkdómafræði og þjálffræði.

X

Klínískt nám I (SJÚ105F)

Í klínísku námi fá nemendur innsýn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og stöðu og hlutverk sjúkraþjálfara innan þess. Klínískt nám I er kennt á sjúkrahúsum eða sjúkrahústengdum stofnunum. Gert er ráð fyrir að á þessu fyrsta klíníska tímabili öðlist nemendur innsýn í störf sjúkraþjálfara, kynnist starfsemi sjúkrahúsa og fái tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í fjölbreyttu starfi innan þeirra. Í klínísku námi starfa nemendur undir handleiðslu klínískra kennara. Klínískir kennarar aðstoða nemendur við að æfa klíníska rökhugsun, tileinka sér heildarnálgun út frá Alþjóða flokkunarkerfinu á færni, fötlun og heilsu (ICF) og tengja fræðilega þekkingu við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist reynslu í að skoða, meta og meðhöndla fólk með mismunandi tegundir sjúkdóma og einkenna. Í klínísku námi I er sérstök áhersla lögð á skráningu, teymisvinnu og fagmennsku. Á tímabilinu eru gjarnan haldnar málstofur þar sem nemendur kynna tilfelli fyrir samnemendum, klínískum kennurum og öðrum sjúkraþjálfurum. Klínískt nám I byrjar á undirbúningsfundi með verkefnisstjóra klínísks náms. 
 
Gildir fyrir öll klínísk tímabil: Þar sem klínískt nám fer fram á stofnunum og stofum um allt land er gert ráð fyrir að hluti námsins fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem 60 km radíus frá Stapa, húsi Námsbrautar í sjúkraþjálfun. Hver nemandi má gera ráð fyrir að eitt tímabil, að hópþjálfunarkúrsinum meðtöldum, fari fram utan þess svæðis. Í sumum tilfellum geta nemendur farið í klínískt nám í heimabyggð og stundum hafa stofnanir á landsbyggðinni getað útvegað nemendum húsnæði endurgjaldslaust. Almenna reglan er að Námsbrautin útvegar nemendum pláss í klínískt nám en nemendur bera kostnað þegar það á við. 

Stefnt skal að því að hver nemandi fái reynslu af sjúkraþjálfun á bráðasjúkrahúsi, í þverfræðilegri endurhæfingu á stofnun, í sjúkraþjálfun á stofu með áherslu á stoðkerfi og sjúkraþjálfun í öldrunarumhverfi. Hæfniviðmið fyrir hvert klínískt tímabil miðast við starf sjúkraþjálfara á viðkomandi kennslustað. 

X

Aðferðir í sjúkraþjálfun IV: Stoð- og hjálpartæki (SJÚ106F)

Farið verður yfir algengustu hjálpartæki ólíkra vegna ólíkra fatlana og notkun þeirra. Nemendur fá einnig kennslu við val á spelkum eða öðrum stoðtækjum fyrir sjúklinga. Verklag við einstaklingsmiðað mat á þörfum, val, og pöntun á hjálpar- og stoðtækjum á Íslandi er kennt, sem og við þjálfun á notkun tækja og endurmat. Alþjóðlegt líkan og flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF) er haft að leiðarljósi þegar meta skal þörf fyrir hjálpar- og stoðtæki hvers og eins. Nemendur lesa sér til og taka þátt í lausnarleitarvinnu í verklegum tímum þar sem þeir vinna með fólki sem þarf á hjálpartækjum að halda. Um er að ræða fólk með sjúkdóma eða skaða í taugakerfi, fólk með aðra langvinna sjúkdóma, með fjölfötlun, aldraða eða börn með hreyfihamlanir.

X

Aðferðafræði rannsókna (SJÚ201F)

Farið verður í siðfræði rannsókna og þar með talið Helsinki sáttmálann. Farið verður í gerð rannsóknaráætlunar og gerð umsókna til viðeigandi aðila eins og Vísindasiðanefndar o.fl. Farið verður í almenn vinnubrögð í rannsóknum eins og heimildaleit, skráningar á gögnum, færslu dagbóka (log-bækur) svo og umgengni við rannsóknartæki og á rannsóknarstofum (öryggiskröfur o.þ.h.). Í námskeiðinu munu nemendur vinna rannsóknaráætlun fyrir lokaverkefni sín og leggja hana fram í lok námskeiðsins og kynna á málstofu. Nemendur fá þjálfun í að auka færni sína í að skilja og túlka niðurstöður tölfræðigreininga í fræðiritum bæði rannsóknagreinum og yfirlits greinum.

