Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi

Norðurljós, Harpa
Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum?
Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands býður til samtals um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 22. mars frá klukkan 13:00 til 16:00
Komdu og taktu þátt í umræðunni - Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar má nálgast hér: https://ams.hi.is/is/
Dagskrá
13:00 – 13:15 Opnunarávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
13:15 – 14:15 Alþjóðasamvinna og áskoranir samtímans
Opnunarerindi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
Ávarp: Christoph Heusgen, forstöðumaður Munich Security Conference.
Pallborðsumræður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, Hermann Örn Ingólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Umræðustjórn: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
14:20-14:40 Kaffihlé
14:40-15:45 Alþjóðasamstarf og víðtækir öryggishagsmunir Íslands
Inngangserindi og umræðustjórn: Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
Pallborðsumræður: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst.
15:45 – 16:00 Lokaorð: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands býður til samtals um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 22. mars frá klukkan 13:00 til 16:00 Nánar um viðburðinn: https://ams.hi.is/is/ Skráning fer fram hér!
