Móttaka nýnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema

Nýnemadagar 2014

Við upphaf kennslu á haustmisseri bjóðum við nýjum nemendum til kynningarfundar.

Í upphafi hvers skólaárs eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands þar sem boðið er upp á skemmtilega og gagnlega viðburði. Þá eru nýir nemendur boðnir velkomnir og þeim kynnt lífið og þjónusta sem er veitt í Háskólanum.

Nýnemadagar Heilbrigðisvísindasviðs eru haldnir á haustin ár hvert, og heldur Lýðheilsuvísindadeild kynningu þar. 

Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi. Boðið er upp á gönguferðir og kynningu á háskólasvæðinu, örfyrirlestra um námsráðgjöf og skiptinám, kynningu á þjónustu og margt fleira. Upplýsingaborð fyrir nýnema er á Háskólatorgi og þar geta nemendur fengið svör við fjölmörgum spurningum um námið, skólann og félagslífið.

Mikilvægar og hagnýtar upplýsingar fyrir nýnema má finna á nýnemavef Háskóla Íslands.
Facebook-síða Nemendafélags Lýðheilsuvísinda, Iðunn, er með margvíslegar upplýsingar um félagslíf námsins og fleira.
Auk þess hefur Miðstöð Lýðheilsuvísinda Facebook síðu, hana má nálgast hér.  

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.