X

Öldrunarsjúkraþjálfun (SJÚ202F)

Námskeiðið er það seinna af tveimur sem fjalla um öldrunarsjúkraþjálfun. Í þessu námskeiði er lögð áhersla á fatlanir, sjúkdóma og aðstæðubundnar hindranir, sem eru algengar á efri árum og kalla á sjúkraþjálfun. Raunveruleg dæmi eru lögð til grundvallar allri umfjöllun um stöðluð próf/mat í öldrunarsjúkraþjálfun, heildrænt öldrunarmat og gangreyndar leiðir til íhlutunar (meðferðar). Unnið er með viðeigandi efni fyrir öldrunarsjúkraþjálfun á meistarastigi, þvert á sérsvið innan sjúkraþjálfunar og mismunandi vinnustaði sjúkraþjálfara. Í námskeiðslok er nemandinn hæfur til að skipuleggja viðeigandi meðferðarferli fyrir aldraðan sjúkling/notanda sem byggir á markmiðum einstaklingsins, miðar að sem bestri færni og vellíðan og tillit er tekið til aðstæðna og heilsufars.

X

Klínískt nám II (SJÚ203F)

Í klínísku námi fá nemendur innsýn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og stöðu og hlutverk sjúkraþjálfara innan þess. Klínískt nám II-IV eru kennd á heilbrigðisstofnunum og sjúkraþjálfunarstofum um allt land. Í klínísku námi starfa nemendur undir handleiðslu klínískra kennara. Klínískir kennarar aðstoða nemendur við að æfa klíníska rökhugsun, tileinka sér heildarnálgun út frá Alþjóða flokkunarkerfinu á færni, fötlun og heilsu (ICF) og tengja fræðilega þekkingu við raunverulegar aðstæður. Leitast skal eftir því að nemendur kynnist sjúkraþjálfun á sem fjölbreyttastan hátt og fái til meðhöndlunar fólk á mismunandi aldri með mismunandi sjúkdóma, einkenni og fatlanir. Á tímabilinu er gjarnan haldin málstofa þar sem nemendur kynna tilfelli fyrir samnemendum, klínískum kennurum og öðrum sjúkraþjálfurum. Klínískt nám II-IV hefst á undirbúningsfundi með verkefnisstjóra klínísks náms. 

Gildir fyrir öll klínísk tímabil: Þar sem klínískt nám fer fram á stofnunum og stofum um allt land þurfa nemendur að gera ráð fyrir að hluti námsins fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem 60 km radíus frá Stapa, húsi Námsbrautar í sjúkraþjálfun. Hver nemandi má gera ráð fyrir að eitt tímabil, að hópþjálfunarkúrsinum meðtöldum, fari fram utan þess svæðis. Í sumum tilfellum geta nemendur farið í klínískt nám í heimabyggð og stundum hafa stofnanir á landsbyggðinni getað útvegað nemendum húsnæði endurgjaldslaust. Almenna reglan er að Námsbrautin útvegar nemendum pláss í klínískt nám en nemendur bera kostnað þegar það á við. 

Stefnt skal að því að hver nemandi fái reynslu af sjúkraþjálfun á bráðasjúkrahúsi, í þverfræðilegri endurhæfingu á stofnun, í sjúkraþjálfun á stofu með áherslu á stoðkerfi og sjúkraþjálfun í öldrunarumhverfi. Hæfniviðmið fyrir hvert klínískt tímabil miðast við starf sjúkraþjálfara á viðkomandi kennslustað. 

 

X

Barnasjúkraþjálfun (SJÚ204F)

Farið verður yfir fræðilegan ramma barnasjúkraþjálfunar sem eru kerfakenningar um þroska, Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu, fjölskyldumiðuð nálgun (family-centered practice) og þjónusta sem felst í snemmtækri íhlutun (early intervention - EI).

