Rannsóknir við deildina | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknir við deildina

Netspjall

Við Sálfræðideild vinna kennarar og nemendur að fjölbreyttum og spennandi rannsóknum. Þær beinast meðal annars að mati á hæfileikum og persónueinkennum fólks, þroska barna, lífsgildum Íslendinga, áráttu og þráhyggju, talskynjun, mótun hegðunar, eðli sögu sálfræðikenninga og spilafíkn.

Sérsvið kennara við Sálfræðideild

Andri Steinþór Björnsson: Sálmeinafræði félagsfælni (social anxiety disorder) og líkamsskynjunarröskunar (body dysmorphic disorder), þróun meðferðar við þessum geðröskunum og stöðlun mælitækja til að meta þær. Mat á árangri sálrænnar meðferðar. Saga klínískrar sálfræði.

Árni Kristjánsson: Rannsóknir í skynjunar- og taugasálfræði með sérstakri áherslu á verkan sjónkerfisins, augnhreyfingar og sjónræna athygli.

Daníel Þór Ólason: Rannsóknir á sviði heilsusálfræði og próffræði: Megináherslur eru spilafíkn, tölvuleikjavandi og streita (sérstaklega á sviði sállífeðlisfræði).

Einar Guðmundsson: Mælinga- og próffræði, aðallega greindarmælingar og geðrænir kvarðar, stöðlun matstækja, sálfræði og menning, fjölþjóðlegar menntarannsóknir.

Fanney Þórsdóttir: Svarmöguleikar á matskvörðum, svarhneigð, mælingar í fjölþjóðakönnunum, gagnasöfnunaraðferðir, netkannanir með panel, svarferli í könnunum.

Guðmundur Arnkelsson: Meðal nýlegra viðfangsefna er mat á eiginleikum og réttmæti sálfræðilegra mælitækja og kunnáttuprófa, skimun, gerð viðmiða, tengsl félagslegra þátta, menningarneyslu og tómstundaiðju og áhrif grunnskóla á framfarir nemenda. Meðal aðferða sem ég beiti eru þáttagreining, ROC-greining, margstigalíkön þ.m.t. tímalíkön og tilreikningur brottfallsgilda.

Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson: Rannsóknaráhugi minn beinist að klínískri barna- og unglingasálfræði og gagnreyndu mati og meðferð á því sviði. Þó sérstaklega að meta og bæta klínískt mat og meðhöndlun á áráttu- og þráhyggjuröskun, kvíðaröskunum og skyldum röskunum hjá börnum og unglingum. 

Heiða María Sigurðardóttir: Taugavísindi, skynjunarsálfræði, hugfræði, æðri sjónskynjun, formskynjun, hlutaskynjun, andlitsskynjun, sjónræn athygli, "perception for action", skynræn sérfræðiþekking (perceptual expertise), sveigjanleiki heilans og skynjunar, áhrif reynslunnar, lesblinda, vísindamiðlun.

Ingunn Hansdóttir: Klínísk sálfræði, rannsóknir hafa beinst að aðlögun að langvinnum sjúkdómum og fíkn.

Jörgen Pind: Talskynjun, saga sálfræðinnar.

Ragna Benedikta Garðarsdóttir: Félagssálfræði neyslusamfélaga og efnahagslífsins; efnishyggja, umhverfishegðun og -viðhorf, líðan, sjálfsmynd og líkamsmynd, fortölur.

Ragnar P. Ólafsson: Sálmeinafræði kvíða- og lyndisraskana ásamt mælingum og mati á einkennum þeirra og árangri meðferðar. Hef lagt áherslu á notkun tilraunasniða til að rannsaka næmisþætti og viðhaldandi þætti í geðröskunum, svo sem hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, og hugnæmi (cognitive reactivity) í þunglyndi. Rannsóknir beinast einnig að próffræðilegum eiginleika matstækja fyrir kvíða- og lyndisraskanir.

Sigurður J. Grétarsson: Þroski barna og uppeldisskilyrði, saga og eðli sálfræðinnar, sálfræði í nútímasamfélagi.

Steinunn Gestsdóttir: Þróun sjálfstjórnar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna, sérstaklega aðlögun að grunnskóla og æskilegum þroska ungmenna.

Urður Njarðvík: Klínísk barnasálfræði, ADHD, kvillar á einhverfurófi, klínískir matslistar fyrir börn og mælingar á árangri meðferða við hegðunarvanda barna.

Zuilma Gabríela Sigurðardóttir: Atferlisgreining og atferlismeðferð, rannsóknir á áreitisjöfnun (stimulus equivalence), yfirfærsla og alhæfing náms, máltaka, ofbeldi í fjölskyldum og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.