Markmið HÍ um lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa | Háskóli Íslands Skip to main content

Markmið HÍ um lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa

Haustið 2015 undirritaði rektor Háskóla Íslands ásamt 103 forstjórum annarra fyrirtækja og stofnana á Íslandi sameiginlega yfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.Að þessu tilefni vann hópur meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði ásamt starfsfólki í Háskóla Íslands úttekt á starfsemi skólans m.t.t. til losunar gróðurhúsalofttegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa.
 

Þann 17. júní sl. lagði hópurinn fram skýrslu, University of Iceland Gas Inventory 2015 & Emissions Reduction Strategy 2016 to 2030, um niðurstöður og tillögur að úrbótum. Úttektin sýnir að 91% af losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi skólans er vegna samgangna á landi og í lofti, einkum þó vegna einkabílsins. 
 

Í ljósi ofangreinds hefur Háskóli Íslands sett sér það markmið að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda um 33% – 46% miðað við venjubundna þróun (BAU) árið 2030. Til þess að ná þessu heildarmarkmiði í samdrætti ætlar háskólinn að vinna að eftirfarandi skammtíma- og langtímamarkmiðum: 

1. Skammtímamarkmið

a. Að fjölga gangandi og hjólandi vegfarendum sem búa í 1 – 5 km fjarlægð frá skólanum með því að:
• Bæta aðstöðu hjólreiðafólks (fjölga hjólagrindum, reisa yfirbyggð hjólaskýli, setja upp viðgerðastand, efla snjómokstur og tengja betur háskólasvæðið við hjólreiðakerfi borgarinnar).
• Hvetja starfsfólk til að gera samgöngusamning (í boði frá 2013).
 
b. Að auka notkun á vistvænum bifreiðum með því að:
• Velja bílaleigur/leigubílastöðvar sem bjóða upp á vistvæna kosti. 
 
c. Að kolefnisjafna flugferðir starfsmanna (erlendis sem og innanlands) með því að:
• Koma á samvinnu við t.d. Kolvið.
 
d. Að draga úr notkun einnota borðbúnaðar og plastíláta með því að:
• Gera nemendum og starfsfólki kleift að velja fjölnota borðbúnað og ílát.
 
e. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á pappír með því að:
• Stuðla að rafrænni dreifingu gagna í stjórnsýslu háskólans og almenns kynningarefnis. 
• Að skipta við fyrirtæki sem bjóða upp kolefnisjafnaðar vörur.
 
f. Að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu með því að:
• Tryggja gott aðgengi að endurvinnslustöðvum alls staðar á háskólasvæðinu innan- sem utandyra. 
• Að auka fræðslu og vitund um neyslu og afleiðingar hennar. 

2. Langtímamarkmið

a. Að auka notkun á vistvænum bifreiðum með því:
• Að fjölga gjaldskyldum bílastæðum fyrir bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en bjóða upp gjaldfrjáls stæði fyrir aðrar bifreiðar. 
• Að fjárfesta smám saman í rafmagnsbifreiðum í eigu skólans.
• Að beita sér fyrir að settir verði upp rafhleðslustaurar á háskólasvæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg og OR. 
• Að nýta eins og kostur er rafknúnar vinnuvélar á háskólalóðinni.
 
b. Að draga úr notkun einnota borðbúnaðar/plastíláta/umbúða með því að:
• Gera nemendum og starfsfólki kleift að velja fjölnota borðbúnað og ílát.
• Koma á aukinni samvinnu við Félagsstofnun stúdenta, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit um að draga úr umfangi plastumbúða matvæla.
 
c. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á pappír:
• Með því að innleiða pappírslausa starfsemi eins og kostur er.
 
Háskóli Íslands mun árlega viðhalda losunarbókaldi sínu og annað hvert ár gera samgöngukönnun til að fylgjast með þróun og tryggja árangur. 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.