Fjallað verður um eðli og horfur helstu sjúkdóma, raskana og áverka í flestum líkamskerfum hjá börnum. Þessir sjúkdómar og raskanir hafa áhrif á byggingu/starfsemi líkamans (m.a. hreyfistjórn), athafnir og þátttöku í samfélaginu.

Um er að ræða börn með ýmsar truflanir í miðtaugakerfi s.s. cerebral palsy, almennar þroskaraskeanid svo og börn með  langvinna sjúkdóma s.s. barnagigt, hjartasjúkdóma, og krabbamein. Nemendur rifja upp meðferðarferlið og læra notkun þess í barnasjúkraþjálfun. Farið verður í sögu og skoðun (examination), mat, (evaluation) að setja fram greiningu (diagnosis), meta horfur (prognosis) um ýmis meðferðarform sjúkraþjálfunar.

Mismunagreining og tivísun til annara fagstétta verður rædd. Ýmis stöðluð mælitæki/próf verða kynnt. Lögð er áhersla á gagnreynda sjúkraþjálfun (evidenced based practice) þ.e. að tengja saman bestu vísindalegur sannanir við klíníska reynslu og val skjólstæðinga. Farið verður yfir mikilvægi þess að gæta að líðan og öryggi barna við skoðun og meðferð sjúkraþjálfara.

Í verklegum tímum er ákveðin handtök til að örva hreyfingar hjá ungabörnum æfð og einnig hvernig á að koma fram við barn og fjölskyldu sem koma til sjúkraþjálfara.

X

Hreyfistjórn (SJÚ205F)

Hreyfistjórn er eitt þriggja valnámskeiða sem er í boði á vormisseri fyrra árs MS náms í sjúkraþjálfun. Markmið með námskeiðinu er að dýpka þekkingu nemenda á fræðilegum grunni hreyfistjórnar. Áhersla verður á nýjustu kenningar um hreyfistjórn og hreyfinám og áhrif þeirra á nálgun í greiningu og meðferð. Fjallað verður um eiginleika hreyfistjórnar, breytingar vegna aldurs, þroska og þjálfunar og mælingar. Námið byggir að miklu leyti á verkefnavinnu, auk fyrirlestra og heimsókna. Nemendur munu þannig öðlast dýpri þekkingu á efninu, auk leikni og hæfni í tengslum við mat og þjálfun sem byggja á fræðilegum grunni hreyfistjórnar.

X

Hreyfigreining - lífaflfræði (SJÚ206F)

Hreyfigreining er eitt þriggja valnámskeiða sem er í boði á vormisseri fyrra árs MS náms í sjúkraþjálfun. Í námskeiðinu verða grunnhugtök lífaflfræðinnar rifjuð upp. Aðferðafræði sem tengist mati á hreyfingu (kinematics) og lífaflfræði (kinetics) í þrívídd sem og vöðvarafritum (electromyography (EMG)) verður kynnt. Kennsla er aðallega í formi verklegrar kennslu/þjálfunar auk vettvangsheimsókna. Námið byggir á verkefnum þar sem aðferðir og tæki eru nýtt til að auka þekkingu, leikni og hæfni nemenda í að meta hreyfingu mannsins og túlka niðurstöður mælinga.

X

Íþróttasjúkraþjálfun (SJÚ207F)

Íþróttasjúkraþjálfun er eitt þriggja valnámskeiða sem er í boði á vormisseri fyrra árs MS náms í sjúkraþjálfun. Fjallað verður um algeng íþróttameiðsli, bæði bráð meiðsli og álagseinkenni, áhættuþætti þeirra, forvarnir, og helstu áherslur í endurhæfingarferlinu. Námið byggir að mestu leyti á lausnaleitarnámi, umræðutímum, verkefnavinnu og þjálfun klínískra aðferða, auk vendikennslu. Námskeiðið veitir nemendum dýpri þekkingu á sviðinu, auk þjálfunar í klínískri rökhugsun og leikni í algengum aðferðum sem tengjast íþróttasjúkraþjálfun.

