Sumarnám við Columbia-háskóla í New York | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Columbia-háskóla í New York

-English below-

Nemendum Háskóla Íslands gefst tækifæri á að stunda sex vikna sumarnám við Columbia-háskóla í New York borg sumarið 2019. Um er að ræða tvö sex vikna tímabil, frá 28. maí til 5. júlí eða frá 8. júlí til 16. ágúst.

Columbia-háskóli er í hópi Ivy League háskóla, en það eru átta rótgrónir og virtir háskólar á austurströnd Bandaríkjanna sem raðast í efstu sæti styrkleikalista yfir bestu háskóla í heimi. Nemendur Háskóla Íslands hafa farið til Columbia á grundvelli samnings skólanna síðan 2015. Bent er á að þetta tækifæri getur nýst nemendum vel sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Nemendur allra fræðasviða við Háskóla Íslands geta sótt um sumarnámið í Columbia. Nemendur sækja fyrst um til Skrifstofu alþjóðasamskipta sem tilnefnir allt að 12 nemendur. Í kjölfarið sækja þeir beint um til Columbia. Nemendur geta valið úr fjölmörgum námskeiðum á grunn- og framhaldsstigi á yfir 50 fræðasviðum. Skólagjöld eru áætluð um 11.000 USD (f. 6 Columbia einingar). Nemendur greiða að auki ferðir, húsnæði og uppihald, en geta sótt um að búa á stúdentagörðum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Columbia-háskóla

Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands, hafa lokið a.m.k. einu námsári (60 ECTS einingum),  með meðaleinkunn að lágmarki 7,5 og hyggjast halda áfram námi við Háskóla Íslands haustið 2019. Nemendur Háskóla Íslands eru undanþegnir kröfum um TOEFL próf.

Rafræn umsókn

Sótt er um á netinu en fylgigögnum (á ensku) skal skila í lokuðu umslagi merkt „Columbia 2019“ á Þjónustuborð, Háskólatorgi í síðasta lagi 21. janúar 2019.

Umsókn og fylgigögn (á ensku):

  1. Kynningarbréf (e. personal statement), 600 orð
  2. Staðfest námsferilsyfirlit ásamt árangursröðun (e.  ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi
  3. Námssamningur Þar sem kemur fram á hvoru tímabilinu nemandi stefnir á að fara (þarf ekki að vera undirritaður af fulltrúa deildar á þessu stigi)
  4. Ferilskrá (á ensku eða íslensku)

Við val á umsækjendum er m.a. horft til gæða umsóknar, kynningarbréfs, námsferils, ferilskráar, framtíðaráforma og frammistöðu í viðtali (ef við á).

Sjá nánar um sumarnámið

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Skrifstofu alþjóðasamskipta í síma 525 4311 eða email ask@hi.is

Umsóknarfrestur er mánudaginn 21. janúar 2019. Skila þarf fylgigögnum á Þjónustuborð, Háskólatorgi, fyrir lokun. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

------

Summer at Columbia University in New York 2019

University of Iceland students can apply for a summer session at Columbia University in New York City. A wide range of undergraduate-level and graduate-level courses, certificates, and programs in over 50 areas of study are available. Two six weeks sessions are available, from May 28 to July 5 and from July 8 to August 16.

Information on courses, tuition and housing is available on the website of Columbia Summer.

Students of all majors at the University of Iceland can apply. Students apply first to the International Office at the University of Iceland, which nominates up to 12 students. Afterwards, they have to apply directly to Columbia. Students sign up for at least 6 Columbia points of credit bearing courses. Tuition amounts are estimated 11,000 USD. 

The applicant must be  in good academic standing at University of Iceland, having completed at least one year of studies (60 ECTS credits) with the minimum GPA of 7.5. University of Iceland students are exempt from providing TOEFL scores.

Online application form

Electronic application is completed online. In addition, the following supporting documents (in English and hard copy) should be handed in an envelope labeled “Columbia 2019” at the  University Service Desk, University Centre by 21 January, 2019.

Supporting documents:

  1. Personal statement, 600 words
  2.  Official transcript with ranking - available at the University Service Desk
  3. Learning Agreement Indicating which of the two periods the student intends to attend (Signature from the relevant faculty staff is not required at this stage)
  4. CV (in English or Icelandic)

When selecting the applicants, the overall quality of the application, the personal statement, especially academic goals and future plans, as well as the interview (if applicable) are all be taken into account.

More information

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

Deadline for applications is Monday 21 January 2019. Supporting documents should be handed in at the Service Desk at Haskolatorg before closing time. Late applications will not be accepted.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.