Skip to main content

Nýnemadagar á Menntavísindasviði

Nýnemadagar á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. ágúst 2019 9:30 til 30. ágúst 2019 15:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kennsla hefst — samhristingur og smiðjur!

Í haust byrjar stór hópur nýnema á Menntavísindasviði. Nýnemar verða boðnir hjartanlega velkomnir á sérstökum Nýnemadögum, 26.-30. ágúst. Á Nýnemadögum fer kennslan af stað af fullum krafti en einnig verður skapað rými fyrir nýnema til að kynnast hverjum öðrum, kennurum og starfsfólki, húsnæðinu í Stakkahlíð og þeirri þjónustu sem sviðið býður upp á.

Á Nýnemadögum fáum við til okkar góða gesti: Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur munu heiðra okkur á opnunarathöfninni. Þá munu fyrrum nemendur fjalla um reynslu sína og verður Þráinn Árni Baldvinsson meðlimur í Skálmöld þar á meðal. Á Nýnemadögum geta nemendur sótt ýmsar smiðjur sem tengjast menntun á breiðum grunni, en einnig fræðst um námstækni, fræðileg skrif og hvaða þjónustu bókasafnið veitir nemendum.

Síðast en ekki síst bjóðum við nýnemum upp á heimsóknir á vettvang. Við höfum fengið til liðs við okkur fleiri tugi skóla og stofnana sem tengjast uppeldi, tómstundum, íþróttum, menningu, lýðheilsu og menntun sem munu taka vel á móti ykkur. Menntavísindasvið á marga bandamenn um góða menntun og lögð er rík áhersla á að nemendur séu hluti af því samfélagi frá fyrsta degi. 

Lifandi tónlist, grill og gleði!
Þá verða ýmsar óvæntar uppákomur í hádegishléum á Nýnemadögum: Lifandi tónlist, dans, básar og grillveisla. Fulltrúar nemendafélaga verða á staðnum alla vikuna til að fræða nýnema og kynna fyrir þeim starfið, félagslífið og hagsmuni ykkar, Stúdentaráð Háskóla Íslands mætir sterkt til leiks og grasrótar- og hagsmunasamtök stúdenta láta sjá sig. 

Þátttaka í nýnemadögum er hluti af náminu. 

Sjá dagskrá HÉR.

Nýnemar verða boðnir hjartanlega velkomnir á sérstökum Nýnemadögum, 26.-30. ágúst.

Nýnemadagar á Menntavísindasviði