X

Lesnámskeið í Sjúkraþjálfun MS (SJÚ210F)

Lesnámskeiðið er eitt fjögurra valnámskeiða sem er í boði á vormisseri fyrra árs MS náms í sjúkraþjálfun. Markmið þessa námsskeiðs er að gefa nemandanum tækifæri til að rýna í og dýpka þekkingu sína á vel skilgreindu og afmörkuðu efni. Nemandinn þróar með sér hæfni til að leita eftir nýjum heimildum, greina þær og gagnrýna, taka saman og nýta upplýsingarnar til að búa sér til nýja þekkingu. ATHUGIÐ, þetta má ekki vera hluti af meistaraverkefni í Sjúkraþjálfun MS eða tengjast því sérstaklega.
Þetta námskeið má jafnframt nýta af þeim nemendum sem taka þátt í Nordplus námskeiði og vilja skrifa um það fræðslugrein. 

X

Flókin tilfelli og mismunagreining (SJÚ301F)

Kennslan er í formi (net-) fyrirlestra og rafrænu námsefni, umræðu- og verkefnavinnu, málstofum, hermikennslu, auk heimsókna. Námskeiðinu er ætlað að þjálfa nemendur í vísindalegri rökhugsun og skilvirkum samskiptum með áherslu á fjölbreytileika flókin tilfelli úr klínísku starfi. Lögð er áhersla á klíníska rökhugsun samkvæmt kerfakenningunni, klíníska ákvarðanatöku og gagnreynda nálgun. Námskeiðið mun auka hæfni nemenda í heildarnálgun í klínísku starfi með áherslu á flókin og/eða fjölþætt viðfangsefni. Námskeiðinu er jafnframt ætlað að gera nemendur hæfari til að mismunagreina og undirbúa þá til að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á gagnreyndri þekkingu. Nemendur fá kynningu á tilfellum og ræða í hópum um skimun á sjúklingum/skjólstæðingum og tilvísunarskyldu á aðra sérfræðinga ef vandamálin eru utan við þekkingarsvið sjúkraþjálfunar. Nemendur munu fá tækifæri til að vinna að flóknum raunverulegum tilfellum í samstarfi við klíníska sérfræðinga í sjúkraþjálfun.

X

Klínískt nám III (SJÚ302F)

Í klínísku námi fá nemendur innsýn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og stöðu og hlutverk sjúkraþjálfara innan þess. Klínískt nám II-IV eru kennd á heilbrigðisstofnunum og sjúkraþjálfunarstofum um allt land. Í klínísku námi starfa nemendur undir handleiðslu klínískra kennara. Klínískir kennarar aðstoða nemendur við að æfa klíníska rökhugsun, tileinka sér heildarnálgun út frá Alþjóða flokkunarkerfinu á færni, fötlun og heilsu (ICF) og tengja fræðilega þekkingu við raunverulegar aðstæður. Leitast skal eftir því að nemendur kynnist sjúkraþjálfun á sem fjölbreyttastan hátt og fái til meðhöndlunar fólk á mismunandi aldri með mismunandi sjúkdóma, einkenni og fatlanir. Á tímabilinu er gjarnan haldin málstofa þar sem nemendur kynna tilfelli fyrir samnemendum, klínískum kennurum og öðrum sjúkraþjálfurum. Klínískt nám II-IV hefst á undirbúningsfundi með verkefnisstjóra klínísks náms. 

Gildir fyrir öll klínísk tímabil: Þar sem klínískt nám fer fram á stofnunum og stofum um allt land þurfa nemendur að gera ráð fyrir að hluti námsins fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem 60 km radíus frá Stapa, húsi Námsbrautar í sjúkraþjálfun. Hver nemandi má gera ráð fyrir að eitt tímabil, að hópþjálfunarkúrsinum meðtöldum, fari fram utan þess svæðis. Í sumum tilfellum geta nemendur farið í klínískt nám í heimabyggð og stundum hafa stofnanir á landsbyggðinni getað útvegað nemendum húsnæði endurgjaldslaust. Almenna reglan er að Námsbrautin útvegar nemendum pláss í klínískt nám en nemendur bera kostnað þegar það á við. 

