Skip to main content

Lögfræði, doktorsnám

Lögfræði

180 einingar - Doktorspróf

. . .

Lagadeild Háskóla Íslands býður upp á skipulagt doktorsnám að loknu meistaranámi. Um er að ræða 180ECTS eininga nám sem lýkur með Ph.D. gráðu. Markmið námsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðistörf við rannsóknarstofnanir.

Doktorsnám við Lagadeild er 180 einingar og þar af eru 30 einingar í námskeiðum og verkefnum. Með ritgerðarvinnu skulu nemar stunda nám eftir því sem náms- og rannsóknaáætlun þeirra gerir ráð fyrir. Sum námskeið eru skyldunámskeið og eru tekin við lagadeildar erlendra háskóla skv. nánara samkomulagi. Lagadeild býður einnig upp á sameiginlegt doktorsnám Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla

Sérhver doktorsnemi skal frá upphafi hafa leiðbeinanda sem skal vera fastur kennari við Lagadeild. Hlutverk hans er að fylgjast með vinnu doktorsnema og veita leiðsögn við doktorsverkefni auk þess sem neminn ráðfærir sig við leiðbeinanda við gerð rannsóknaráætlunar, skipulag námsins, val námskeiða og öðru sem tengist náminu. Reglur um doktorsnám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, nr. 500/2011

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands eða sambærilegt próf í lögfræði frá öðrum háskóla með 1. einkunn.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.