Skip to main content

Guðfræði, mag. theol.

Guðfræði, mag. theol.

Hugvísindasvið

Guðfræði

mag. theol. gráða – 120 einingar

Námið er einkum skipulagt sem starfsnám presta að loknu BA-námi í guðfræði. Að loknu mag.theol. námi getur nemandi sem hefur lokið starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar, hlotið embættisgengi til að sækja um prestsstarf og taka vígslu.

Skipulag náms

X

Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR078F)

Í námskeiðinu eru aðferðafræði starfshættir og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs í brennidepli. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.
Á námskeiðinu þroska nemendur með sér starfssiðfræði á grundvelli siðareglna og greina sín eigin faglegu og andlegu bjargráð í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir. Nemendur byggja grunn sem fagmenn fyrir árangursrík samskipti með skýrri markasetningu, forvörnum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Nemendur skapa sér sýn á gildi og forystuhlutverk vígðrar þjónustu, þjálfa hæfni til að skipuleggja sjálfboðaliðastarf og beita kenningum sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Námsefni og kennsluaðferðir eru kynntar í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa og nemendur meta kosti og galla mismunandi aðferða fyrir ólíkan aldurshóp. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum og tilviksathugunum. 

X

Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)

Í námskeiðinu verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Pálsbréfum og Lúkasarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Fjallað verður almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Jafnframt verður túlkunarsagan könnuð í því sambandi og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar. 

X

Kristsfræði (GFR433F)

Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).

X

Trúarlífsfélagsfræði og djáknafræði (GFR518M)

Hvers konar fyrirbæri er trú og hvernig tengjast breytingar á samfélagsþróun trúarbrögðum? Hvert er samhengi díakoníu? Hvernig tengjast verkefni díakoníunnar breytingum á samfélagsgerð og menningarháttum? Á námskeiðinu kynna nemendur sér hlutverk átrúnaðar í fjölmenningarsamfélaginu og hvernig beita megi aðferðum trúarlífsfélagsfræðinnar við að greina samfélagslegar áskoranir díakoníunnar sem kristnar hreyfingar og stofnanir standa frammi fyrir. Gerð er grein fyrir helstu kenningum, hugtökum og aðferðum innan trúarlífsfélagsfræði og djáknafræða  og þeim mismunandi þverfaglegu forsendum sem greinarnar byggja á.

X

Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)

Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn?  Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.

X

Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR803F)

Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.

X

Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin (GFR804F)

Gefið er yfirlit yfir hefðir Fimmbókaritsins út frá stíl, málfari ognsögulegu baksviði og þær kannaðar nánar í tveimur ritanna. Ritskýrðir erunum 20 valdir kapítular úr Genesis og Exodus. Áhersla er lögð á áhrifntextanna hér á landi og á túlkun í ljósi samtíðarinnar. Hliðsjón höfð af hebreska textanum.

X

Framsetning kristins boðskapar í nútímasamfélagi (GFR606F)

Í námskeiðinu er fjallað um prédikunarfræði og nemendur búnir undir boðunarhlutverk í nútímasamfélagi. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, með framsagnaræfingum, flutningi, vinnustofum, matsfundum og málstofum. Gerð er krafa um 75% mætingarskyldu á námskeiðinu. Auk umsjónarkennara munu aðrir kennarar guðfræðideildar taka þátt í matsfundum. 

X

Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.

X

Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ701F)

Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í  bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins. 

X

Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR078F)

Í námskeiðinu eru aðferðafræði starfshættir og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs í brennidepli. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.
Á námskeiðinu þroska nemendur með sér starfssiðfræði á grundvelli siðareglna og greina sín eigin faglegu og andlegu bjargráð í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir. Nemendur byggja grunn sem fagmenn fyrir árangursrík samskipti með skýrri markasetningu, forvörnum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Nemendur skapa sér sýn á gildi og forystuhlutverk vígðrar þjónustu, þjálfa hæfni til að skipuleggja sjálfboðaliðastarf og beita kenningum sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Námsefni og kennsluaðferðir eru kynntar í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa og nemendur meta kosti og galla mismunandi aðferða fyrir ólíkan aldurshóp. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum og tilviksathugunum. 

X

Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)

Í námskeiðinu verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Pálsbréfum og Lúkasarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Fjallað verður almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Jafnframt verður túlkunarsagan könnuð í því sambandi og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar. 

X

Kristsfræði (GFR433F)

Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).