Stefnt skal að því að hver nemandi fái reynslu af sjúkraþjálfun á bráðasjúkrahúsi, í þverfræðilegri endurhæfingu á stofnun, í sjúkraþjálfun á stofu með áherslu á stoðkerfi og sjúkraþjálfun í öldrunarumhverfi. Hæfniviðmið fyrir hvert klínískt tímabil miðast við starf sjúkraþjálfara á viðkomandi kennslustað. 

X

Lokaverkefni (SJÚ401L)

Lokaverkefni til MS prófs í sjúkraþjálfun er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Nemendur leita til námsbrautarformanns eftir ráðgjöf um leiðbeinanda fyrir lokaverkefnið. Lokaverkefnið er unnið í tveimur áföngum. Nemendur vinna lokaverkefnið samkvæmt rannsóknaáætlun sem unnin er í kúrsinum Aðferðafræði rannsókna. Rannsóknarverkefnið endar með; 1) handrit að vísindagrein tilbúið til birtingar í valið tímarit, ásamt fræðilegum kafla og 2) kynning á málstofu.

X

Lokaverkefni (SJÚ401L)

Lokaverkefni til MS prófs í sjúkraþjálfun er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Nemendur leita til námsbrautarformanns eftir ráðgjöf um leiðbeinanda fyrir lokaverkefnið. Lokaverkefnið er unnið í tveimur áföngum. Nemendur vinna lokaverkefnið samkvæmt rannsóknaáætlun sem unnin er í kúrsinum Aðferðafræði rannsókna. Rannsóknarverkefnið endar með; 1) handrit að vísindagrein tilbúið til birtingar í valið tímarit, ásamt fræðilegum kafla og 2) kynning á málstofu.

X

Klínískt nám IV (SJÚ402F)

Í klínísku námi fá nemendur innsýn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og stöðu og hlutverk sjúkraþjálfara innan þess. Klínískt nám II-IV eru kennd á heilbrigðisstofnunum og sjúkraþjálfunarstofum um allt land. Í klínísku námi starfa nemendur undir handleiðslu klínískra kennara. Klínískir kennarar aðstoða nemendur við að æfa klíníska rökhugsun, tileinka sér heildarnálgun út frá Alþjóða flokkunarkerfinu á færni, fötlun og heilsu (ICF) og tengja fræðilega þekkingu við raunverulegar aðstæður. Leitast skal eftir því að nemendur kynnist sjúkraþjálfun á sem fjölbreyttastan hátt og fái til meðhöndlunar fólk á mismunandi aldri með mismunandi sjúkdóma, einkenni og fatlanir. Á tímabilinu er gjarnan haldin málstofa þar sem nemendur kynna tilfelli fyrir samnemendum, klínískum kennurum og öðrum sjúkraþjálfurum. Klínískt nám II-IV hefst á fundi með verkefnisstjóra klínísks náms.

Gildir fyrir öll klínísk tímabil: Þar sem klínískt nám fer fram á stofnunum og stofum um allt land þurfa nemendur að gera ráð fyrir að hluti námsins fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem 60 km radíus frá Stapa, húsi Námsbrautar í sjúkraþjálfun. Hver nemandi má gera ráð fyrir að eitt tímabil, að hópþjálfunarkúrsinum meðtöldum, fari fram utan þess svæðis. Í sumum tilfellum geta nemendur farið í klínískt nám í heimabyggð og stundum hafa stofnanir á landsbyggðinni getað útvegað nemendum húsnæði endurgjaldslaust. Almenna reglan er að Námsbrautin útvegar nemendum pláss í klínískt nám en nemendur bera kostnað þegar það á við. 

Stefnt skal að því að hver nemandi fái reynslu af sjúkraþjálfun á bráðasjúkrahúsi, í þverfræðilegri endurhæfingu á stofnun, í sjúkraþjálfun á stofu með áherslu á stoðkerfi og sjúkraþjálfun í öldrunarumhverfi. Hæfniviðmið fyrir hvert klínískt tímabil miðast við starf sjúkraþjálfara á viðkomandi kennslustað.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrautar í sjúkraþjálfun 
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík 
Sími: 525 4004
Netfang: physiotherapy@hi.is

Opið virka daga kl 10-12 og 13-15

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.