X

Trúarlífsfélagsfræði og djáknafræði (GFR518M)

Hvers konar fyrirbæri er trú og hvernig tengjast breytingar á samfélagsþróun trúarbrögðum? Hvert er samhengi díakoníu? Hvernig tengjast verkefni díakoníunnar breytingum á samfélagsgerð og menningarháttum? Á námskeiðinu kynna nemendur sér hlutverk átrúnaðar í fjölmenningarsamfélaginu og hvernig beita megi aðferðum trúarlífsfélagsfræðinnar við að greina samfélagslegar áskoranir díakoníunnar sem kristnar hreyfingar og stofnanir standa frammi fyrir. Gerð er grein fyrir helstu kenningum, hugtökum og aðferðum innan trúarlífsfélagsfræði og djáknafræða  og þeim mismunandi þverfaglegu forsendum sem greinarnar byggja á.

X

Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)

Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn?  Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.

X

Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR803F)

Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.

X

Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin (GFR804F)

Gefið er yfirlit yfir hefðir Fimmbókaritsins út frá stíl, málfari ognsögulegu baksviði og þær kannaðar nánar í tveimur ritanna. Ritskýrðir erunum 20 valdir kapítular úr Genesis og Exodus. Áhersla er lögð á áhrifntextanna hér á landi og á túlkun í ljósi samtíðarinnar. Hliðsjón höfð af hebreska textanum.

X

Framsetning kristins boðskapar í nútímasamfélagi (GFR606F)

Í námskeiðinu er fjallað um prédikunarfræði og nemendur búnir undir boðunarhlutverk í nútímasamfélagi. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, með framsagnaræfingum, flutningi, vinnustofum, matsfundum og málstofum. Gerð er krafa um 75% mætingarskyldu á námskeiðinu. Auk umsjónarkennara munu aðrir kennarar guðfræðideildar taka þátt í matsfundum. 

X

Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.

X

Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ701F)

Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í  bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins. 

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hildur Eir Bolladóttir
Pétur G. Markan
Aldís Rut Gísladóttir
Jónína Ólafsdóttir
Hildur Eir Bolladóttir
Embættispróf í guðfræði

„Það er stundum sagt að eitt sé að læra og annað að menntast, á hverjum degi lærum við eitthvað nýtt,  til dæmist þegar við flettum í gegnum netmiðla eða hlýðum á útvarp, sá lærdómur sem þaðan kemur er auðvitað á sinn hátt nokkuð mikilvægur en hann er samt ekki það sem við köllum menntun. Ég upplifði í fyrsta skipti á minni skólagöngu að menntast þegar ég kom inn í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, þar lærði ég að greina hugsun, forma framsetningu hugsunar og efast um eigin niðurstöðu. Guðfræðinámið er líka nám í mjög mörgu og þess vegna menntun sem getur nýst manni í margt fleira en prestskap en það hef ég sjálf sannreynt í hliðarverkum ýmiskonar meðal annars fjölmiðlun og skrifum um þjóðfélagsmál.“ 

Pétur G. Markan
Mag.theol

Oftar og oftar verður mér hugsað til námsára minna við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Oftar og oftar rek ég mig aftur til þekkingar og reynslu sem ég öðlaðist við nám í deildinni og hagnýti í lífi og starf. Oftar og oftar sakna ég mentora minna og sannfærist um það sem mig grunaði einungis þá, þeir eru úrvalslið, í heimsgóðum skóla. Oftar og oftar sakna ég samferðastúdenta og æ oftar hugsa ég til leiðbeinandans sem fylgdi mér í gegnum ritgerðaskrif, með festu, aðhaldi, fyrirmynd, kærleika og vinskap. Oftar og oftar öfunda ég nýstúdenta við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Aldís Rut Gísladóttir
Embættispróf í guðfræði

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er alveg einstakt. Námið sjálft er mjög akademískt, fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Námskeiðaúrvalið er spennandi og kennararnir eru fræðimenn fram í fingurgóma sem hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Guðfræðinámið er mannbætandi nám og það hefur gert mig að heilsteyptari manneskju. Þar sem deildin er ekki stór kynnist maður kennurum og öðrum nemendum vel. Sú vinátta sem ég hef stofnað til í náminu er vinátta sem mun vara ævilangt. Ég mæli eindregið með guðfræði og trúarbragðafræði.

Jónína Ólafsdóttir
Embættispróf í guðfræði

Það sem stendur uppúr við námslok mín við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er hvað námið gaf mér víða sýn á eðli manneskjunnar. Námið er gríðarlega fjölbreytt og nálgast á þverfaglegan hátt mismunandi viðfangsefni hugvísinda. Smæð deildarinnar er tvímælalaust kostur fyrir nemandann og gerir það að verkum að aðgengi að kennurum er gott, auðvelt er að hafa áhrif á stefnumótun deildarinnar og góð stemmning skapast meðal nemenda.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.